Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Síða 14

Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Síða 14
14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. desember 2006 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson Eldsneytisverð 13. desember 2006 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 111,2 112,0 Atlantsolía, Suðurhö. 111,2 112,0 Esso, Rvk.vegi. 112,7 113,5 Esso, Lækjargötu 112,7 113,5 Orkan, Óseyrarbraut 111,1 111,9 ÓB, Fjarðarkaup 111,2 112,0 ÓB, Melabraut 111,2 112,0 Skeljungur, Rvk.vegi 112,7 113,5 Öll verð miðast við sjálfsafgreiðslu og eru fundin á vefsíðu olíufélaganna. 4 lítið notuð nagladekk, 155/70x13 til sölu. Uppl. í s. 690 3273. Óska eftir 3ja herbergja íbúð í Hafnarfirði. Verðhugmynd á bilinu 80 – 100.000 krónur á mánuði. Uppl. Í síma 896 3163. Þriggja herbergja íbúð til leigu í Hafnarfirði (Norðurbæ) í fjóra mánuði, frá 2. janúar til 30. apríl 2007. Upplýsingar í síma 892 5655 Hjólinu mínu var stolið. Það var blátt Puma, Pro style, með dempurum að aftan og framan. Það voru engin bretti á því, ekki heldur bögglaberi. Gírar eru í haldfanginu. Ég sakna þess sárt því að það var nýkomið úr viðgerð sem var ekki ódýr. Ég heiti Telma Rut s. 690 0992. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Tapað - fundið Húsnæði í boði Húsnæði óskast Til sölu www.vaxtarvorur.com Spjallvefur um líkamsrækt Gjafakort í nudd í jólapakkann Heilsustofa Lilju og Ella Bæjarhrauni 2, 2. h. sími 699 0858 HEILSA Fjárfestu í líkamanum og komdu þér í gott form með Herbalife. Heilsuráðgjöf, eftirfylgni. Ingibjörg, hjúkrunarfr. 691 0938 Ef við lítum til málefna liðinnar viku kemur í ljós ýmislegt forvitnilegt hefur átt sér stað í okkar samfélagi. Alþingi íslendinga fór í jólafrí, er það ekki vel í látið að fara í jólafrí 9. desember og koma aftur til þing- starfa 15. janúar 2007. Er þetta til að auka virðingu almennings fyrir alþingi og al- þingismönnum ég held ekki. Ég man ekki betur en t.d. danska þingið hafi verið starfandi alveg fram á Þorláksmessu á síðasta ári. Er svona lítið að gera fyrir blessaðan þingheim, eða hvað er málið ? Það virðist vera að allir þingflokkar alþingis séu þess sinnaðir að nauðsynlegt sé að hafa svona langt jólafrí. Þeir eru sjálfsagt yfir sig þreyttir. Ég held að mál sé komið til að endurskoða störf og starfstíma alþingis. Hann er alls ekki í takt við okkar þjóðfélag í dag, hvorki gagnvart þingsetningu á haustin eða þinglokum á vorin. Nú virðist Alþingi t.d. starfa til cirka 15. apríl ef ég man rétt. Eða um það bil 5 mánuði á þessu þingtímabili, eða réttara sagt á einu ári og fá vitanlega laun fyrir 12 mánuði. Þessi tilhögun er alls í takt við hinn venjulega þjóðfélagsþegn. Það hefur komið fram síðustu daga að 4600 börn búa innan við fátækramörk á Íslandi. Land sem hefur verið þekkt fyrir og gefið sig út fyrir að vera land allsnægt- anna. Er þessi tala ekki ógnvekjandi og skýrt dæmi um misskiptingu í þessu þjóðfélagi. Einnig sýnir þessi tala hverskonar ríkisstjórn hefur ráðið hér ferðinni undanfarin ár. Sýnir þessi tala okkur einnig hversu bráð- nauðsynlegt er að gefa upp á nýtt, skipta um fólk í brúnni 12. maí 2007. 4600 einstaklingar er um það bil sá fjöldi er fæðist árlega hér á landi, hugsið ykkur. Slys á þjóðvegum landsins hafa verið geigvænleg á undanförnum vikum og mánuðum. Er ekki komin þörf á endurskoðun á dreifingu fjármagns á fjárlögum? Ég álít það löngu tímabært að skipting fjármagns á fjárlögum þessa lands sé breytt og hugsað um heildarhagsmuni en ekki verið endalaust í sértækum aðgerðum hingað og þangað um land vort. Ég vil t.d. benda á að með þeirri kjördæmaskipun sem nú er má varla búast við skynsamlegri úthlutun fjár okkar úr fjárlögum. Það verður að breyta landinu öllu í eitt kjördæmi þá fyrst má búast við að hið svokallaða kjördæmapot minnki. Þá er hugsanlegt að heildræn og viturleg framkvæmd verði á út- hlutun fjár til vegaframkvæmda t.d. Það hefði verið skynsamlegt að nota meira af söluandvirði Landssímans til