Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.04.2008, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 17.04.2008, Blaðsíða 2
Með sinn sérstaka stíl Skátakórinn býður til afmælistónleika í tilefni af tíu ára starfsafmæli sínu í húsi Rauða Krossins, Strandgötu 24 á laugardaginn kl. 15. Á efnis skránni spann ar brot af því besta sem kórinn hef ur flutt á ferli sínum og saman - stendur af skátalögum, þjóð lögum, dægur lögum, popptónlist og söng - leikjalögum. Stjórnendur: Kirstín Erna Blön dal og Örn Arnarson og hljóm - sveitina skipa þeir: Jóhann Hjö rleifs - son, trommur, Jón Rafns son, bassa, Skarp héðinn Þór Hjart ar son, hljóm - borð og Örn Arnar son, gítar. Að - gangseyrir er kr. 500 en ókeypis er fyrir börn. Síðasta sýningarhelgi Um helgina er síðasta sýningarhelgi 100 ára afmælissýningarinnar í Hafnarborg. Sænsk og spænsk í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands sænsku kvik - myndina Elvira Madigan. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. apríl 2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Nú hafa „sjálfboðaliðar“ hreinsað stóran hluta bæjarins í átakinu Umhverfisvaktinni. Sjaldan hef ur bærinn verið svo laus við drasl svona snemma vors og ber það að þakka. Þá er bara komið að næsta skrefi, að það sem þessir hópar ná ekki að gera verði gert af starfsmönnum bæjarins eða verktökum. Búið er að sópa götur víða um bæinn en gangstéttar og bílastæði eru víða ein sandhrúga og nauðsynlegt er að þessi svæði verði hreinsuð. Þar geta bæjarbúar lagt lið með því að taka fram strákústinn og sópa fyrir utan hjá sér, sópa þar sem tæki ná ekki til og sópa undan bílum sínum ef þeir standa við götu eða sjá til þess að hann sé ekki fyrir þegar hreinsað er. Ég hef áður þrýst á þátttöku bæjarbúa við hreinsun bæjarins og geri enn þó ég kalli á miklu meira framlag og skipulegra frá bæjaryfirvöldum. Þegar ekið er um bæinn, gengið eða hjólað um stíga má víða sjá skemmdir vegna veðrunar, snjómokstur eða að elli kerling hefur sett svip sinn á. Skipulega þarf að taka á svona málum og það hlýtur að vera orðið tímabært að skipta bænum upp viðhaldssvæði sem ákveðinn hópur ber ábyrgð á. Mætti verðlauna þann hóp sem stendur sig best. Af nógu er að taka, brotnir kantsteinar, brotnar gangstéttar, holur í grasflötum eða hjólför, tré sem þarf að snyrta og margt fleira. Það eru smáatriðin sem gera bæinn snyrtilegan. Þá má vanda betur til við malbikun gatna og vega og benda má á Kaldárselsveginn sem til allrar blessunar hefur verið malbikaður. En því miður er frágangur kanta skelfilegur og vonandi er það vegna þess að það náðist ekki í fyrra en þá er lag að gera það með hækkandi sól. Allt sem vel er gert kunna bæjarbúar að meta en því miður tökum við góðum hlutum sem sjálfsögðum og bendum á það sem betur má fara. Guðni Gíslason www.hafnarfjardarkirkja.is Sunnudagur 20. apríl: Guðsþjónusta kl. 11 Barn borið til skírnar Prestur: sr. Þórhallur Heimisson Kantor: Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn syngur Sunnudagaskóli á sama tími í Hásölum og í Hvaleyrarskóla Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 20. apríl Sunnudagaskólinn kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri Messa kl. 13.00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Allir velkomnir í kaffi hjá Sörla. 3. Landsbankamótið verður á Sörlavöllum helgina 18.-19. apríl kl. 14 Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - mynda safnið spænsku dansmyndina Flamenco (1995) eftir Carlos Saura. Myndin sýnir 13 mismunandi flam - enco dansa án nokkurra truflana frá flóknum hreyf ingum myndavélar eða sögu þræði. Útskriftarhópur 1987 Laugardaginn 19. apríl nk. mun út - skrift arhópur 1987 frá Öldutúns skóla (fædd 1971) koma saman á Gafl - inum við Dalshraun til að borða sam - an og eiga skemmtilega kvöld stund við minningar frá skóla ár unum. Hóp - urinn lét til sín taka á þeim tíma, stund aði námið af kappi og kraft - mikið félags lífið í Öldutúnsskóla með leiklist og tónlist áberandi. Hópurinn gerði kvik myndina „Í Öldutúni“ og hin - ir sívin sælu „Túnfiskar“ voru stofn aðir á þessum árum. Tímanum í skólan um lauk síðan með ógleym anlegri út - skriftar ferð til Hollands vorið 1987. Húsið verður opnað klukkan 19.30. Afmælistónleikar Tríós Reykjavíkur Tríó Reykjavikur efnir til 20 ára af - mæl is tónleika sunnudaginn 20. apríl kl. 20. Tón leik arnir munu hefj ast á verki eftir Þorkel Sigur björnsson, verkið ber heitið Hafnar borgar kvar - tettinn og er fyrir 2 fiðlur og 2 selló. Það eru systurnar Pálína og Margrét Árna dætur sem flytja verkið ásamt fyrr verandi kenn urum sínum Guð - nýju og Gunnari. Hafliði Hallgrímsson tónskáld hefur samið sérstakt verk, Memo ra bilia, í tilefni þessara tíma - móta með styrk frá Hafnar fjarðarbæ. Á síðari hluta tónleikanna verður á dagskrá eitt glæsilegasta píanótríó allra tíma eftir rússneska tónjöfurinn Piotr Ilich Tchaikowsky. Bubbi í Bæjarbíói Bubbi Morthens verður með tónleika í Bæjarbíói á sumardaginn fyrsta kl. 20.30. Langt er síðan Bubbi hefur leikið á tónleikum í Hafnarfirði og því kærkomið fyrir bæjarbúa að geta notið tónlistar Bubba á tónleikum. Bubbi verður einn á sviðinu en á efnisskránni verður blanda af gömlu og nýju efni, klassískir Bubba - tónleikar eins og hann hef ur haft þá í gegn um tíðina. Það er hafnfirska um - boðsskrifstoan Prime sem stendur fyrir tónleikunum og má jafnvel vænta fleiri tónleika í Bæjarbíói. Miðar á tónleika Bubba verða seldir við innganginn og á midi.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.