Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2008, Qupperneq 12

Fjarðarpósturinn - 30.04.2008, Qupperneq 12
12 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 30. apríl 2008 FJARÐARPÓSTURINN OG SKÁTARNIR Munum að flagga 1. maí Kenni á mótorhjól létt bifhjól og bíl Íbúar af 69 þjóðlöndum í Hafnarfirði Í Hafnarfirði búa nú jafn - margir íbúar sem hafa er lendan ríkisborgararétt og íbúa - fjöldinn var hér fyrir 100 árum síðan. Um síðustu ára mót bjuggu hér 1.446 ein stakl ingar sem báru er lendan ríkis - borgara rétt eða 5,8% af íbúum Hafnar fjarðar þá. Til saman - burðar má geta að á síðasta ári voru þeir 967 en 1. desember 2003 voru 566 einstaklingar búsettir í Hafnarfirði – af 56 þjóðlöndum. Til gamans má geta að í dag búa 25.208 í Hafnarfirði og hefur fjölgað um 313 frá ára - mótum Upplýsingar í síma 896 1030 Birgir Bjarnason ökukennari Lögboðinn fánadagur Kæru vinir og vandamenn! Í tilefni af hundrað ára afmæli mínu þann 1. júní næstkomandi, býð ég öllum bæjarbúum og gestum þeirra til stórglæsilegrar afmælishátíðar sem haldin verður dagana 29. maí - 1. júní. Hlakka til að sjá ykkur öll. Með kærri kveðju. Ykkar,Hafnarfjarðarkaupstaður Litlu munaði að eldur í sinu læsti sig í trjágróður við Ástjörn en slökkviliðið náði að slökkva eldinn rétt um það leyti sem hann var að læsa sig í fyrstu trén. Áratuga vinna hefði farið í súginn hefði eldurinn náð að læsa sig í trén. Skv. upplýsingum sjónarvotta voru tveir menn á gangi á göngustíg neðan við Gauksás og mun annar mann - anna hafa hent sígarettustubbi frá sér í grasið sem olli sinu - brunanum. Hafði maðurinn gefið sig fram en lögreglan hefur engar upplýsingar um viðkomandi né um brunann á staðnum skv. upplýsingum frá svæðisstöð lögreglunnar í Hafnarfirði en þó kom sjúkrabíll á staðinn auk slökkviliðs. Miklir brunar við Hvaleyrarvatn Mörgum sinnum hefur verið kveikt í við Hvaleyrarvatn og varð stór bruni þar á sunnudag, norðan við vatnið og hafði verið kveikt í á fleiri en einum stað og átti slökkvilið í nokkrum vandræðum með að slökkva eldinn þar. Undir miðnætti var kveikt aftur í á svipuðum slóðum og var einn maður handtekinn á staðnum. Aðfararnótt þriðjudags var slökkvilið kallað út aftur vegna elds á Kjóadalshálsi ofan við Hvaleyrarvatn og var þar mikill eldur og brann mjög stórt svæði. Voru 3 menn handteknir á svæð - inu. Björgunarsveit Hafnar fjarð - ar var einnig kölluð út og aðstoð - uðu félagar hennar við slökkvi - starfið og frágang. Að sögn Sævars Guðmunds - sonar, aðalvarðstjóra hjá lögregl - unni er búið að yfirheyra rúman tug manna sem lögreglan telur að séu viðriðnir fleiri sinubruna. Einn hefur viðurkennt íkveikju við Hvaleyrarvatn. Sígaretta kveikti sinubruna við Ástjörn Um 10 manns yfirheyrðir vegna sinubruna í bænum, 4 handteknir Hár trjágróður var í mikilli hættu við norðanvert Hvaleyrarvatn.á sunnudaginn Litlu munaði að eldur næði í trágróður við Ástjörn.á laugardaginn. Aðstæður til slökkvistarfs voru erfiðar. Efst á myndinni má glöggt sjá hversu stórt svæði brann. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.