Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Blaðsíða 21
www.fjardarposturinn.is 21Fimmtudagur 12. apríl 2006
Hjónin Jón Gestur Ármanns-
son, sjúkraskósmiður og Ásta
Birna Ingólfsdóttir hafa opnað
Stoðtækni, skósmiðju í hlýlegu
húsnæði að Lækjargötu 34 a. Jón
Gestur er sonur Ármanns Eiríks-
sonar, þjónustufulltrúa í
Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar,
sem er sonur Eiríks Ferdinands-
sonar, skósmiðs og bróður Gísla
Ferdinandssonar skósmiðs. Segir
Jón Gestur að skósmíðin hafi
ekki verið umflúin og að Eiríkur
afi sinn hafi verið sinn læri-
meistari.
Aðspurður segist Jón Gestur
smíða skó fyrir fatlaða og aðra
sem þurfa á sérsmíðuðum skóm
auk þess sem hann býður upp á
göngugreiningu og innleggja-
smíði. Þá býður hann upp á
almennar skóviðgerðir og tösku-
viðgerðir og víkkar meðal annars
út leðurstígvél.
Blaðamanni Fjarðarpóstsins
lék forvitni á að vita hvernig skó-
smíðin færi fram. Fyrst smíða ég
leista t.d. eftir gifsmóti sem
skórnir eru mótaðir eftir. Skórnir
þurfa ekki að vera svartir og
ljótir eins og áður var því Jón
Gestur sýndi fjölmargar myndir í
vörulista sem viðskiptavinir geta
valið úr, auk þess sem hægt er að
velja um mismunandi leður og
liti. Smíðar hann allar gerðir af
skóm en nýtir oftast sér þjónustu
þýskrar verksmiðju sem saumar
efri hluta skónna eftir sniði af
leistanum. Þá er eftir að móta
leðrið, máta og festa á sólann,
fjölmörg handtök sem tekur að
jafnaði 15-20 tíma svo skórnir
verða mjög dýrir en Trygginga-
stofnun greiðir um 90% af
kostnaði þeirra.
Segir Jón Gestur að ýmsir
þurfi þjónustu hans og nefnir að
fyrir utan þá sem eru með miklar
aflaganir þurfi sykursýkissjúkl-
ingar stundum þjónustu hans
vegna minnkunar á blóðstreymi í
fótum og þeir sem eru með mis-
langa fætur.
Skósmíðatækjabúnaðinn sóttu
þau hjón til Danmerku, hjá
skósmið í Smallegade í miðborg
Kaupmannahafnar sem var að
hætta en slík tæki liggja að
jafnaði ekki á lausu.
Af mikill skósmiðaætt
Jón Gestur Ármannsson sjúkraskósmiður opnar Stoðtækni í Hafnarfirði
Ásta Birna og Jón Gestur ánægðað vera komin í Hafnarfjörð.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Það er með ólíkindum hvað
Samfylkingin leyfir sér í jarð-
raski upp í fríðlínu Hamarsins.
Það er skelfilegt að sjá þegar
fallegt friðað svæði er skemmt
svona. Okkur nágrönnum var
lofað fagmennsku við stækkun
Flensborgarskólans og við
frágang lóðar. Ég get óskað
skólanum til hamingju með vel
heppnaða viðbyggingu. Hún
hefur heppnast vonum framar.
En svo þegar framkvæmdirnar
við frágang lóðar fóru út í það að
setja sjávarvarnagarð við Ham-
arinn, þá fengum við öll sjokk.
Þar hrundi sú hugsjón eins og
talað er um í skipulagsáætlunum
frá 2005-2025 „Hamarinn -
náttúruvætti, friðað 1984“. Á
Hamrinum eru jökulminjar og
hefur svæðið notið mikillar vin-
sældar sem útivistasvæði og þar
hafa komið að heilu rúturnar af
ferðamönnum. Trúlega er það
liðin tíð. Við vorum öll pollróleg,
því við treystum orðum bæjar-
stjórnar þegar kynning var á
stækkun skólans og frágangi
lóðar á sínum tíma. Með færri
bílastæðum hefði verið hægt að
skilja við framkvæmdir með
gullfallegu túni aflíðandi upp að
Hamrinum. Nei það skal fórna
friðlandi fyrir 10 bílastæði.
Til hamingju bæjarstjórn. Ég
tel að flest græn svæði séu á
algjöru undanhaldi í stjórnartíð
núverandi bæjarstjórnar. Það
horfa t.d. fáir sem búa í Hafn-
arfirði sáttir á Þórsplanið í dag.
Það er til lítils að gera skipu-
lagsáætlanir ef ekki er farið eftir
þeim. Hvenær skildi nú koma að
því að Hellisgerði verði að
steinsteypu?
Höfundur er íbúi við Hring-
braut og í 12. sæti á B-lista.
Þórey Matthíasdóttir:
Hamarinn affriðaður
Pitstop dekkjaverkstæði hefur
verið opnað á Helluhrauninu við
hliðina á Aðalskoðun. Eigendur
eru þeir sömu og eiga Dekkja-
lagerinn og er þar boðið upp á
fljóta og góða dekkjaþjónustu í
snyrtilegu umhverfi.
Til 1. maí verður hægt að skila
inn afrifu af auglýsingu úr
síðasta Fjarðarpósti en hún gildir
sem 1.250 kr. afsláttur á við-
skiptum og jafnframt happ-
drættismiði með 100.000 kr.
vöruútekt sem vinning.
Pitstop býður ódýr
dekk og þjónustu
Eru við hlið Aðalskoðunar
Magnús Ómarsson, Sigurður Ævarsson og Gunnar Þór Gunnarsson.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Það eru ekki vandræði í rekstri
sem varð til þess að Skúli
Þórsson, rafvirki hættir rekstri
Rafbúðarinnar í dag, eftir tæp 30
ár. Þar sem búðin er nú verða að
öllum líkindum reist íbúðarhús
og Skúli flytur verkstæðið heim í
bílskúr og mun áfram þjóna
fyrirtækjum og einstaklingum en
hættir hefðbundinni verslunar-
starfsemi.
„Ég byrjaði bakatil með
verkstæði,“ segir Skúli en árið
1977 hófst verslunarreksturinn.
„Við opnuðum á núverandi stað
um haustið 1979,“ segir Hrafn-
hildur kona hans sem hefur dag-
setningarnar á hreinu og getur
miðað við fæðingu barna þeirra
en Hrafnhildur hefur séð um
bókhaldið alla tíð en hefur
síðustu 10 ár starfað í búðinni.
Alla tíð hefur verið boðið upp
á fjölbreytt úrval raftækja en um
1993 bættust ljósin við sem
hefur verið snar þáttur í starf-
seminni. Segir Skúli að rekst-
urinn hafi verið farsæll alla tíð
og mjög ánægjulegur. Segir hann
fólk bregðast misjafnlega við
fréttum um lokuninni, allt frá því
að telja að reksturinn gangi illa
yfir í það að hann hafi misst
heilsuna. Brosir Skúli að þessu
og hverfur ánægður frá versl-
unarrekstrinum og segir nóg að
gera. Ljóst er að sjónarsviptir er
að versluninni við Álfaskeiðið.
Rafbúðin hættir rekstri í dag
Farsæll rekstur í tæp 30 ár
Hjónin Skúli Þórsson og Hrafnhildur Sigurbjörnsson í Rafbúðinni.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n