Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. desember 2006 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd franska kvikmyndin La femme D’á Côté eða Nágrannakonan eftir Francois Truffaut (1981). Myndin segir frá Bernard sem lifir hamingju- sömu lífi með eiginkonu sinni og syni. Dag nokkurn flytur par inn í næsta hús og þarna verða óvæntir endurfundir Bernards og konunnar sem höfðu verið í eldheitu ástarsambandi mörg- um árum áður. Leikarar: Gérard De- pardieu, Fanny Ardant og Henry Garcin. Myndin er með íslenskum texta. Jólaþorpið um helgina Opið er í jólaþorpinu á Thorsplani um halgina kl. 12-18. Á laugardaginn kl. 14 syngur Gaflarakórinn, kór Félags eldri borganna, ásamt börnum úr leikskólanum Álfabergi undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur. Ronja ræningjadóttir. Gætið ykkur á Grýlu. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir atriði úr Ráðskonu Bakkabræðra og Capri tríóið leikur. Á sunnudaginn kl. 14 verður Jólin (eru alveg að koma) í Hafnarfirði. Jólaball verður með Gunna og Felix. Varúð! Grýla að elta jólasvein. Sproti. Fríkirkjukórinn. Vinakvöld á aðventu Tónleikar Kórs Flensborgarskólans ásamt Páli Óskari og Moniku í Hamarssal Flensborgarskóla verða 16. desember kl. 16. Jólatónleikar Fríkirkjukórsins Hátíð fer að höndum ein... er yfirskrift jólatónleika Fríkirkjukórsins í Hafnar- firði sem haldnir verða á sunnudaginn kl. 17 í Fríkirkjunni. Þarna verður hátíðleg jólastemmning með léttum og skemmtilegum jólalögum í bland við hátíðlega jólasálma. Hljómsveit mun spila með kórnum og einnig verður einsöngur. Þarna gefst tækifæri til að komast í jólaskap en kórinn hefur vakið athygli fyrir léttan og skemmtilegan en jafnframt vandaðan tónlistarflutning. Stjórnandi er Örn Arnarson. Miða má kaupa hjá kórfélögum og við innganginn. Opin vinnustofa Myndlistarkonurnar Ólöf Björg, Svava K. Egilson og Alice Olivia Clarke verða með opna vinnustofu um helgina frá klukkan 14-18 bæði laugardag og sunnudag. Vinnustofan er staðsett í Dverg sem er á Brekkugötu 2 við Lækjargötu í hjarta Hafnarfjarðar. Listaspýrurnar hafa verið iðnar við sýningahald og m.a. stundað nám við Listaháskóla Íslands, Myndlistarskól- ann á Akureyri, Listaháskólann í Granada á Spáni og hjá meistara An Ho-Bum í Seoul í Suður-Kóreu svo eitthvað sé nefnt. Sjá má verk þeirra á heimasíðunum www.olofbjorg.is, www.gallerygryla.- nett.is og www.aok.is . Allir hjartanlega velkomnir í nota- legheit, fallega myndlist og veitingar sem gefa yl í takt við stemningu jól- anna. Er eðlilegt að hvetja til hjásetu í bæjarstjórn? Ekki finnst mér það og í raun óeðlilegt að bæjarfulltrúi gagnrýni aðra fyrir að gefa upp afstöðu sína í máli. Allt of oft kjósa stjórnmála- menn að sitja hjá í atkvæðagreiðslu ef þeim hugnast ekki tillaga eða jafnvel flytjendur tillögunnar. Heyrst hafa harðar ræður í bæjar- stjórn þar sem bæjarfulltrúar hafa harðlega mót- mælt ákveðnum tillögum og sitja svo hjá við at- kvæðagreiðslu. Við höfum ekkert að gera við fólk í bæjarstjórn sem ekki þorir að taka afstöðu. Í vissum tilvikum getur verið réttlætanlegt að sitja hjá ef viðkomandi hefur ekki náð að kynna sér málefnið sem kjósa á um nægilega. Slík staða á hins vegar ekki að koma upp og ósættanlegt að fólk mæti illa undirbúið á bæjarstjórnarfund. Við bæjarbúar kusum fólk í bæjarstjórn til að taka ákvarðanir, ekki til að komast hjá því að taka þær. — Hátíð jólanna er á næsta leyti og hraðinn eykst. Auðvitað ætti því að vera öðruvísi farið og við