Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2008, Side 6

Fjarðarpósturinn - 30.04.2008, Side 6
6 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 30. apríl 2008 Eins og undanfarin vor munum við nú taka á móti sumrinu með tiltekt í görðum okkar. Margir eru þegar farnir að fegra og hirða garða sína og er það viss gleði - tilfinning að sjá að líf er að fæðast í görð um bæjarbúa. Lauk arnir eru farnir að kíkja upp úr moldinni og ekki er langt í að tré blómgist og verði græn. Eins og áður munu starfsmenn þjónustumiðstöðvar fara um bæinn og hirða garðaúrgang frá íbúum en það sem við þurfum að gera er að binda greinar í knippi og setja annan úrgang í poka. Koma því svo þannig fyrir að sem minnst fari fyrir því við lóðarmörk að götu. Vakin skal athygli á því að ekki er unnt að hirða stórar greinar eða trjáboli frá íbúum. Einungis verður hirtur líf - rænn úrgangur úr görðum. Íbúum er bent á að fara með annan úr - gang í móttökustöð Sorpu við Mið hraun sem er opinn virka daga frá kl 12.30-19.30 og um helg ar frá 10-18.30. Það ber að at - huga að möttökustöð Sorpu við Miðhraun getur ekki tekið á móti trjá greinaúrgangi þannig að við - komandi verður að losa sig við hann á móttökustöð við Dalveg eða Sævarhöfða. Það er því til - valið að nota sér þjónustu sem boð in verður daganna 30. apríl- 5. maí sem fellst í því að garða - úrgangur verður hirtur við lóðar - mörk þessa daga. Umhverfisvaktin Mikið gæfuspor var stigið þeg - ar umhverfisvaktin var sett á lagg irnar og enn og aftur er verk - efni hleypt af stokkunum hér í Hafnar firði sem á sér ekki hlið - stæðu á landsvísu en öruggt má telja að verði komið á í fleiri sveit ar félögum innan tíðar. Verk - efninu er þannig að bænum er skipt upp í átta svæði sem á að hreinsa og tína allt rusl af. Síðan var félagasamtökum boðið að taka þátt í verkefninu með því að fóstra svæði gegn greiðslu. Unnt er að fá umtalsverða greiðslu ef vel er staðið að verkefninu. Nú þeg - ar hafa hópar farið af stað og sést það á því að bærinn er að verða hreinni. Skólar bæjar - ins eru einnig þátt - takendur og hafa þeir einn ig byrjað að fegra umhverfi sitt. Með svona samstilltu átaki ætti bærinn að verða komin í spari fötin hreinn og finn á afmælis daginn 1. júní nk. Burt með druslurnar Ekki get ég á mér sitið og minnt á að gamlar númeralausar druslur eiga ekki að vera á bílastæðum í bæn um, þær eiga að fara í brota - járn ef ekki er hægt að gera önnur verðmæti úr þeim. Vil ég benda eigendum á að hægt er að fá greitt 15 þúsund kr. ef farið er með þær í Furu við Hringhellu 3. Bíla stæði eru ekki of mörg í götum bæjarins og því alger óþarfi að teppa þau með gömlum druslum. Einnig vil ég vekja athygli á því að tjaldvagnar, kerrur, hjólhýsi og fellihýsi er með öllu óheimilt að skilja eftir á götum og bifreiða - stæðum bæjarinns. Hreinn bær okkur kær Okkur Hafnfirðingum finnst vænt um bæinn okkar og viljum að hann sé hreinn og vel snyrtur. Við lýðum engan sóðaskap. Rétt - ur okkar er hreint umhverfi og ómengað. Verjum þann rétt og tökum þátt í hreinsunardögunum. Gleðilegt sumar, gleðilegt afmælis sumar, lifið heil Guðfinna Guðmundsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður umhverfisnefndar / staðardagskrár 21 Nú er lag kæru bæjarbúar Hreinsunardagar í bænum vikuna 30. apríl til 5. maí Guðfinna Guðmundsdóttir Aðalfundur Félags eldri borg - ara í Hafnarfirði skoraði á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að veita öllum eldri borgurum af - slátt af fasteignagjöldum. Segir í rökstuðningi að það sé mjög mikilvægt að eldri borg - urum verði gert kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði og að til að svo megi vera þurfi að lækka greiðslu byrði af fasteigna gjöld - um sem er sá liður í heimilishaldi eldri borgara sem hækkað hefur hvað mest á umliðnum árum. Þetta sé réttlætismál þar sem eldri borgarar hafi á langri