Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.04.2008, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 17.04.2008, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 17. apríl 2008 ÞÚ HÝRI HAFNARFJÖRÐUR Kvennakór Hafnarfjarðar Vortónleikar í Víðistaðakirkju Laugardaginn 19. apríl 2008 kl. 15:00 Stjórnandi: Erna Guðmundsdóttir Píanó: Antonía Hevesi Fiðla: Hjörleifur Valsson www.kvennakorinn.org Miðaverð í forsölu: 1.500 krónur Miðaverð við innganginn 2.000 krónur Forsala aðgöngumiða er hjá kórkonum og í síma 858-6737 Umsóknarfrestur í orlofshús félagsins 2008 Umsóknarfrestur í orlofshús félagsins í sumar er til 22. apríl. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu félagsins að Reykjavíkurvegi 64 og á netsíðu félagsins www.hlif.is/orlofshus. Stjórnin Ástjarnarkirkja Sunnudagurinn 20. apríl Sunnudagaskólinn kl. 11 Gleðileg barnastund Gospelmessa kl. 20 Athugið breyttan messutíma! Léttsveifla með gospelsöng kórsins. Hjörtur Howser, Egill Rafnsson, Haraldur Þorsteinsson ásamt Helgu Þórdísi tónlistarstjóra kirkjunnar sjá um tónlist. Prestur sr. Kjartan Jónsson. Kaffisopi og rabb á eftir í safnaðarheimili. 22. apríl Kl. 10 - 12 Foreldramorgun fyrir heimavinnandi foreldra. Kl. 20.15 - 22 Gönguhópur kvenna Gengið frá kirkju í 45 mínútur en síðan verður kaffispjall og bæn fyrir svefninn. Allar konur velkomnar, líka þær sem eru utan sóknar. Sunnudagurinn 27. apríl kl. 11 Sunnudagaskólinn fer í vorferð. Börn og foreldrar velkomnir. Grillaðar pylsur, leikir, sungið og spjallað. Lagt af stað frá Ástjarnarkirkju kl. 11. www.astjarnarkirkja.is Það hefur stundum verið haft á orði að verið sé að „kjafta hlutina upp“ eða „kjafta þá niður.“ Um - ræðan sem ég heyri stundum um Vallahverfið í Hafn ar - firði minnir mig á þetta. Og því miður á þann hátt að verið sé að tala niður gæði þess. Fyrst þegar ég keyrði framhjá hverf - inu sá ég ekkert nema blokkir liggja í sveig um það, ekkert augna - yndi. Þegar ég síðan fór að vinna þar s.l. haust sem prestur fór ég að sjá fleiri hliðar á hverfinu. Ég tók eft ir atriðum sem ekki hafa verið dregin fram í dagsljósið. Það eru kostir sem vega upp á móti kuldalegri ásýnd við fyrstu sýn. Kostir Valla Fyrir það fyrsta þá er þetta mjög barnvænt hverfi. Þungu um ferðinni er beint hringinn í kringum hverfið þannig að minni óþarfa umferð verður inn í hverf - inu og minni slysahætta. Sum um leiðast hringtorgin en saman - borið við umferðaljós eru þau miklu skilvirkari. Þau halda hrað anum vel niðri án þess að maður hossist stöðugt yfir hraða - hindranir. Þetta er því öruggara umhverfi fyrir börnin og hef ég heyrt á máli foreldra að þau séu áhyggjulaus að leyfa börnunum að leika úti. Góð íþróttaaðstaða hjá Hauk - um er í göngufæri fyrir börn og fullorðna og brátt munum við njóta sundmiðstöðvar í hverfinu. Aðstaða til íþróttaiðkunar er lífs - gæði og ekki síður að það er í göngu færi. Hverfið er lárétt svo að auðvelt er að nota hjól, keyra vagna og ganga. Bærinn hefur lagt ljómandi fína göngustíga. Þeir opna nýja ásýnd á um - hverfið. Hraunið hefur fengið að halda sér víða og það er sjarminn sem lyftir hverf inu upp. Hraun - boll ar með berjalyngi verða að leiksvæði fyr - ir börnin og inn á milli eru leiktæki án þess að þau eyðileggi náttúru - upp lyfunina. Yngra fólk með börn virðist sjá þetta því fjöldi barna undir 16 ára aldri er yfir meðaltali. Íbúð ar verð hefur vitaskuld líka áhrif, en það er hagstæðara en víða í bæn um. Ástjarnar kirkja er með frjótt starf fyrir börnin frá sunnu daga skóla upp í starf fyrir 16 ára og eldri. Við höfum verið í kirkju sel inu við Kirkjuvelli frá miðj um sept - ember, þannig að við erum enn að kynnast hverf inu og tengj ast eins og reyndar allir íbúar þess. Ástjörnin hefur sitt aðdráttar - afl. Þar eru göngustígar um kring og gaman að fara niður að vatn - inu. Nándin við náttúruna eru gæði Valla. Það er stutt út í óspillt hraun ið, Ásfjall, Hvaleyrarvatn og Krýsuvík. Fjallahringurinn frá Helga felli að Keili er fallegur. Allt eru þetta lífsgæði þó að aurar og krónur liggi ekki endi lega að baki. Einnig vil ég nefna að vegna starfs míns hef ég komið í nokkur hús í hverfinu, það hefur vakið athygli mína hve skipulag þeirra virðist gott. Gefum Vallahverfinu verðskuldað tækifæri Fyrir skemmstu var fundur í Bæjarbíói um skipulag borga og bæja. Margt athyglisvert kom þar fram. M.a. að gróska í Valla - hverfi ætti undir því að gott mann líf þrifist í miðbænum. Í umræðum kom m. a. fram nei - kvæð ur tónn gagnvart Valla - hverf inu. Konu sem býr þar sárn aði og hún lýsti því hve fag - urt útsýnið gæfi henni mikið og hve henni liði vel í hverfinu. Ég held það sé kominn tími til að Hafnfirðingar hætti að halda því á lofti að þarna hafi fyrrum öskuhaugar okkar verið en skapi því þess í stað tækifæri til að vaxa og dafna. Miðbæjarhlutinn í hverfinu, frá hringtorginu við Ástjörn að Bónus er heldur sundurleitur sem stendur. Það væri gott að aðilar þar tengdust böndum um að skapa aðlaðandi miðju sem svo einkennilega vill til að er í útjaðri hverfisins. Sem for svars - mað ur Ástjarnarkirkju vil ég leggja lóð á vogarskálarnar að lífga þá miðju upp. Höfundur er sóknarprestur í Ástjarnarsókn. Hvað segir Jón á Völlunum? sr. Bára Friðriksdóttir L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.