ættum að gefa okkur betri tíma til að undirbúa jólahátíðina í friði og spekt. Kannski erum við að keppast að því að komast í þetta skap og gleymum okkur í undir- búningnum. Sjálfur hef ég sjaldan haft meira að gera í desember en síðustu 5 ár mín með Fjarðarpóstinum. Oft áður hafði ég það frekar rólegt í desember og þeirra tíma sakna ég. Hins vegar er mér að lærast með tímanum að halda sönsum í asa jólablaðanna og veit að allt blessast þetta einhvern veginn og jólin verða á sínum stað hvort sem ég hafi gert allt sem ég hef ætlað mér fyrir jólin. Það sem ekki næst fyrir jólin má gera eftir jól, svo einfalt er það. Kirkjur bæjarins eru opnar bæjarbúum á aðventunni og þangað er gott að fara og eiga frið með sjálfum sér og skapara sínum. Guðni Gíslason Víðistaðakirkja 3. sd. í aðventu 17. desember Fjölskylduhátíð kl. 11:00 Sýndur verður helgileikur í flutningi Barnakórs og Unglingakórs Víðistaðakirkju undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur, einsöngvara og hljóðfæraleikara, fermingarbarna, starfsfólks kirkjunnar, systrafélagskvenna og sóknarnefndarfólks. Organisti: Úlrik Ólason. Veitingar verða í safnaðarheimilinu á eftir í boði Systrafélags Víðistaðakirkju. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur 11. Reykdalsfélagið, beiðni. Lagt fram erindi stjórnar Reykdalsfélagsins þar sem farið er þess á leit við Hafnarfjarðarbæ að fá Reykdalsvirkjun til vörslu og varðveislu. 18. Sparisjóður Hafnarfjarðar Bæjarlögmanni falið að athuga nánar rétt bæjarfélagsins varð- andi þær breytingar sem tilkynnt- ar hafa verið um Sparisjóð Hafn- arfjarðar. 7. Stapahraun 7-9, Atvinnuhúsnæði breyting Merlin ehf /S7 ehf sækir 24.11.06 um að breyta húsnæðinu í gistiheimili samkvæmt teikn- ingum Ársæls Vignissonar dags. 10.11.06. Tillagan var til umfjöll- unar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.11.06 og vísað til Skipulags- og byggingar- ráðs. Frestað á síðasta fundi. Þar sem svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði á aðalskipulagi Hafnarfjarðar, og skv. skipulags- reglugerð er einkum gert ráð fyrir umfangsmikilli iðnaðarstarfsemi eða starfsemi sem talið geta haft mengun í för með sér á slíkum svæðum, telur skipulags- og bygg- ingarráð gistiheimili ekki eiga heima á svæðinu og synjar erindinu. 8. Stapahraun 7-9, Atvinnuhúsnæði Merlin ehf sækir 25.10.2006 um leyfi til að byggja nýtt atvinnu- húsnæði á lóðinni Stapahraun 7-9, samkvæmt teikningum Ársæls Vignissonar dagss.12.9.2006. Samþ. meðeiganda í lóð liggur fyr- ir. Nýjar teikningar bárust 03.11.2006 ásamt bréfi frá um- sækjanda. Erindið var til umfjöll- unar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 15.11.06 og vísað til Skipulags- og byggingar- ráðs. Frestað á fundi 25.11.06. Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa. Vegna fram- kominna athugasemda þá er vakin athygli heilbrigðiseftirlitsins á að taka málið til meðferðar. Jólaljósin í Hafnarfjarðarkirkjugarði Ljósin verða afgreidd frá og með laugardeginum 16. desember til og með laugardagsins 23. desember Opið frá kl 13 - 19 alla daga Lokað aðfangadag Ingibjörg Jónsdóttir Sími 692 2789 Hó hó hó núna er Stekkjastaur búinn að setja í skóinn og er alveg óður í að koma í heimsókn og heilsa uppá heimilisfólk í Hafnarfirði og nágrenni. Sendið honum endilega póst á jakbj@simnet.is eða öllu heldur umboðsmanni hans því að hann kann ekkert á tölvu sjálfur... Kæst Þorláksmessuskata mild – sterk – söltuð

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.