Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.04.2008, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 17.04.2008, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. apríl 2008 Opið hús í kvöld hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar að Flatahrauni 29. Kynning á Nielsen veiðivörunum sem seldar verða með góðum afslætti. Húsið opnað kl. 20. Heitt á könnunni – Allir velkomnir www.svh.is gjafir fríar prufur Elma s. 846 6447 – 555 4750 www.betralif.am Dansleikir félagsins eru haldn - ir að jafnaði þriðju hverja viku í Hraunseli, félagsheimili Félags eldri borgara, Flatahrauni 3. Þar koma fram ýmsar hljómsveitir sem leika bæði gömlu og nýju dans ana. Dansinn er einn af fjöl - mörgum þáttum félagsinsog nýt - ur sívaxandi vinsælda, enda holl og góð hreyfing. Dansleikina sækja líka félagar úr öðrum sveitarfélögum og bjóðum við þá hjartanlega vel - komna. Jónína sér um góða þjónustu við dansgesti og dans - gólf ið er stórt og gott. Næsti dans leikur er síðasta vetrardag 23. apríl og sá síðasti á vorönn er 9. maí. Öflugt félagsstarf Félags eldri borgara Dansinn dunar í Hraunseli Dans nefnd f.v.Elín Kristbergsdóttir, Gísli Engilbertsson, Hanna Friðjóns dótt ir, Sveinbjörn Guðbjarnason, Sigríður Magnúsdóttir og Jóhann Smári Jó hannes - son. Sitjandi: Margrét Guðmundsdóttir, formaður og Kolbrún Leósdóttir. Hafnarfirðingum blæðir þessa dagana. Ákvarðanafælni meiri - hlut ans í Hafnarfirðir varð til þess að eitt stórt apríl gabb var tilkynnt 1 apríl. Hafn firðingar vökn uðu við þann vonda draum að bæjar - stjóri Hafnar fjarðar tilkynnti um þriggja milljarða króna auka - lán sem bærinn hyggð - ist taka. Margir hverjir héldu að þetta apríl - gabb yrði blásið af daginn eftir, en annað kom í ljós. Eftir góð - ær ið sem hefur ríkt í þjóð félaginu er ótrú legt að skuldir bæjarins séu að aukast á sama tíma sem bestir möguleikar hefðu verið að minnka skuldir. Ákvarðanafælni Sam fylk ing - ar innar hefur kostað Hafn firð - inga milljarða króna. Til stóð að bærinn fengi átta milljarða fyrir hlut bæjarins í Hitaveitu Suður - nesja. Ekki var gengið að því til - boði, önnur tækifæri hafa einnig litið dagsins ljós en ákvarðana - fælnin sagði til sín í þeim málum einnig. Sú saga sem verður skráð um Hafnarfjörð á einum mesta góðæristíma eftir seinna stríð er sú að hagstjórnin hafi gleymst. Fjár hags áætl - un Hafnarfjarðar fyrir 2008 er nú þegar orðið ómerkt plagg. Nú verða menn að setj ast niður og hugsa um hvort hag bæjarins sé í raun borgið innan raða núverandi meiri hluta. Einn ig má benda á að líklega væru fjármál bæjarins ekki svona slæm ef bæjarbúum hefði borið gæfa til að samþykkja í maka lausri at - kvæðagreiðslu Samfylk ingar inn - ar sl. vor að stækka álver ið í Straums vík. Einnig virðist ríkis - stjórnin vera að smitast af sömu ákvarðana fælni og er að finna í meirihluta bæjar stjórnar. Höfundur er formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Hafnarfirði. Aprílgabb Samfylk - ingar innar í Hafnarfirði Hlini Melsteð Jóngeirsson Sýningunni 100 hafnfirskir lista menn 2008 í Hafnarborg lýkur um helgina. Sýningin er haldin í tilefni af 100 ára afmæli Hafnar fjarðarkaupstaðar og inni - heldur nýrri myndir starf andi lista mann a sem hafa tengsl við Hafnarfjörð. Það er vel þess virði að skoða sýninguna enda margt að sjá og fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk á sama tíma og þeir kynn - ast öðrum straumum og stílum í listinni. Sl. fimmtudag hafði Gunn - hildur Þórðardóttir, upplýsinga - full trúi safnsins, leiðsögn um sýninguna en safnið hefur boðið