Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Blaðsíða 6
Í síðustu viku mældi umferðar - deild lögreglunnar á höfuð - borgar svæðinu hraða við flesta grunnskóla í Hafnarfirði og við grunnskólann á Álftanesi og var til verksins notuð ómerkt lög - reglu bifreið sem búin er mynda - vélabúnaði. Verst var ástandið á Hlíðar - bergi við Setbergsskóla og Hraun brún, nálægt Víði staða - skóla og ástandið var lítið betra á Breiðumýri við Álftanesskóla. Mælt var í eina klukkustund á hverjum stað. Á Hlíðarbergi voru 31 kærðir af þeim 110 sem óku framhjá myndavélinni. Á Hraunbrún voru 20 kærðir af þeim 39 sem mældir voru eða rúmur helmingur ökumanna! Í Kríuási við Áslandsskóla voru 8 kærðir af þeim 22 sem mældir voru en þar hafði lögreglustjóri nýlega komið eftir kvartanir íbúa um ökuhraða við skólann. Ökumenn voru hins vegar til fyrirmyndar á Háholti við Hvaleyrarskóla þar sem aðeins 2 voru kærðir af 31 sem voru mældir. Við Álftanesskóla voru mæld 64 ökutæki og af þeim voru kærðir 33 ökumenn. Á Hjallabraut við Hjallaskóla og skátaheimilið voru 21 ökumaður kærður af þeim 104 sem mældir voru en það er eina gatan sem hefur 50 km hámarkshraða. Á öðrum stöðum er 30 km há - marks hraði. Athyglisvert er að sjá að fram - hjá Setbergsskóla fóru 110 bílar á einni klst., 31 framhjá Hval - eyrar skóla og 22 framhjá Ás - lands skóla. Hinar göturnar eru heldur lengra frá skólunum. 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. september 2008 1983-2008 Fyrir nokkru fréttist það að Daníel Pétursson, forstöðu maður Suðurbæjarlaugar hefði verið ráðinn á skrifstofu íþrótta mála hjá Hafnar fjarðar bæ. Þegar upplýsinga fulltri bæj arins var spurður kannaðist hann ekki við slíkar ráðningar. Það staðfestist hins vegar í fréttatilkynningu frá Kaup þingi um samning vegna greiðslu - korta, en þar var Daní el titlaður verkefnastjóri íþrótta mála. Aðspurður stað festi Ingvar Jónsson að ráðið hafi verið í þetta starf sem er nýtt en taldi ekkert óeðlilegt við að það hefði ekki verið auglýst enda ekki óeðli legt að starfsmenn bæjarins ættu möguleika á framþróun í starfi. Guðmundur Rúnar Árna - son, formaður fjöl skyldu ráðs sagði að gert hafi verið ráð fyrir þessu nýja starfi í fjárhags - áætlun. Ráðningin var svo kynnt í íþrótta- og fjöl skyldunefnd 11 dögum eftir myndbirtinguna í Fjarðar póstinum. Þar kemur fram að Daníel sjái m.a. um sam - ræmingu á rekstri sundlauga og með niðurgreiðslum barna og unglinga. Ráðningin hefur vakið nokkra umræðu, bæði vegna þess að staðan var ekki auglýst og líka vegna þess að lengi hefur verið deilt á rekstur Suðurbæjarlaugar og kvartað hefur verið undan slælegu við haldi og ónógum þrifum. Staða forstöðumanns Suður - bæjarlaugar var auglýst þar síðustu helgi. Ný staða án auglýsingar Forstöðumaður Suðurbæjarlaugar verður verkefnastjóri íþróttamála Úrslitakeppni Íslandsmótsins í knatt spyrnu í 7 manna bolta fór fram á Blönduósi helga 30. - 31. ágúst sl. Fimm lið höfðu unnið sér keppnisrétt; HK, UMFÁ, Víðir-Garði, Hvöt-Blönduósi og Völsungur frá Húsavík. Ungmennafélag Álftaness stóð sig mjög vel og náði silfri, tapaði aðeins einum leik, gegn HK sem varð Íslandsmeistari en bæði liðin hlutu 9 stig en markatala HK var hagstæðari. Silfur til kvenna - fótboltans á Álftanesi 4. fl. kvenna fékk silfur í 7 manna bolta Efri röð: Freyja S., Brynja, Rebekka, Katrín Þórey, Helga, Díana, Íris og Bjössi þjálfari. Neðri röð: Steina, Agnes, Rakel, Kristín Anna, Freyja Björk. Fyrir framan: Elín Helena. Nei, mörkin voru ekki bak við hól! Hratt ekið við Setbergsskóla Meira en helmingur ökumanna á Hraunbrún óku of hratt Aðskilnaður á milli götu og skólalóðar er einna verstur við Setbergsskóla þar sem hratt er ekið. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n www.m10.is 517-0150 Viltu selja, sameina eða kaupa fyrirtæki? Íbúð til sölu Lýsing eignar: Sameig - inleg ur inngangur á hæð inni, rúmgóð forstofa. Hol með vönduðum skápum. Flísa - lagt bað herbergi með sturtu, gluggi á baði. Stórt og gott svefn her bergi með mjög vönduðum skápum. Ske mmtilegt lítið barna her - bergi. Eldhús ný stand sett, falleg ný inn rétting með mahogny lím tré á borð um, góð borð stofa. Björt og falleg stofa. Stigi niður úr stofu á neðri hæð í gott herbergi. Einn ig er í kjallara gott sam eiginlegt þvotta - hús og sér geymsla. Eik ar - parket og flís ar á gólfum, lakk að gólf á her bergi niðri. Hús klætt að ut an að hluta til. Falleg, mik ið endurnýjuð eign, frá bær staðsetning rétt við miðbæinn. Sérlega falleg nýstandsett 4ra herbergja íbúð á neðri hæð í fjórbýlishúsi á gamla Álfaskeiðinu. Íbúðin er 80,7 m² með geymslu og herbergi í kjallara. Nánari upplýsingar á www.hraunhamar.is © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Í kvöld kl. 20 verður annað fræðslu kvöld haustsins hjá Fullorðinsfræðslu Hafnar fjarðar - kirkju. Þema þess er spurningin sem margir hafa borið fram á undanförnum árum um samband og tengsl Maríu Magdalenu og Jesú – hvort þau hafi ef til vill verið hjón eða alla vega átt í ástarsambandi. Fræðslukvöldið er í umsjá sr. Þórhalls Heimissonar, en hann hefur á undanförnum árum tekið saman bók um Maríu Magda - lenu sem væntanleg er á þessu hausti. Mun hann gera grein fyrir þeim heimildum sem til eru um Maríu Magdalenu og þeim sögum sem um hana hafa verið sagðar í aldanna rás – tilurð þeirra, heimildagildi og áhrifum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Voru Jesú og María Magdalena hjón?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.