Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Blaðsíða 16
Framsýni sjálfstæðismanna
Skuldir bæjarins hafa hækkað um einn milljarð króna frá því
um síðustu áramót vegna gengissigs krónunnar. Meirihlutinn
hefur þar með misst af tækifæri til að loka inni með skuld-
breytingum hinn gríðarlega gengishagnað sem fyrrverandi
meirihluti undir forystu Sjálfstæðisflokksins lagði grunninn
að með erlendum lántökum þegar gengi krónunnar var afar
lágt í sögulegu samhengi. Núverandi bæjarstjóri barðist hart
gegn þessum lántökum á sínum tíma en hefur á þessu
kjörtímabili notið þessarar framsýni sjálfstæðismanna ríku-
lega. Um síðustu áramót var samanlagður hagnaður af
þessum lántökum fyrri meirihluta nálægt fjórum milljörðum
króna. En sem fyrr klúðra vinstrimenn fjármálum og nú hefur
rúmur milljarður af þessum peningum tapast aftur.
Fyrirfram innheimt
gatnagerðargjöld
Núverandi meirihluti montar sig ákaft af góðum árangri við
niðurgreiðslu skulda þó að skuldbindingar í heild fari
hækkandi. Það sem þeir eru að gorta sig af er niðurgreiðsla
langtímaskulda. En hún hefur byggst á hagstæðri gengis-
þróun og ekki síður á því að innheimtu gatnagerðargjalda var
flýtt svo að nú þurfa hafnfirskar fjölskyldur að greiða fyrir
lóðir við úthlutun og bíða síðan mánuðum saman eftir því að
lóðirnar séu tilbúnar til byggingar. Þessi ráðstöfun hefur fært
bæjarsjóði gríðarlega fjármuni sem hann hefur notað til að
greiða niður langtímaskuldir og fært hinar óbyggðu götu á
móti sem skammtímaskuld. Þessi skammtímaskuld stendur
nú í 2.600 milljónum króna. Þegar göturnar hafa verið
byggðar má reikna með að drjúgur hluti þessarar upphæðar
bætist við langtímaskuldir bæjarsjóðs. Árangur núverandi
meirihluta er því byggður á forsjálni Sjálfstæðisflokksins í
lántökum á síðasta kjörtímabili, besta árferði Íslandssögunnar
og breyttri innheimtu gatnagerðargjalda.
Ferðamönnum í
Hafnarfirði fjölgar hægt
Á nýafstöðnu ferðamálaþingi menningar- og ferðamála-
nefndar kom fram að Hafnarfjörður hefur dregist verulega
aftur úr þegar kemur að fjölgun ferðamanna. Á það ekki ein-
ungis við um komur í þjónustuver heldur einnig um komur
hins almenna ferðamanns. Þannig hafði ferðamönnum á
landsvísu fjölgað um rúmlega 60% en fjölgun í Hafnarfirði
hafði einungis verið um 30%.
Hafnarfjörður verður því af þeirri miklu fjölgun ferðamanna
sem á sér stað annars staðar og um leið af miklum tekjum og
atvinnutækifærum í bænum. Þriðji maður á lista Sam-
fylkingarinnar Guðmundur Rúnar segir umræðuna vera
spaugilega og menn vera á villigötum. Hann er sennilega að
beina orðum sínum að eigin flokksmönnum og bæjarstjóra
sem hefur markvisst skorið niður stuðning við ferðaþjón-
ustuna með eftirtektarverðum árangi, lagt niður upplýsinga-
miðstöð ferðamanna og hrakið ferðamálafulltrúa og annað
starfsfólk úr bænum. Orð þessa ágæta vinstri manns dæma
sig sjálf og ættu að vera hafnfirskum ferðaþjónustuaðilum víti
til varnaðar.
Á meðan að Samfylkingin er við völd mun ferðamönnum í
Hafnarfirði fjölga hægar en annars staðar.
Undirbúningur að stofnun
félagsins hófst seint á s.l. ári
og var haldinn undirbúnings-
fundur í desember. Hann var
vel sóttur og af framsöguer-
indum og umræðum þar
mátti glöggt sjá að slíkt félag
aðstandenda ætti sterkan
hljómgrunn.
