Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Side 19

Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Side 19
www.fjardarposturinn.is 19Fimmtudagur 21. desember 2006 Stórkostleg blanda af Skafís Tiramisu með súkkulaðihjúp og súkkulaðihnetufyllingu – dásamlegur eftirréttur að hætti Ítala. Ís í fullum blóma fullkominn ísréttur Ísblómmmm ... mmm Cappuccino Tiramisu Hinn fullkomni unaður. Blanda af Skafís Cappuccino með súkkulaðihjúp og súkkulaðispænum – ís sem bræðir hvern sem er. A R G U S 0 6 -0 6 8 9 Í haust hófst skólastarf í nýju húsnæði Hraunvallaskóla við Drekavelli 9. Í vetur eru um 250 nemendur í 1. - 7. bekk og 100 nemendur á leikskólastigi. Húsnæðið er hannað fyrir leik- og grunnskóla og er þetta í fyrsta sinn sem slíkur skóli er hannaður og byggður fyrir bæði skóla- stigin hér á landi. Á heimasíðu skólans er að finna nánari upplýsingar um skólann og umsóknareyðublöð www.hraunvallaskoli.is Í skólanum eru lausar stöður: • Kennara á yngsta stigi • Sérkennara • Skólaliða • Leikskólakennara og annars uppeldismenntaðs starfsfólks Frekari upplýsingar um laus störf gefa Einar Sveinn Árnason skólastjóri einar@hraunvallaskoli.is sími 6645872 og Guðrún I. Sturlaugsdóttir aðstoðarskóla- stjóri gudrunst@hraunvallaskoli.is sími 6645873. Sigrún Kristinsdóttir leikskóla- stjóri sigrunk@hraunvallaskoli.is sími 6645835 og Sigríður Ólafsdóttir aðstoðar- leikskólastjóri siggaola@hraunvallaskoli.is sími 8917888. Vilt þú slást í hópinn með áhugasömu og jákvæðu starfsfólki og taka þátt í því að móta og byggja upp nýjan skóla? Vakin er athygli á að í 4. gr. reglugerðar um húsaleigubætur nr. 118/2003 segir meðal annars: „Sækja þarf um húsa- leigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitar- félagi eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki afgreiddar vegna þess mánaðar.“ Til þess að eiga rétt á húsaleigubótum 1. janúar 2007 þarf Félagsþjónustunni í Hafnarfirði að berast umsókn um húsaleigubætur fyrir 17. janúar 2007, ásamt skattframtali 2006. Húsaleigubætur Við Hafnfirðingar eigum tak-markað byggingarland undir íbúa- byggð. Það afmarkast í grófum dráttum af landamærum við vini okkar í Garðabæ, vatnsverndarsvæðinu fyrir ofan bæinn og þynningarsvæði Álvers Alcan í Straumsvík. Íbúum Hafnarfjarðar hefur fjölgað verulega á liðnum árum, eða á bilinu 3-5% á ári og stefnir í að sú fjölgun muni halda áfram. Framtíð byggðar á höfuð- borgarsvæðinu stefnir í suðurátt meðfram ströndinni í áttina að Reykjanesbæ, sem þýðir að eftir- spurn eftir íbúðabyggð frá Völlum og suðurúr verður stöðugt meiri. Þegar kjósa á um stækkun álvers- ins stöndum við Hafnfirðingar frammi fyrir valkosti um hvernig við viljum nýta það land sem við eigum í framtíðinni. Tvær veigamiklar spurningar Ég tel að tveimur veigamiklum spurningum þurfi að svara til að geta tekið afstöðu með eða á móti stækkun. Í fyrsta lagi hvaða fjár- hagslega þýðingu hefur þetta fyrir bæjarfélagið og í öðru lagi hvern- ig snertir þetta stefnu okkar og framtíðarsýn í skipulags - og umhverfismálum. Fjárhagsleg þýðing fyrir bæinn Vegna spurningar um fjárhagslega þýðingu fyrir bæjarfélagið hafa komið fram mjög misvísandi skilaboð um fjárhagslegan ávinning af stækkun. Í fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir árið 2007 kemur fram að greiðslur til bæjarins á næsta ári verða um 170 milljónir en Alcan segir að eftir stækkun hækki þessi fjárhæð í 800 milljónir. Aðrir sér- fræðingar hafa bent á að mun meira fáist fyrir nýtingu landsins undir blandaða byggð íbúða, iðn- aðar og þjónustu. Við Hafnfirð- ingar eigum að gera þá kröfu til bæjaryfirvalda að fengin verði óháður aðili til að meta fjárhags- legan ávinning af stækkun álvers- ins fyrir bæjarsjóð til framtíðar. Bókun í Umhverfisnefnd Á seinasta fundi Umhverfis- nefndar-SD21 lagði ég fram bók- un þar sem hvatt er til þess að: ,,Hafnarfjarðarbær fái Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands til að gera kostnaðar/ábatagreiningu á þeim valkostum sem landnýting á framtíðar byggingarlandi Hafn- arfjarðar til næstu 50 ára hafi fyrir Hafnarfjörð. Þar verði meðal ann- ars skoðaðir eftirfarandi þættir málsins: 1. Álverið fái framkvæmdaleyfi til stækkunar í 460.000 tonna ársframleiðslu. Hvað þýðir það fjárhagslega fyrir bæjarfélagið (ábati/kostnaður). 2. Álverið fái ekki framkvæmda- leyfi heldur starfi áfram óbreytt. Taka skal tillit til upplýsinga frá Alcan um að álverið muni að öllum líkindum leggja niður starf- semi sína í Straumsvík eftir 7-10 ár ef stækkun nær ekki fram að ganga. 3. Fjárhagsleg áhrif þess að nýta þynningarsvæði álversins eftir brotthvarf álversins sem er álíka stórt og allt byggt land Hafnar- fjarðarbæjar í dag undir aðra starf- semi svo sem blandaða byggð iðnaðar, verslunar, opinberrar þjónustu og íbúðabyggðar. Hver er ábatinn fyrir bæjarfélagið og hver er kostnaðurinn? Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Takmarkað byggingarland Bergur Ólafsson

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.