Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.06.2008, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 12.06.2008, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. júní 2008 Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, sameinaðist 50 manna hópi eldri borgara úr Hafnarfirði við Lyngby kirke sl. sunnudag við athöfn þar sem bæjarstjóri afhenti sóknarprestinum, Jørgen Th. Demant minningarskjöldum Bjarna riddara Sivertsen sem settur verður upp í kirkju garð - inum. Að sögn sögn Lúðvíks var þetta mjög hátíðleg stund eftir athöfn í kirkjunni þar sem Bjarna var minnst. Kristján Guð munds - son, framkvæmdastjóri, öldur - unarmiðstöðvarinnar Hafn ar, hafði forgöngu um gerð skjaldar - ins í tilefni af ferð hópsins til Danmerkur á slóðir Jóns Hallgrímsson, H. C. Andersen og Bjarna riddara enn þeir voru samtímamenn þó Bjarni hafi verið þeirra elstur. Að sögn Kristjáns gekk ferðin einstaklega vel, allir komu heilir heim en elsti ferðafélaginn var níræður og mjög margir á níræðisaldri. Hópurinn fékk glæsilegar móttökur og það var ánægður hópur sem kom heim á sunndudagskvöldi í góðviðrið hér heima. Bæjarstjóri afhenti minningarskjöld í Danmörku Settur verður minningarskjöldur um Bjarna riddara Sivertsen við Lyngby kirkegård Mér þykir ámælisvert hversu illa merkt og afmarkað vinnu - svæðið við Kirkjuvelli er. Þar eru þungavinnuvélar í gangi suma daga en aðra ekki. Stundum virð - ist svæðið dautt svo dögum skipt ir en aðra daga úir allt og grú ir af verkglöðum mönnum við vinnu. Ég gekk yfir svæðið á þessum blíða miðvikudagseftirmiðdegi um fimm leytið og ekki virtist bóla á einni einustu hræðu á svæð inu. Ég var nokkuð viss um að allir væru hættir í dag. Ég taldi mér því óhætt að sýna tveimur ungum sonum mínum hetju tæk - in glæsilegu. Það blés dálítið hraust lega í eyru og við vorum kom in ansi nálægt beltagröfunni þegar ég veitti því athygli að hún var í gangi - en mannlaus þó. Ég ákveð að taka tvær, þrjár myndir af glæsigripnum fyrir drengina mína og dríf mig svo af stað svo ég yrði ekki fyrir. Í þeim skrefum kemur trukkur á móti okkur og bílstjórinn var með allskonar handabendingar og ansi grimmur á svip. Hann keyrir aftur fyrir okkur og kemur svo hratt að okkur að mér kross brá og kippti börnunum mínum báðum að mér og hraða mér af stað. Karlinn hvæsir einhver orð að mér að ég skuli ekki vera inni á vinnusvæði og þenur svo tækið fyrir aftan okk ur svo um munar. Krökk un - um var krossbrugðið og ég satt best að segja veit ekki hvað hann ætlaði að gera. Ég tek það til mín að vissulega er ekki góð hugmynd að þvælast með börn inni á vinnusvæðum en mér þykir það þó vera í bæjarins - eða verktakans hönd - um að fullvissa fólk um að þarna SÉ raunverulega vinnusvæði. Íbúi á Völlum. Óafmarkað vinnusvæði Fimmtudagur 12. júní 17.00 Hátíðin hefst og víkinga - markaður opnaður, sýnis - horn af því sem verður á dagskrá næstu daga. Bar - dagasýningar, sögumaður, fornir leikir, bogfimi, tón - list, magadans, trúðleikar, Fjallabræður og Seiðlæti syngja og fl. skemmti legt. 18.00 Leikir 18.30 Víkingaskemmtun (matur og drykkur) í Freyjuhofi,1 klukkutími, kr. 3600. 19.00 Bardagasýning 20.00 Víkingaveisla í Fjörukránni. 21.00 Víkingamarkaði lokað 23.00 Dansleikur til kl. 04. Föstudagur 13. júní 13.00 Víkingamarkaður opnaður 14.00 Leikir 14.30 Víkingaskóli barnanna 15.00 Bardagasýning 16.30 Bogfimikeppni víkinga 17.00 Bardagasýning 18.00 Leikir 18.30 Bardagasýning 18.30 Víkingaskemmtun (matur og drykkur) í Freyjuhofi. 19.00 Víkingabrúðkaup 20.00 Víkingaveisla í Fjörukránni 20.00 Víkingamarkaði lokað 23.00 Dansleikur til kl. 04. Laugardagur 14. júní 13.00 Víkingamarkaður opnaður 14.00 Leikir 14.30 Víkingaskóli barnanna 15.00 Bardagasýning 16.30 Bogfimikeppni víkinga 17.00 Bardagasýning 18.00 Leikir 18.30 Víkingaskemmtun (matur og drykkur) í Freyjuhofi. 19.00 Bardagasýning 19.00 Víkingaveisla í Fjörukránni 20.00 Víkingamarkaði lokað 23.00 Dansleikur til kl. 04 Sunnudagur 15. júní 13.00 Víkingamarkaður opnaður 14.00 Leikir 14.30 Víkingaskóli barnanna 15.00 Bardagasýning 15.30 Bogfimikeppni víkinga 17.00 Bardagasýning 18.00 Leikir 18.30 Víkingaskemmtun (matur og drykkur) í Freyjuhofi. 19.00 Bardagasýning 20.00 Víkingaveisla í Fjörukránni 20.00 Víkingamarkaði lokað 23.00 Dansleikur til kl. 02. Mánudagur 16. júní 12.00 Veitingastaður opnaður 13.00 Víkingaskóli barnanna 18.30 Víkingaskemmtun (matur og drykkur) í Freyjuhofi. 20.00 Víkingaveisla í Fjörukránni 23.00 Dansleikur til kl. 04. Þriðjudagur 17. júní 13.00 Víkingamarkaður opnaður 14.00 Leikir 15.00 Bardagasýning 15.30 Bogfimikeppni víkinga 17.00 Bardagasýning 18.00 Leikir 18.30 Víkingaskemmtun (matur og drykkur) í Freyjuhofi 19.00 Bardagasýning 19.00 Víkingaveisla í Fjörukránni 20.00 Víkingamarkaði lokað 23.00 Dansleikur til kl. 02. Seiðmögnum víkingahátíð Láttu ekki þessa skemmti- og menningarhátíð fram hjá þér fara! Fjarðarpósturinn styrkir víkingahátíðina 2008 w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s Laus strax. Verð: 44,6 millj. kr. Raðhús við Miðvang Nýkomið í einkasölu sérlega fallegt tvílyft endaraðhús með innbyggðum bílskúr — samtals 225,2 m². Neðri hæð: Eldhús, stofa, borðstofa, snyrting, hol, forstofa o.fl. Efri hæð: 5 svefnherbergi, baðherbergi, sjónvarpsskáli ofl. Parket á gólfum. Stór afgirt veröld m/ potti í skjólsælum, gróðri vöxnum garði. F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 6 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri afhendir Jørgen Th. Demant, sóknarpresti skjölinn. Kristján Guðmundsson lengst til vinstri. Hópurinn átti góða stund í Jóns - húsi eftir athöfnina í Lyngby.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.