Stofnun AFA er fagnaðar-
efni og óska ég Reyni Ingi-
bjartssyni einum af frum-
kvöðlum að stofnun félagsins
og nýkjörnum formanni og
stjórn félagsins allra heilla í
starfi,
Öldungaráð
Hafnarfjarðar
Í sömu viku og AFA var
stofnað þ.e. 30. mars s.l. var
haldið öldungaþing í Hraun-
seli. Til þingsins var boðað af
hálfu fjölskylduráðs Hafnar-
fjarðar og voru kynntar tillög-
ur nefndar heilbrigðisráð-
herra um framtíðarskipan
öldrunarþjónustu í Hafnar-
firði, greint frá niðurstöðum
viðhorfskönnunar um hagi
aldraðra og þjónustu og lýst
skipulagi Hafnarfjarðar til
framtíðar. Vinnuhópar störf-
uðu og skiluðu góðum hug-
myndum og kynntar voru
tillögur um stofnun Öld-
ungaráðs Hafnarfjarðar.
Hugmyndin að stofnun
öldungaráðs komu fram í
grein sem ég skrifaði í
nóvember s.l. og síðan fjallað
um hana í fjölskylduráði.
Hreyfingarnar bak við stofn-
un aðstandendafélagsins
AFA og öldungaráðs fóru því
af stað á sama tíma og hafa
unnist samhliða.
Starfsreglur fyrir Öldunga-
ráð voru staðfestar af bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar 4. apríl
s.l. og samkvæmt þeim verð-
ur skipað í ráðið í september
n.k. samkvæmt ákvæðum
um tilnefningar. Ráðinu er
ætlað að gæta hagsmuna
eldri borgara í Hafnarfirði og
vera bæjarstjórn til ráðgjafar
um þau málefni. Ýmis félaga-
samtök munu tilnefna í ráðið
og mun Félag eldri borgara
eðlilega eiga kost á tilnefn-
ingu 4 fulltrúa en aðrir færri.
Ályktun
bæjarstjórnar
Í tilefni þessara merku
tímamóta í málefnum aldr-
aðra í Hafnarfirði lagði ég
fram eftirfarandi tillögu í
bæjarstjórn og undirrituðu
allir bæjarfulltrúar hana.
Fjöldi fólks kom saman í Hraunseli, Félags-
miðstöð eldri borgara, fyrir skömmu á glæsilegum
stofnfundi nýrra samtaka, Aðstandendafélags
aldraðra, AFA. Þetta var á sama degi og Styrktar-
félag aldraðra var stofnað fyrir 38 árum og er
tilgangur AFA um margt líkur forverans þ.e. að
vinna að velferðarmálum aldraðs fólks í Hafnar-
firði. Með því að vekja athygli og auka almennan
skilning á þörfum fyrir aukna þjónustu við aldrað
fólk og stuðla að því, að slík þjónusta væri veitt.
Fimmtudagur 12. apríl 2006H4
„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir ánægju með þá almennu
hreyfingu sem er í bæjarfélaginu til stuðnings við málefni aldr-
aðra. Stofnun Aðstandendafélags aldraðra AFA og Öldungaráðs
Hafnarfjarðar eru til marks um þann mikla samhug sem ríkir um
þennan málaflokk.
Unnið verður að því í nýskipuðum starfshópi Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið að útfæra og koma í framkvæmd tillög-
um nefndar um heildræna öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Haft
verður samráð við Félag eldri borgara í Hafnarfirði og AFA um
framgang þessara mála og jafnframt við Öldungaráð Hafnar-
fjarðar þegar það hefur tekið til starfa á hausti komanda.
Markmið Hafnarfjarðarbæjar er að verða fyrirmyndarsveitarfélag
í málefnum aldraðra.“
Almar Grímsson
Spor til framfara
Stofnun Aðstandendafélags aldraðra
— A F A og öldungaráðs
Frá fjölmennum stofnfundi AFA í Hraunseli
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Bæjarhornið