upp á slíka leiðsögn í vetur. Leið sögnin gaf nýja sýn á verkin og ekki síst höfundana enda Hafn firðingar forvitnir um ætt - erni og tengsl fólks í bænum. Sýningin spannar málverk, vatns litamyndir, ljósmyndir, textíl verk, leirmuni og högglist og listamennirnir eru á öllum aldri, þeir elstu eru Eiríkur Smith, Jón Gunnarsson, Sigrún Guðjónsdóttir og Sigurbjörn Ó. Kristinsson sem stunduðu list - nám sitt fyrir og um miðja síð - ustu öld en yngstu listamennirnir á sýningunni hafa nýlokið námi og eru að hefja sinn feril. Frægastur þeirra allra er óhikað Ólafur Elíasson sem sýnir loft - myndir í 48 mynda vetrarseríu. Á sýningunni má sjá á skemmtilegan hátt hvernig listin og sagan eða þjóðfélagsrýnin spila saman, m.a. í verki Öldu Sigurðardóttir sem sýnir myndir af barnabörnum Björns á Sjónar - hóli. Í tölvu framan við verkð geta gestir leikið sér við að raða saman mismunandi and lits - hlutum þessarra einstaklinga og fá út ný andlit eða sjá hversu líkir sumir eru. Fjölbreytt sýning í Hafnarborg Sum verkin má handfjatla eins og þetta verk Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Gunnhildur Þórðardóttir við verk Öldu Sigurðardóttur, 4. f.v. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Þann 2. júlí á sl. sumri var und - ir ritaður samningur milli Hafnar - fjarðarbæjar og Orkuveitu Reykja víkur (OR) um hugs anlega sölu á eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitunnar. Sam - kvæmt samn ingn um hafði bæjarstjórn frest til síðustu áramóta að taka ákvörðun um sölu. Bæjarfulltrúar voru sammála um að skoða þessi mál gaum gæfi - lega og afla allra nauðsynlegra gagna. Unnið var verðmat á eign ar hlut bæjarins og teknar upp viðræður við OR um mat á vatns- og fráveitu bæjarins og mögu legum samlegðaráhrifum þeirra með OR. Á sumar- og haustmánuðum var á engan hátt sjálfgefið, miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir og þær aðstæður sem voru uppi í samskiptum orkufyrir - tækja og sveitarfélaga á suð - vestur horninu, að Hafnar fjarðar - bær tæki þá ákvörðun um að selja hluta eða stærstan hluta eignar sinnar í Hitaveitu Suður - nesja. Eftir ítarlega yfirferð mála sem áður var lýst, úttekt á verð - mati eigna og formlegt sam starf við nágrannasveitarfélög um stofnun Suðurlinda, höfðu skap - ast þær aðstæður að full sam - staða myndaðist í bæjar stjórn um sölu á umræddum eignar hlut. Að reikna barn í vinnukonu Samfylkingin hefur alla tíð lagt ríka áherslu á breiða og almenna samstöðu bæj arstjórnar og bæjar búa um þetta mikilvæga mál. Það er vinnulag sem Sam - fylkingin hefur boðað og staðið fyrir. Því var á engan hátt hægt að taka undir ótímabæra tillögu Sjálf stæðis - flokks ins í september um málið. Engir út - reikn ingar lágu þá fyrir né var yfirferð málsins lokið. Einstakir reiknimeistarar Sjálf stæðis - flokks ins geta reiknað sig fram og aftur í þessum málum líkt og þeir hafa gert í boðskap sínum um glórulausar einka fram - kvæmdir á liðnum árum. Nær væri að bæjarfulltrúar Sjálf stæðisflokksins beindu kröftum sínum að því að þrýsta á um að flokksfélagar þeirra í Reykjavík sem fara með stjórn borgar innar og Orkuveitu Reykja víkur standi við þá samn - inga sem þeir hinir sömu óskuðu eftir gera við bæjaryfirvöld í Hafnar firði á sl. sumri. Það stendur ekki uppá bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að ljúka þeim við - skiptum með réttum og lög - mætum hætti, enda full samstaða um málið í bæjarstjórn. Höfundur er formaður bæjarráðs. Vönduð vinnubrögð og breið samstaða Guðmundur Rúnar Ólafsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.