Fjarðarpósturinn - 17.07.2008, Qupperneq 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. júlí 2008
Í apríl 1910 birtust eftirfarandi
hugmyndir Guðmundar Hjalta -
sonar, kennara, í Skuggsjá,
frétta- og sögublaði, sem gefið
var út í Hafnarfirði og gerðu
blaðmenn sér vonir að fólk gæti
eftir 100 ár séð hugsjónir for -
feðr anna í veruleika eða þá hitt.
„Draumaspá um jarðrækt í
Hafnarfirði að 100, árum liðn -
um. Þá verður fallegt að líta yfir
landið við Hafnarfjörð. Í öllum
íveruhúsum þar verður kominn
stærri eða minni skrúð jurta -
garður. Í görðum þeim eru þá
runnar eða hríslur af reyni, birki
og gulvíðir, af lævirkjatré, furu
eða greni, og ef til vill beyki trjám
og fleirum öðrum trjám, sem nú
vaxa hvergi að ráði nema suður
á Eldlandi. Þar verður líka fullt
af rifs berja runnum, og mörgum
öðrum berja runnum og epla -
trjám, sem þá er búið að land -
venja og kyn bæta svo, að góðan
ávöxt beri. Þar verða einnig
komn ir margir reitir af skrúð -
blómum. Í þeim eru nú fyrst og
fremst íslensk skrúð blóm, svo
sem stóra eyrarrósin, jökla -
sóleyin og ljósberinn.
Er þá búið að úrvelja og
kynbæta þau svo, að þau eru
orðin miklu stærri og fegri en
þau eru nú. Þar eru líka mörg
útlend skrúðblóm, sum sunnan
frá Eldlandi og syðstu háfjöllum
Suður-Ameríku. Er líka búið að
íslenska þau eftir þörfum.
Hraunið allt fyrir vestan og
norðan bæinn er orðið fegursta
skóglendi. Gróa þar sömu tré og
í skrúðjurtagörðunum, en eru í
miklu stærri runnum. Innan um
þá eru ótal smærri og stærri
mat jurtagarðar. Í þeim gróa
allskonar káljurtir , sem líka eru
orðnar svo kynbættar, að rófur
þeirra eru miklu næringarmeiri
en þær eru nú. Þar er líka sykur -
rófan, svo bætt og íslenskuð, að
hún framleiðir svo mikinn sykur,
að margir fara að stofna sykur -
gerðarsmiðjur. Og ná þar svo
smátt og smátt nógum sykri úr
henni. Og mörg önnur matjurtin,
umbætt og arðsöm, grær þar
líka. Öll holtin og fellin næstu
fyrir austan og sunnan bæinn,
ásamt hraunbeltinu, sem áin
rennur hjá, eru orðin að túnum,
skógi og matjurtagörðum, eða
þá að ökrum. Því eitthvað korn
verður þá búið að umbæta og
íslenska svo, að það grói
hérlendis með góðum arði.
Hæstu fellin verða líka al gróin
með einhverju. Altént trjám eða
týtu berjalyngi. Því lyng þetta
verður þá orðinn aðal lyng -
gróðurinn í mörgum ef eigi öll -
um byggðarhraunum vorum. Ein
eða fleiri tegundir fáséðra
merkisplantna, ef til vill einnig
frá Eldlandi. Gróa hingað og
þangað innan um hitt. Vekja þær
undrun allra jurtafræðinga. Já
þá verður jurtafræðin í svo
miklum metum, að fólk les hana
með sömu ákefð og það les
rómana nú og þá segja þeir:
„Miklir skrælingar voru forfeður
vorir fyrir 100, árum, þá litu þeir
varla við grasafræði, en voru
eins og dauðadrukknir af lélegu
rómanarusli“.“
Lesa um jurtafræði í stað
rómana eftir 100 ár
Hugmyndir Guðmundar Hjaltasonar árið 1910
Umsvif Gámaþjónustunnar
eykst stöðugt í Hafnarfirði og
sem dæmi um það hófst jarðgerð
í 4 gámum á svæði félagsins við
Berghellu nýverið. Ingþór Guð -
munds son, stöðvarstjóri hefur
umsjón með jarðgerðinni en
hann stjórnaði tilraunum til
jarðgerðar frá 100 heimilum í
Hafnarfirði árið 1997 á gömlu
öskuhaugunum en það var
jarðgerð á opnu svæði.
