Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Blaðsíða 1
„Jú, þetta er sá mesti heiður sem mér hefur hlotnast,“ sagði söngvarinn góðkunni Björgvin Halldórsson og brosti þegar hann hafði verið útnefndur Gaflari ársins af Lionsklúbbi Hafnar - fjarðar á laugardaginn. Hann fékk forláta styttu, að sjálfsögðu með Gaflaranum á, farandgrip sem Hulda Runólfsdóttir, kenn - ari hafði í fyrra. Björgvin er áttundi Gaflari ársins og vel að útnefningunni kominn að mati Lionsmanna sem kusu hann. Klúbburinn hélt Gaflaradag á laugardaginn á Thorsplani með skemmtilegri dagskrá þar sem góður hópur Hafnfirðinga mætti og þáði veitingar, börnin teikn - uðu og allir nutu skemmti atriða og samverunnar. Kannski má kenna veðrinu um en alltof fáir mættu í miðbæinn. Er það kannski vegna þess að nú eru allir skráðir fæddir í Reykjavík? Lionsmenn voru ánægðir með daginn og að gestir voru greini - lega ánægðir með fram takið. Þarna mættu nokkrir brottfluttir Hafnfirðingar sem búsettir hafa verið erlendis lengi og nutu þess að hitta gamla skólafélaga og að komast í snert ingu við bæjarlífið. ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 35. tbl. 26. árg. 2008 Fimmtudagur 18. september Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.as.is Sími 520 2600 58% bílstjóra ók of hratt! Fyrir viku síðan voru brot 32 ökumanna mynduð á einum klukkutíma í Hamrabergi, sem liggur í gegnum gamla Setberg - ið. Meðalhraðinn var tæplega 45 km/klst. en hámarkshraðinn er 30 km/klst. Sá sem hraðast ók mældist á 59 km hraða en þarna eru bæði merktar gang - brautir og hraðahindranir. Mælingin var gerði í kjölfar ábendinga íbúa í hverfinu sem kvörtuðu undan hraðakstri á þessum stað. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n sími 555 0330 — opið kl. 8-18 og 8-17 föstudaga Áratuga reynsla tryggir örugga þjónustu. Láttu okkur dekra við bílinn þinn. Smurstöðin Smur 54 Aukin þjónusta í nýju glæsilegu húsnæði. Ekki bara smurþjónusta! S m u r s t ö ð i n S m u r 5 4 B æ j a r h r a u n i 6 o g R e y k j a v í k u r v e g i 5 4 Magnús Gunnar F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 8 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Bæjarhrauni 6, bakhús Hjónin Ragnheiður Björk Reynisdóttir og Björgvin Halldórsson. Björgvin Gaflari ársins Vel heppnaður en of fámennur Gaflaradagur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.