Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Blaðsíða 12
Skjálfti við Trölladyngju Fjölmargir fundu jarðskjálfta á þriðjudagsmorgunn kl. 07.25 en skv. upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálft inn 3,6 á Richterskala. Skv. frum - útreikningum voru upptökin á 5,6 km dýpi undir Höskuldar - völlum1,3 km frá toppi Trölla - dyngju og um 400 m frá bíla - stæð inu þaðan sem flestir ganga á Keili. Annar, mun vægari skjálfti varð um kl. 11 sama dag við Oddafellið, 1,4 km SV af fyrri staðnum. Jarðskjálftar af þessum stærð um mælast af og til á þessu svæði. Listaverkagjöf Vífilfell hf. hefur fært Hafnar borg að gjöf listaverk eftir bandaríska myndlista - manninn Creighton Michael. Sýningar á verkum þessa þekkta listamanns voru settar upp s.l. sumar annars vegar í Hafnarborg og hinsvegar í StartArt. Sýningarnar vöktu athygli og voru fjölsóttar á báðum stöðunum. Lista maður - inn kom til landsins af þessu tilefni. Fyrsta sýning á lista - mannsferli Creighton Michael var einmitt sett upp í í lista - safninu í Atlanta í Banda ríkj - unum, en þar eru höfuð stöðvar Coca-Cola. Árni Stefánsson, forstjóri Víf il fells h.f. afhenti lista verkið með þeim orðum, að það væri vel við hæfi að minna á þessi tengsl. Hann sagði einnig að með þess ari lista verkagjöf vildi fyrirtækið heiðra Hafnfirðinga í tilefni af hundr að ára kaup - staðarafmæli Hafnarfjarðar. Álftanes áfram í útsvari Útlitið var ekki bjart hjá liði Álftaness í spurningaþætti sveitarfélaganna, Útsvari á laugardaginn eftir fyrri hluta keppninnar. Fjarðarbyggð var komið með yfirburða stöðu og allt stefndi í sigur þeirra. En seiglan í liði Álftaness kom sér vel og liðið náði mjög góðum árangri í flokka - spurningum og spurningum sem gáfu allt að 15 stig og skaust fram úr á loka spurn - ingunni og sigruðu. Í liði Álftaness eru þau Guðmundur Andri Thorsson, Hilmar Örn Hilmarsson og Anna Ólafsdóttir Björnsson sem er eini nýliðinn í liðinu. Hafnarfjörður mætir liði Reykjanesbæjar annan föstu - dag en lið Hafnarfjarðar er skipað þeim Gísla Ásgeirssyni, Silju Úlfarsdóttur og Elízu Lífdísi Óskarsdóttur. 12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. september 2008 1983-2008 • Tjónaskoðum og vinnum fyrir öll tryggingafélögin • Útvegum bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur yfir Rauðhellu 10, Hafnarfirði • sími 565 0502 • bilamalunhfj@simnet.is bílamálun • réttingar • framrúðuskipti Vönduð vinnubrögð F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 9 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Hönnun/Design: Hjördís Pálmarsdóttir Öldugata 4, 220 Hafnarfjörður Gsm:663-1523, gilitrutt@internet.is Gilitrutt Í S L E N S K U L L - I C E L A N D I C W O O L H A N D Þ Æ F Ð H Á L S M E N O G E Y R N A L O K K A R / H A N D F E L T E D N E C K L A C E S A N D E A R R I N G S Hönnun/Design: Hjördís Pálmarsdóttir Öldugata 4, 220 Hafnarfjörður Gsm: 663-1523, gilitrutt@internet.is Óperan Cavalleria Rutsticana verður frumsýnd í Íslensku Óperunni annað kvöld en þar verður líka sýnd óperan Pagli - acci þar sem Eyjólfur Eyjólfs - son, tenór, syngur hlutverk Bebbe. Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, syngur aðalhlutverkið í Cavall - eriu, hlutverk Santuzzu sem hún syngur á móti Auði Gunnars - dóttur. Óperurnar voru samdar með stuttu millibili í lok 19. aldar á Ítalíu af tónskáldunum Pietro Mascagni og Ruggero Leonca - vallo. Þetta eru einþáttungs - óperur, þar sem líf og örlög venju legs fólks er í forgrunni. Munurinn á leikhúsi og lífi er tekinn til rækilegrar skoðunar í þessari uppfærslu Íslensku óper - unnar og í raun mætti segja að hér fái óperugestir að upplifa leikhús í leikhúsi í leikhúsi! Hafnfirðingar koma mikið við sögu í þessum uppfærslum þar sem frægastan má telja Elínu Ósk Óskarsdóttur en Eyjólfur Eyjólfsson er ungur söngvari sem hefur fengið mikla athygli og miklar vonir eru bundnar við. Antonía Hevesi sem stjórnað hefur hádegistónleikum Hafnar - borgar með glæsibrag er æfinga - píanisti í Óperunni og í kórnum syngja Ásgeir Eiríksson, Björg Jóhannesdóttir, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Kristinn Kristins - son og Örvar Kristinsson. Ekki má gleyma yfirmanni sauma - stofunnar, Berglindi Einarsdóttur sem líka kemur úr Hafnarfirði. Svo má nú ekki gleyma öðrum söngvurum sýningarinnar eins og Jóhanni Friðgeir Valdimars - syni, Kristjáni Jóhannssyni, Sól - rúnu Bragadóttur, Tómasi Tómassyni, Alinu Dubik, Alex Ashworth og Sesselju Kristjáns - dóttur. Alls verð átta sýningar og er uppselt á flestar þeirra. Hafnfirsk innrás í Óperuna Elín Ósk syngur aðalhlutverkið í Cavalleriu, Santuzzu Eyjólfur Eyjólfsson Elín Ósk Óskarsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.