Að sögn Ingþórs er nú hafin
jarðgerð í 4 sérútbúnum gámum
og er notuð í hana grænmetis- og
ávaxtaafgangar frá stórmörk -
uðum, gras, trjágreinar og
hrossa tað. Þessum efnum er
komið fyrir í gámunum og
lofti/súrefni er dælt inn í botn
gámanna og vel er fylgst með
hitastigi í þeim í tveimur mis -
munandi hæðum. Fer hitinn upp
í 60°C á fystu 2-3 sólar hring -
unum en síðan lækkar hitastigið
nokkuð og því er haldið jöfnu
með mismiklum innblæstri á
lofti. Koldíoxíði er dælt út úr
gámunum ofar og það leitt í sk.
biofilter sem gerður er úr
trjákurli. Efnið stendur í gám -
unum í 6 vikur, er einu sinni velt
, þar næst er það tekið úr og látið
standa í 2 vikur áður en það er
harpað og er þá tilbúðið sem
úrvals áburður eða molta.
Engin lykt kemur frá fram -
leiðslunni því það fer fram í
lokuðu kerfi og því laðast engin
dýr að, hvorki skordýr né önnur.
Úrvals áburður
Efnið er hægt að nota til að
blanda við mold og sem áburð á
trjábeð og á grasflatir.
Að sögn Jóns Ísakssonar,
markaðsstjóra Gáma þjónust -
unnar er búist við að efnið verði
tilbúið til dreifingar í lok ágúst.
Taka við trjágreinum
Er þetta enn ein við bótar -
þjónusta við neytendur en sl.
sumar var opnuð ný endur -
vinnslustöð, Gámavellir sem
tekur við úrgangi frá einstakl -
ingum og fyrirtækjum og er hún
staðsett að Berghellu 1 en þar er
ma. tekið við trjágreinum sem
ekki er hægt að koma af sér
annars staðar í Hafnarfirði.
Jarðgerð í full -
komn um búnaði
Gámaþjónustan framleiðir moltu
með nýjum tækjum
Ingþór við hitamælana sem
tengdir eru við tölvubúnað.
Jón Ísaksson og Ingþór Guðmundsson við gámana þar sem
jarðgerðin fer fram á mjög snyrtilegan hátt.
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n
A-lið FH og Hauka í sjöunda
flokki kvenna stóðu sig vel á
Símamótinu sem fram fór í
Kópavogi um síðustu helgi.
FH hafði sigrað Sindra frá
Höfn en Haukastúlkurnar kepptu
um fyrsta sætið við Grindavík.
Fór sá leikur í framlengingu en
lyktaði með markalausu jafntefli
og deildu liðin því fyrsta sætinu.
FH og Haukar höfðu háð
æsispennandi leik daginn áður
um hvort liðanna mundi etja
kappi við Grindavík um fyrsta
sætið.
Það voru þær landsliðs -
hetjurnar Margrét Lára Viðars -
dóttir og Gréta Mjöll Samúels -
dóttir sem afhentu stúlkunum
sigurlaunin Þess má geta að
bæði A og B lið sjöunda flokks
FH náðu þriðja sæti á mótinu.
Þarna kepptu einnig stúlkur í
4., 5. og 6. flokki og varð FH í 3.
sæti í 5. flokki A, í 2. sæti í 5.
flokki B og í fyrsta sæti í 5.
flokki C.
Þá voru Sara Hólm úr FH og
Berglind úr Haukum valdar til að
leika í keppni Landsliðisins og
Pressunnar í 5. flokki.
FH sendi átta lið til keppni og
Haukar sendu þrjú lið til keppni.
Stóðu öll liðin sig mjög vel og
skemmtu stúlkurnar sér konung -
lega.
Ungar hafnfirskar stúlkur
stóðu sig vel í fótbolta
FH og Haukar stóðu sig vel á fótboltamóti í Kópavogi
A-lið FH og Hauka í sjöunda flokki ásamt Margréti Láru Viðarsdóttur, t.v. og Grétu Möll Samúlsdóttur
t.h. Á myndina vantar eina FH-stúlkuna, Helgu Magneu, en hún var farin að horfa á systur sína keppa.
L
j
ó
s
m
.
:
Þ
ó
r
a
r
i
n
n
J
ó
n
M
a
g
n
ú
s
s
o
n
Fiskbúðin Lækj
ar
gö
tu
220 Hafnarfirði S-56
554
88
220 HafnarfirðiLækjargötu 34bFiskbúðin Sími-5655488
OKKAR EIGIN:
Plokkfiskur
Lasagne
Humarsúpa
Rúgbrauð
Harðfiskur
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n