ævi greitt mikinn skerf til sam félags - ins og eiga skilið að njóta betri kjara á efri árum. Þá beinir aðalfundurinn eindregnum tilmælum til bæjar - stjórnar Hafnarfjarðar að beita sér fyrir að þjónusta við eldri borgara verði færð frá ríki til Hafnarfjarðarbæjar. Jafnframt að sjá til þess að bygging nýs hjúkrunar heimilis verði hraðað eins og kostur er. Í rökstuðningi segir að ljóst sé að forræði á þjónustu við eldri borgara sé best komið hjá sveitarfélögum og að öll skilyrði virðist fyrir því að taka þetta skref í Hafnarfirði. Einnig liggi fyrir samþykkt deiliskipulag á Völlum 7 þar sem ráðstafað hhafi verið stórri lóð fyrir nýtt hjúkrunarheimli samkvæmt nýrri hug myndafræði eins og sam - komulag varð um milli ríkisins og Hafnarfjarðarbæjar árið 2006. Vilja afslátt á fasteignagjölum Félag eldri borgar vill að þjónusta við eldri borgara færist frá ríki til Hafnarfjarðarbæjar Smurdagur mótorhjóla klúbbs - ins MC Gaflara var haldinn sl. laugardag. Á smurdegi hittast meðlimir Gaflaranna og hjálpast að við að gera fáka sína klára fyr ir sumarið. Fjölmargir mættu enda var veðrið gott. Meðlimir klúbbsinns ýmist skiptu um olíu, pumpuðu í dekkin, dittuðu að, eða bara fægðu krómið. Um hádegisbilið var svo kveikt upp í grillinu og „sviðnir nokkrir bútar“. Að því búnu var síðan farið í hóp keyrslu um Suðurlandsund ir lendið. MC Gaflarar er bifhjóla - klúbbur Hafnfirðinga með „um - dæmi“ og meðlimi á öllu Stór Hafnarfjarðarsvæðinu og eru meðlimir nú tæplega 60. Heima - síða klúbbsinns er gaflarar.com Gaflarar smyrja hjólin sín Mótorhjólaáhuginn eykst hér sem annars staðar Fjölmennt á smurdegi Gaflara á Lónsbrautinni á laugardaginn. Karlar 21 árs og eldri: mín Þórhallur Jóhannesson 8:32 Gunnar Nielsson 8:34 Einar Örn Daníelsson 8:48 Konur 21 árs og eldri: Ingibjörg Arnarsdóttir 13:36 Karlar 15-20 ára: Sigurður G. Björgvinsson 10:18 Konur 15-20 ára: Sólveig M Kristjánsdóttir 8:44 Piltar 13-14 ára: Birgir Örn Höskuldsson Kristján Flóki Finnbogason Ófeigur Atli Steindórsson Telpur 13-14 ára: Sonja Guðmundsdóttir Margrét Rósa Hálfdánardóttir Edda Björk Ágústsdóttir Strákar 11-12 ára: Sólon Guðmundsson Leon A Heitmann Fannar Harðarsson Stelpur 11-12 ára: Vilborg Björnsdóttir Guðrún Höskuldsdóttir Alda Ólafsdóttir Hnokkar 9-10 ára: Örvar Eggertsson Arnaldur Guðmundsson Jakob Marteinn Ásgeirsson Hnátur 9-10 ára: Ingibjörg Rún Óladóttir Inga Rún Svansdóttir Kristjana Björnsdóttir Hnokkar 7-8 ára: Hinrik Snær Steinsson Þórir Ívarsson Viktor Örn Sigurðsson Hnátur 7-8 ára: Þórdís Eva Steinsdóttir Helga Magnea Gestsdóttir Helena Ósk Hálfdánardóttir Hnokkar 6 ára og yngri: Flóki Týr Klöruson Björgvin Skúli Einarsson Adam Ingi Benediktsson Hnátur 6 ára og yngri: Birgitta Rún Árnadóttir Ragnheiður Ágústsdóttir Elín Helena Karlsdóttir. Frjálsíþróttadeild FH sá um framkvæmd hlaupsins. Á sjötta hundrað keppti í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar Hart barist frá hinum yngstu til þeirra elstu Keppendur í yngstu flokkunum lögðu sig alla fram. Stelpurnar leggja af stað og ákefðin leynir sér ekki. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Tvíburarnir Hinrik Snær og Þórdís Eva Steinsbörn sigruðu bæði í aldursflokknum 7-8 ára. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram sumardaginn fyrsta á Víðistaðatúni keppendur voru vel á sjötta hundrað í 14 flokkum. Þórhallur Jóhannesson var fyrstur í mark í karlaflokki og Sólveig Margrét Kristjáns dóttir var fyrst í mark í kvenna flokki. Veðrið var ágætt þó örlítið hafi rignt á keppendur á stundum. Verðlaun voru gefin af Hafn ar fjarðarbæ og fengu allir kepp endur verðlaunapeninga og fyrstu í mark í hverjum flokki fengu verð launa - bikara. Keppni var hörð og góð í öllum flokkum, fyrstu í hverjum flokki voru eftirtalin: Endasprettur á síðustu 10 metrunum skilaði Þórhalli sigri. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.