Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.04.2008, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 17.04.2008, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. apríl 2008 ÖKUKENNSLA Kenni á bíl, létt bifhjól og mótorhjól. Akstursmat Birgir Bjarnason ökukennari Upplýsingar í síma 896 1030 Grænn lækur Mörgum brá í brún sl. fimmtu - dag þegar þeir sáu Hamars - kotslækinn skærgrænan á köfl um og höfðu áhyggjur af mengun. Svo reyndist þó ekki vera því að sögn Reynis Kristjánssonar, yfirverkstjóra hjá Hafnar fjarðar - bæ var verið að prófa virkni lagna með skaðlausu litarefni. Hins vegar sagði Reynir ein - hverja mengun vera í læknum en þá mest af völdum gríðarlegs magns af fugladriti. Þú fagra vor Vortónleikar Karlakórsins Þrasta bera að þessu sinni nokkurn keim af 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar, en Þrestir fagna um þessar mundir 96 ára afmæli. M.a. verða sungin lög eftir hafnfirsk tónskáld, s.s. Friðrik Bjarnason, Matthías Á. Mathiesen, Árna Grétar Finnsson og Árna Gunnlaugsson en hann samdi lagið “Þú fagra vor” árið 1973. Einnig verða sungin lög við ljóð hirðskálds Karlakórsins Þrasta, Kristjáns Ragnarssonar, s.s. “Heill þér milda móðir” og “Fáum okkur öl í krús.” Einnig mun kórinn syngja þekkta kóra úr óperum en söngskráin er fjölbreytt að vanda. Með kórnum syngur Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari, undirleikari er Jónas Þórir en kórstjórnandi Jón Kristinn Cortez. Tónleikarnir eru á eftirfarandi dögum: – Sunnudaginn 20. apríl í Víðistaðakirkju kl. 16 – Miðvikudaginn 23. apríl í Hafnarborg kl. 20 – Fimmtudaginn 24. apríl (sumardaginn fyrsta) í Neskirkju í Reykjavík kl. 16 – Laugardaginn 26. apríl í Grafarvogskirkju í Reykjavík kl. 16 Auk þess syngja Þrestir í Skálholtskirkju 1. maí kl. 16 og í Haukahúsinu í Hafnarfirði fimmtudaginn 1. júní í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar en þar kemur fram 700 manna kór við undirleik kammersveitar og sinfóníuhljómsveitar. Góða skemmtun! Friðrik Bjarnason Matthías Á. Mathiesen Árni Grétar Finnsson Árni Gunnlaugsson og fl. F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 4 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Haukar Íslands - meistarar FH í úrvalsdeildina Haukar tryggðu sér Íslands - meistaratitilinn í handbolta karla þegar fjórir leikir voru eftir. Liðið sigraði svo Akureyri á þriðjudag og eru með 10 stiga forystu og hefur sýnt að Haukaliðið er lang sterkasta liðið í úrvalsdeild. FH-ingar leika svipaðan leik í 1. deild karla, hafa tryggt sér sigur í deildinni og eiga þrjá leiki eftir og einn leik til góða á næsta lið. Hafnfirðingar munu því sjá á ný bæði Hafnarfjarðarliðin í úrvals deild næsta vetur. Fagurgrænn lækurinn. L j ó s m . : S m á r i G u ð n a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.