Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. september 2008 1983-2008 Í framhaldi af kynningur á hugmyndum um nýtt hafnar - svæði á Hraunum er hér til fróðleiks birt frásögn Ómars Smára Ármannssonar en á vef hans www.ferlir.is má finna mik - inn fróðleik um náttúru- og mannvistarleifar en Ómar hefur miklar áhyggjar af því að svæðið verði skemmt. Í grein sinni á vefnum hefur hann eftir ró lynd - is manni: „Vonandi verða hvorki hug myndir né fulltrúar þeirra lang lífir“. Hraun kallast landsvæðið vest - an og sunnan Straumsvíkur, en víkin hefur myndast milli Lamb - hagatanga að austan og Hrauna að vestan. Hraunið sem þekur svæð ið er 5-7.000 ára gamalt hellu hraun sem átt hefur upptök sín í Hrútagjárdyngju. Búskapur hefur verið stund að - ur í Hraunum frá fornu fari og hafa verið leiddar líkur að því að rústir við Óttarsstaði séu frá 12. öld. Á svæðinu má sjá fjölda rústa, tóftarbrot býla og gripa - húsa, minjar eru um útræði í fjör - unni, þurrabúðir, fiskbyrgi, vörslu garðar og fiskreitir eru ein nig sýnilegir. Helstu lögbýli í Hraun um voru Stóri-Lambhagi, Þor bjarnarstaðir, Straumur, Ótt - ars staðir og Lónakot. Þessum býl um fylgdu síðan hjáleigur og þurrabúðir, s.s. Gerði, Péturskot, Litli-Lambhagi, Þýskubúð, Jóns - búð, Kolbeinskot, Óttarsstaða - gerði og Eyðikot. Heimild er um forna kirkju á svæðinu og graf - reit. Árið 1997 fékk Umhverfis- og úti vistarfélagið Bjarna F. Ein - arsson fornleifafræðing til að grafa prufuholur í Jónsbúð, sem er þurrabúð eða hjáleiga utarlega við vestanverða Straumsvík. Bjarni hafði áður verið fenginn til að leita að og staðsetja rústir á svæð inu og segir í skýrslu hans að minjar eins og rústirnar við Jóns búð séu mikilvægur minnis - varði um ákveðna búskaparhætti og að minjar af slíku tagi sé ekki að finna annars staðar á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Yfirleitt má segja að rústir og minjar á svæðinu séu óspilltar af manna - völdum og svæðið geymi í heild sinni allar þær minjar sem búast megi við að finna í og við þurra - búðir og hjáleigur. Byggð tók að leggjast af í upphafi þessarar ald - ar og var horfin um miðja öldina. Auk merkilegra sögulegra heimilda er náttúrufar með nokk - uð sérstæðum hætti á þessu svæði. Í hrauninu má finna fjölda fersk vatnstjarna sem koma og fara eftir sjávarföllum þegar sjór inn flæðir inn undir hraunið og streymir síðan út aftur á fjöru. Vegna þess að ferskvatnið, sem flæðir stöðugt undan hrauninu, er eðlisléttara en saltvatnið flýtur það ofan á sjónum meðan flæðir að, en blandast honum síðan þegar flóðið nær hámarki. Áður fyrr voru börn látin vakta sjávarföllin til þess að ná fersku vatni úr tjörnum og brunnum áður en sjórinn náði að blandast fersk vatninu við háflæði. Í tjörn - um sem ekki þorna alveg upp á fjöru hafa nýlega uppgötvast dvergbleikjur sem verða um 12- 14 cm og lifa á skilum ferskvatns og sjávar. Hvar eru þessi Hraun? Væntanlegt hafnarsvæði eða safn um mannvistir fyrri alda? K o r t : Ó m a r S m á r i Á r m a n n s s o n ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR SÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR.IS MÁLÞING Í IÐNÓ – HREINT LOFT FYRIR ALLA Í kvöld, fimmtudaginn 18. september verður haldinn kvöldfundur um skipulags- og samgöngu - mál í samvinnu Hafnarfjarðarbæjar, Reykjavíkur - borgar og Mosfellsbæjar. Meðal mælenda eru Unnur Steina Björnsdóttir lungna - sérfræðingur, Ómar Ragnarsson fréttamaður, Gunnar Her sveinn heimspekingur og Halldóra Thoroddsen rithöfundur. Fundurinn hefst kl. 20.00 - Fundurinn er hluti að samgönguviku 2008. ALLIR ÚT AÐ HJÓLA LAUGARDAGINN 20. SEPTEMBER Hjóladagur samgönguvikunnar 2008 verður laugar - daginn 20. september. Hjólalest mun hjóla frá Hafnarborg sem leið liggur til Reykjvíkur til þáttöku í dagskrá við Ráðhús Reykjvíkur. Lagt verður af stað 11.30. Nánar á www.hafnarfjordur.is Vegna mikillar eftirspurnar verður bætt við tíma í vetur í vatnsleikfimi í sundlaug DAS á Hrafnistu í Hafnarfirði. Kennsla verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18.10 – 19.00 og er fyrsti tíminn þriðjudaginn 23. september. Upplýs ingar gefur Guðrún H. Eir ík sdótt ir, íþróttakennari í s íma: 897 5395 eft ir k l . 15.00 Vatnsleikfimi

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.