vegafram- kvæmda. Sú ákvörðun hefði verið í réttu framhaldi af því að Lands- síminn var á sínum tíma ein mesta nútímavæðing til samgöngu og samskiptamála okkar íslendinga í upphafi tuttugustu aldar. Íslendingar krefjast þess í dag að vegakerfi landsins sé stórbætt, þá fyrst á suðvesturhorninu austur yfir Hellisheiði og Vesturlands- vegur. Annað er alls ekki boðlegt í dag, það er komin 21. öldin, ef stjórnarherrarnir vita það ekki. Öldungaráð Hafnarfjarðar hóf starfsemi sína á haustmánuðum og er að byrja að fóta sig. Þar sem undirritaður er stjórnarmaður í Öldungaráði Hafnarfjarðar vil ég lýsa yfir mikilli ánægju minni yfir því afli sem ég tel að þar muni koma til eflingar eldri borgurum þessa sveitarfélags. Ég er sannfærður um að þeir aðilar sem þar koma að stjórnarstörfum munu vinna af alefli að hagsmunamálum eldri borgara, bæði á sveitarstjórnar- vísu og landsvísu. Við munum starfa sem samviska eldri borgara þessa bæjar og ekkert mannlegt láta okkur óviðkomandi er til hagmuna eldri borgara kemur. Vonandi mun sjá þess merki á næstu mánuðum og árum. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Hugsað upphátt Jón Kr. Óskarsson www.gaflarinn.net Kæst Þorláksmessuskata mild – sterk – söltuð Helgin var róleg í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði. Nokk- uð bar á ölvun á laugardags- kvöldið, en allt fór það fram án stóráfalla. Á föstudagsmorguninn var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Bæjarhraun í Hafnarfirði og á sunnudagsmorgun um innbrot í Golfskálann á Hvaleyri. Þaðan var stolið stórum skjá. Aðfara- nótt mánudags handtók lögregl- an þrjá menn sem voru við innbrot í Hafnarfirði. Þeir gista nú fangageymslur og bíða yfir- heyrslu. Á sunnudagsmorgun var til- kynnt um þjófnað á bifreiðinni BU-206 frá Miðhrauni í Garða- bæ. Bifreiðin er Lancer, grá. Á laugardagskvöldið naut lög- reglan enn á ný aðstoðar björg- unarsveita, þegar mikið hvass- viðri og mikil úrkoma gengu yfir. Ekki er vitað um að tjón hafi hlotist af veðrinu. Þrjú mál tengd fíkniefnum komu til kasta lögreglunnar um helgina, öll eftir hefðbundið um- ferðareftirlit. Hald var lagt á kannabisefni og einnig 10-15 skammta af LSD. Níu umferðaróhöpp voru til- kynnt til lögreglu þessa helgi. Öll voru þau slysalaus. Þá hafði lögreglan afskipti af 9 ökumönnum vegna umferðar- lagabrota, þar af 3 vegna hrað- aksturs. Úr dagbók lögreglunnar Innbrot í Golfskálann Undanfarnar vikur hefur verið mikið um að vera við leik- skólann Hjalla við Hjallabraut. Unnið hefur verið að stækkun skólans frá því í vor og nú hefur viðbyggingin verið tekin í notkun. Þar eru tveir kjarnar/- deildir, rúmgóður salur, setustofa starfsfólks, skrifstofa skólans og stórkostlegt eldhús og þvottahús sem er vel búið nýjustu tækjum. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á eldri hluta hússins, sem var byggt árið 1989. Þar hefur verið málað og pússað, smíðað og lagfært, auk þess sem keypt voru ný húsgögn og búnaður. Syðsti hluti leik- skólans er nú tilbúinn og er nán- ast eins og nýtt hús! Drengja- kjarnarnir tveir fluttu yfir í suðurhlutann nú í vikunni og eru þeir alsælir að vera komnir á nýja kjarna þar sem allt er svo fínt og flott. Enn er haldið áfram að lagfæra eldri hluta Hjalla, ver- ið er að vinna í miðrýminu og þegar því er lokið verður farið í framkvæmdir við þann hluta hússins sem tengir saman gamla og nýja hlutann. Fasteignafélag Hafnarfjarðar hefur staðið að framkvæmdunum og fyrirtækið Feðgar ehf. sér um verkfram- kvæmdir. Þegar framkvæmdum verður lokið verða um 160 börn í leikskólanum og eru því lausar stöður í boði fyrir fólk sem hefur áhuga á að starfa í leikskóla sem er móðurskóli Hjallastefnunnar, heildtækri jafnréttisstefnu á leik- og grunnskólastigi. Leikskólinn Hjalli stækkar! Þeir voru spenntir litlu krakk- arnir sem fluttu spjöldin og dótið sitt í nýja leikskólann en sum hafa verið til bráðabirgða í skátaheimilinu Hraunbyrgi. Lj ós m .: S m ár i G uð na so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.