Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Blaðsíða 16
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar- bæjar var lögð fram á bæjar- stjórnarfundi á þriðjudaginn. Í henni kemur fram að áætlað er að skatttekjur aukist um 111,5% miðað við áætlun 2006 og mun- ar þar mestu um hækkun á fast- eignasköttum um 22%. Til fróð- leiks má geta að íbúum bæjarins fjölgaði um 5,5% á milli ára en nemendum grunnskólanna fjölg- ar aðeins um 0,8%. Áætlað er að veltufé frá rekstri A-hluta er 5,2% skv. útkomuspá fyrir 2006 en var áætlað 5,7% en áætlað er að það verði 5,5% fyrir 2007. Afskriftir eru skv. útkomu- spá 4,8% en var áætlað 5,1% og gerir áætlun 2007 ráð fyrir 4,7% afskriftum. Áætlað er að tekjur aðalsjóðs, þ.e. reksturs málaflokka, hækki um 899 millj. kr. eða um 11,5%. Rekstur málaflokka verður 12% dýrari en árið 2006 skv. áætlun og munar mestu um hækkun til æskulýðs- og íþróttamála um 30,2% og hækkar um 216 millj. kr. og 11,1% hækkun til fræðslu- mála um 534 millj. kr. Þó nokkr- ar tilfærslur eru á milli mála- flokka, sérstaklega á umhverfis- sviði m.a. vegna tilkomu eigna- sjóðs eða fasteignafélagsins. Þá er gert ráð fyrir að nettó fjármagnstekjur aukist um 118 millj. kr. eða um 38.3% sem færir rekstrarniðurstöðu aðal- sjóðs í 79 millj. kr. í afgang á ó móti 28 millj. kr. afgangi skv. áætlun 2006. Helstu framkvæmdir í ný- byggingu fasteigna á árinu 2007 verða 2. áfangi Hraunvallaskóla í Vallahverfi, ný sundmiðstöð á Völlum, framkvæmdir við íþróttamiðstöðina í Kaplakrika og nýr leikskóli á Völlum. Þá standa yfir og verður framhaldið umfangsmiklum gatnagerðar- framkvæmdum í Áslandi og Völlum og í Hellnahrauni fyrir vel á annan milljarð kr. Unnið verður að umhverfisverkefnum á miðbæjarsvæði við Lækinn frá Hverfisgötu að Strandgötu og umhverfis Byggðasafnið við Vesturgötu. Þá verður farið í endurbætur á Hellisgerði og áframhaldandi uppbyggingu úti- vistarsvæðis við Hvaleyrarvatn. Umræður verða um fjárhags- áætlunina á næsta fundi bæjar- stjórnar að viku liðinni. 16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. desember 2006 Áfram Haukar! Við kunnum að meta eignina þína! Nýir eigendur bjóða ykkur velkomin á g2 / cut hárstúdíó lækjargötu 34b 565 5400 ... málið er bara eitthvað gott fyrir hárið ... bed-head tigi catwalk d:fi crew-shave Skv. upplýsingum Hrannars Pétursson, upplýsingafulltrúa Alcan á Íslandi er stefnt að því að ljúka samningaviðræðum við Landsvirkjun um raforkuverð vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík. Nýr yfirmaður álframleiðslu- sviðs Alcan frá 1. des. var hér á landi í vikunni og kynnti sér starfsemina í Straumsvík og átti m.a. fund með bæjarstjóra. Hrannar staðfesti við Fjarðar- póstinn að það væri vilji Alcan að stækka ef aðstæður væru hagstæðar og raforkuverðið væri einn síðasti liðurinn í jöfnunni þannig að þegar það lægi fyrir væri hægt að reikna dæmið til enda. Hvenær endanleg ákvörðun liggi fyrir gat Hrannar ekki sagt til um en reiknaði með því að það gæti verið fljótlega. Miðað við að raforkuverð liggi fyrir í lok ársins og að vilji sé um að kjósa um málið fyrir alþingis- kosningarnar er ekki óvarlegt að áætla að ákvörðun Alcan geti legið fyrir fyrir janúarlok. Ákvörðun tekin í janúar? Samningar Alcan við Landsvirkjun á lokastigi Tignarleg norðurljós yfir Hafnarfirði sem enginn hefur virkjað - enn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Róðurinn þyngist Bæjarstjóri nefnir vísbendingu um bjarta framtíð

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.