Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 28. september 2006 Þjálfarar í yngri flokkum Ómar Freyr Rafnsson (Bangsinn) 25 ára gamall Hafn- firðingur og uppalinn Hauka- maður. Hefur lokið við KSÍ IV þjálfarastigið og stefnir á UEFA B þjálfaragráðuna í janúar nk. Hefur þjálfað í 5 ár ýmist sem aðstoðar- eða aðalþjálfari og mun nú annan veturinn í röð stýra 3. flokki kvenna. Hefur sjálfur leikið knattspyrnu frá unga aldri, aðallega með Hauk- um en einnig félaginu Huginn frá Seyðisfirði. Hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari í 3. deild með Haukum og Hugin og Íslandsmeistari 2. deildar með Haukum. Starfar í íþróttaversl- uninni Intersport. Sími: 690 9003. Netfang: omarfreyr@hotmail.com Hildur Loftsdóttir 32 ára gamall Hafnfirðingur sem ólst upp hinum megin við lækinn. Er kennari að mennt og hefur meðal annars sinnt íþrótta- og sundkennslu ásamt almennri kennslu við Hvaleyrarskóla. Hefur lokið við KSÍ II þjálf- arastigið og þjálfar 7. flokk kvenna nú annað árið í röð. Hildur er handboltakona að upplagi en sá ljósið og hefur fært sig yfir í fótboltann. Sími: 693 2989. Netfang: hildur@hvaleyrarskoli.is Kristján Ómar Björns- son 25 ára gamall Hafnfirð- ingur og uppalinn Haukamað- ur. Hefur lokið við KSÍ IV þjálfarastigið og stefnir á UEFA B þjálfaragráðuna í janúar nk. Þjálfaði 2. flokk karla sl. vetur á sínu fyrsta ári í þjálfun. Þjálfar nú 5. og 6. flokk kvenna og 7. flokk karla ásamt því að vera starfsmaður knattspyrnudeild- ar Hauka. Hefur leikið tæplega 100 deildarleiki fyrir meistara- flokk Hauka og var valinn knattspyrnumaður Hauka árið 2003 og 2004. Er tónlistar- fræðingur að mennt. Sími: 695 5415. Netfang: kristjan.omar@gmail.com Ólafur Örn Oddsson 31 árs gamall Hafnfirðingur og uppalinn Haukamaður. Hefur þjálfað hjá Haukum síðan 1996 og á þeim tíma lengst af þjálfað 7. fl. karla en einnig 5. og 6. flokka karla. Ólafur Örn er kennari að mennt og kennir við Hvaleyrarskóla en hefur einnig kennt íþróttir við Áslandsskóla. Lék áður með meistaraflokki félagsins en hefur lagt skóna á hilluna. Þjálfar í ár 4. flokk kvenna, 7. flokk karla og 8. flokk barna. Sími: 694 3073. Netfang: oliorn@visir.is Albert Högni Arason 28 ára Ólafsfirðingur. Hefur margra ára reynslu sem þjálfari yngri flokka karla og kvenna hjá Leiftri , Haukum og Aftur- eldingu ásamt því að hafa séð um knattspyrnuskóla þar á bæ. Hefur lokið við KSÍ II þjálfara- stigið. Á fjölda meistaraflokks- leikja að baki í Úrvals-, 1. og 2. deild með Leiftri, Aftureldingu og Haukum. Er þjálfari 5. og 6. flokks karla. Sími: 868 3863. Netfang: abbia@visir.is HVALUR HF. Fjarðargötu 9 Árni Hilmarsson 24 ára gamall Hafnfirðingur og uppalinn Haukamaður. Hefur lokið við KSÍ III þjálfarastigið og þjálfað hjá Haukum sl. 4 ár. Leikur knattspyrnu með meist- araflokki Hauka. Árni nemur málaralistina við Iðnskólann í Reykjavík og ku vera sleipur með pensilinn. Sími: 565 3003. Netfang: dark2@visir.is Freyr Sverrisson 43 ára Suðurnesjamaður. Freyr er einn reyndasti yngri flokka þjálfari landsins og hefur í yfir áratug verið í fullu starfi sem þjálfari yngri flokka Njarðvíkur við mjög góðan orðstír. Jafnframt hefur Freyr unnið í mörg ár við þjálfun yngri landsliða Íslands og sinnt ýmsum verkefnum fyrir KSÍ. Freyr mun áfram starfa sem þjálf- ari U16 ára landsliðs Íslands samhliða þjálfuninni hjá Hauk- um. Freyr verður þjálfari 3., 4. og 5. og 6. flokks karla hjá Haukum. Heimir, Hjálmar og Þorgeir Helgi voru í góðum gír á uppskeruhátíðinni. Stelpurnar í 5. flokki voru að vonum ánægðar með verðlaunagripina sína. Sími: 897 8384. Netfang: freyr@mitt.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.