Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2008, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 30.04.2008, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Miðvikudagur 30. apríl 2008 www.frikirkja.is Fríkirkjan Sunnudagurinn 4. maí Fjölskylduferð í Kaldársel Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna Dagskráin hefst kl. 11. • Grill fyrir börnin og kaffiborð fyrir hina eldri. • Leikir og gönguferð. • Ókeypis fyrir börnin en fullorðnir borga 1.000 kr. Þeim sem ekki koma á eigin bílum er bent á rútuferð frá kirkjunni kl. 10.30. Allir hjartanlega velkomnir Ástjarnarkirkja Sunnudagurinn 4. maí Gönguguðsþjónusta kl. 11 Lagt af stað frá kirkjunni, gengið um nágrenni Ástjarnar, lesið úr ritningunni, hugleiðing og bæn. Prestur sr. Bára Friðriksdóttir, Tónlistarstjóri: Helga Þórdís Guðmunds dóttir og félagar úr kór Ástjarnarkirkju styðja safnaðar söng. Kaffi og spjall á eftir í safnaðarheimilinu. Þriðjudaginn 6. maí Foreldramorgunn kl. 10-12 Alma María Rögnvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur ræðir um næringu barna kl. 10.30. Allir velkomnir www.astjarnarkirkja.is Nú er hreinsunarvika í Hafnar - firði sem stendur til 6. maí og tekur Hafnarfjarðarbær við af - klippum af trjágróðri sem bundin hafa verið í knippi og lífrænum garðagróðri sem settur hefur ver - ið í poka út við lóðarmörk. Ekki er tekið við stærri greinum og trjábolum og er vísað í greinar - skrif um á Sorpu á Dal vegi í Kópa vogi og við Sævar höfða í Reykjavík. Engin ástæða er til að fara bæjarleið með garðaúrgang af neinu tagi því Gámaþjónustan tekur við garðagróðri sem og öðru rusli á Gámavöllum, Berg - hellu 1 og er þar tekið við garðagróðri án endurgjalds. Bæjarbúar eru hvattir til að taka til hendinni í görðum og ekki síst að klippa nægilega runna sem snúa að gangstéttum. Gámaþjónustan tekur við öllum garðaúrgangi, líka trjágreinum Óþarfi að fara í Kópavog og Reykjavík með trjágreinarnar Stundum eru runnar við lóðar - mörk einfaldlega of grósku mikl ir. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Trjágróður í eigu bæjarins er ekki endilega vel snyrtur. Sérð þú í grindverkið t.v. á myndinni? Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilarHERBALIFE Þessir hressu strákar voru að leika listir sínar á hjólunum sínum um helgina og að sjálf - sögðu voru þeir báðir með hjálm - þeir vilja vernda vitið í koll in - um. Krakkar á hjólum eru eitt af merkjum þess að sumarið sé á næsta leiti. Flottir strákar með hjálm Hjólin vel smurð og öryggisbúnaðurinn í lagi L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Nú er bærinn fánum skrýddur því víða um bæinn hefur verið komið upp fánaborgum með afmælisfána bæjarins og fánar hafa verið settir á ýmsar aðal - götur bæjarins. Með þessu kemst bærinn í hátíðarbúning en þó vantaði upp á þegar sumri var fagnað því nær hvergi var íslenska fánanum flaggað opin - berlega nema við sviðið á Thorsplani þar sem skátafélagið Hraunbúar sá um skemmtun. Á árum áður þegar færri borg - uðu skatta hér voru fánar á leið skrúðgöngunnar á sumar da ginn fyrsta, 1. maí og á þjóð há tíð ar - dag inn en nú var fána nær hvergi að sjá á lögbundnum fána degi ís - lenska fánans. Ekki var einu sinni flaggað á ráðhúsi bæjarins, hvorki afmælisfána né íslenskum þó ekki skorti stang irnar. Fánum skrýddur bærinn Íslenski fáninn þó vart sjáanlegur á opinberum stöðum Enginn íslenskur fáni á ráðhúsinu né afmælisfáni!Enginn fáni á Hamrinum!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.