Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.06.2008, Síða 8

Fjarðarpósturinn - 12.06.2008, Síða 8
Leikskólinn Norðurberg fékk á föstudaginn afhenta viðurkenn - ingu fræðsluráðs 2008 fyrir kennslu í umhverfismennt. Fræðsluráð veitir verkefnum í skólastarfi viðurkenningu sem hafa verið unnin af frumkvæði starfsfólks skóla með fag - mennsku og ábyrgð að leiðarljósi þar sem kennarar og annað starfsfólk skóla vinni saman að því að þróa kennslufræði til hagsbóta fyrir nemendur. Leikskólinn Norðurberg hefur unnið ötullega að um hverfis - málum, endurvinnslu og kennslu í umhverfismennt til fjölda ára. Skólinn hefur verið leiðandi í umhverfismálum í skólastarfi í Hafnarfirði og var þar langt á undan öðrum að veita þeim málum sérstaka athygli. Áhersla skólans á umhverfismál sýndi frumkvæði stjórnenda skólans þar sem skólinn var langt á undan sinni samtíð í kennslu í um - hverfismennt sem m.a. smit aði út frá sér til grunnskóla í Hafnarfirði ekki síður en leik skóla. Þá fékk Öldutúnsskóli sl. fimmtudag afhenta viður kenn - ingu fræðsluráðs 2008 fyrir verk efnið Rómverjar til forna sem verk- og listgreinakennarar í Öldutúnsskóla hafa þróað og staðið fyrir í skólanum í nokkur ár. Það birtir einstaklega vel nýjar áherslur í skólastarfi 21. aldar þar sem frumkvæði og samvinna kennara er lykilatriði í að þróa ný kennsluverkefni í þágu nemenda. Þetta er fjölbreytt verkefni sem reynir á marga þætti sem nemendur þurfa að takast á við til hugar og handar, gefur þeim einnig möguleika á að bæta við eigin reynsluheimi og að útfæra hugmyndir sínar á skapandi hátt. Afraksturinn var til sýnis og tengsl við heimilin nást í gegnum sýningu á þeim verkefnum sem nemendur búa til. Þeir kennarar sem hafa verið drifkrafturinn í verkefninu eru Guðný Haraldsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Helga Guðlaug Einarsdóttir, Gunnar Sigurðsson og Kolbrún Kjartansdóttir – í samstarfi við umsjónarkennara 5. bekkja á hverju skólaári. Ellý Erlingsdóttir, formaður fræðsluráðs afhenti skólunum verðlaunin. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. júní 2008 Fjörður bikarmeistari í sundi í fyrsta sinn Íþróttafélagið Fjörður, íþrótta félag fatlaðra í Hafn - arfirði, sigraði á bikar móti Íþrótta sambands fatlaðra um síðustu helgi. Keppnin var æsi - spennandi og hafði íþrótta - félagið Ösp forystu til síðustu greinar er Fjörður náði að kom ast framúr og sigra. Fögnuðu liðsmenn Fjarðar gríðarlega í mótslok enda er þetta í fyrsta sinn sem félagið verður bikarmeistari í sundi. Grýttu ær og lamb Fyrir skömmu handtók lög - reglan 5 unglinga í bíl á Kaldár selsvegi en þeir höfðu gert sér að leik að grýta lömb og ær við fjárhús sem þar er. Unglingarnir eru 17-18 ára og hafði sjónarvottur tilkynnt athæfið til lögreglunnar. Menn irnir voru allir handteknir og færðir á lögreglustöðina þar sem þeir voru yfirheyrðir síðar sama dag en sumir þeirra voru undir áhrifum áfengis þegar þeir voru handteknir. Eitt lamb og fullorðin ær hlutu sár eftir grjótkast piltanna. Námskeið í sumar: Námskeið 1: 16. - 20. júní – dagsferð* Námskeið 2: 23. -27. júní – útilega Námskeið 3: 30. - 4. júlí – útilega Námskeið 4: 7. - 11. júlí – dagsferð Námskeið 5: 14. - 18. júlí – útilega Námskeið 6: 11. - 15. ágúst – dagsferð Námskeið 7: 18. – 22. ágúst – útilega * 4 daga námskeið, frí 17. júní. Útilífsskóli Hraunb úa Skátafélagið Hraunbúar er með skemmtileg útilífsnámskeið fyrir alla hressa krakka á aldrinum 8 til 11 ára í sumar. Dagskráin byggist upp á mikilli útiveru og ekta skátastarfi! Skráning og upplýsingar í síma 824-0906 og á utilifsskoli.hraunbuar.is Skráning er í fullum gangi! Norðurberg og Öldutúnsskóli fengu fyrstu viðurkenningar fræðsluráðs Ellý Erlingsdóttir, form. fræðsluráðs afhendir Önn Borg, leikskóla - stjóra, sem klædd var í takt við sænska daga, viðurkenninguna.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.