Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Page 9

Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Page 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 28. september 2006 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi var kjörin nýr formaður knatt- spyrnudeildar Hauka á aðalfundi nú í haust. Hún tekur við af Páli Guð- mundssyni sem hyggst einbeita sér að stjórnun meistaraflokks karla og verður í forsvari nýstofn- aðs rekstrarfélags meist- araflokksins. „Ég hef mikinn áhuga á að efla og þróa barna- og unglingastarfið og hef auk þess mikinn metnað fyrir hönd kvennaboltans. Meistaraflokksstúlkurnar stóðu sig mjög vel í sumar og á næsta tímabili verð- ur það mjög raunhæft markmið að komast í úr- valsdeildina,“ segir Rósa. Forvarnargildi íþrótta- iðkunar „Við bindum miklar vonir við uppbyggingu á barna- og unglinga- starfinu á næstu misser- um enda verðum við með frábæra þjálfara sem munu hafa jákvæð áhrif þar á. En iðkendurnir eru aðalmálið og við erum afar stolt af þeim glæsi- lega og ört stækkandi hópi ungra fótbolta- áhugamanna sem æfir og leikur með Haukum. Öfl- ugt foreldrastarf er mikil- vægt og hvetjum við for- eldra til að taka þátt í því. Auk þess að styrkja og styðja krakkana sjálfa og hvetja þá til æfinga, þá er þátttaka foreldra mikils virði fyrir allt starf deildar- innar. Það á líka að vera keppikefli að halda börn- um og unglingum sem lengst í íþróttaiðkun,“ segir Rósa. Nýr formaður knattspyrnudeildar Tilveran Bæjarhrauni 16 Það er alltaf gaman að sjá börn og unglinga í fótbolta, fylla heilu æf- ingasvæðin, allt iðandi af lífi og fjöri. Það stefnir í að fjöldi iðkenda knatt- spyrnudeildar Hauka verði um 500 innan skamms og er þá bæði átt við stráka og stelpur. Haukar eru með öðrum orðum orðið eitt stærsta og öflugasta knatt- spyrnufélag landsins. Fé- lagið hefur á að skipa mörgum gríðarlega efni- legum leikmönnum sem munu koma meistara- flokkum Hauka í fremstu röð á allra næstu árum. Foreldrar mikilvægir Þáttur foreldra er mjög mikilvægur í starfi íþróttafélaga og sérstak- lega hvað varðar yngri flokkana. Barna- og unglingaráð kn.d. Hauka mun á næstunni kalla saman foreldra barna og unglinga allra flokka og fara yfir starfsemi keppn- istímabilsins, koma á for- eldrastjórnum (3-5 eins- taklinga) fyrir hvern ein- asta flokk, sem taki strax til starfa. Hlutverk for- eldrastjórna er að undir- búa og sjá um allar keppnisferðir og mót, fjáröflun vegna þeirra og að bera á milli upplýs- ingar o.fl. Það er mjög mikilvægt í öllu okkar starfi að stjórnir séu virkar og vinni vel. Hvetjum börnin Það keppnistímabil sem nú er framundan er afar spennandi, mjög hæfir og metnaðarfullir þjálfarar hafa verið ráðnir til starfa og við ykkur krakkar segi ég nú er bara að byrja strax að æfa, taka á og hafa gaman að. ÁFRAM HAUKAR! Guðmundur Jónsson, form. barna- og ungl- ingaráðs kn.d. Hauka Haukar stórt félag Rósa Guðbjartsdóttir Guðmundur Jónsson Það fóru margir ungir fótboltaiðkendur heim með verðlauna- pening um hálsinn til minningar um skemmtilegt fótboltasumar. Þórður, Stefnir, Arnar og Björgvin úr 5. flokki fengu verðlaun fyrir góðan árangur. Með þeim eru þjálfarar þeirra Albert og Guðmundur. Vélaverstæði Hjalta Einarssonar Frá uppskeruhátíð barna og unglinga U m br ot : H ön nu na rh ús ið — P re nt un o g dr ei fin g: F ja rð ar pó st ui rn n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.