Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Blaðsíða 3
Strákarnir í 4. flokki Hauka í knattspyrnu bættu einni skraut - fjöðrinni í bikarsafn félagsins á föstudaginn er þeir unnu HK og tryggðu sér þar með Íslands - meistaratitilinn. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Hauka í knattspyrnu frá upphafi og var Rósa Guðbjartsdóttir, formaður knattspyrnudeildarinnar, afar ánægð með árangurinn og sagði þetta merkan áfanga í knatt - spyrnusögu félagsins. Strákarnir hafa spilað mjög vel í sumar og unnið alla sína leiki, léku 11 leiki í B-riðli og markahlutfallið var 53-7 og kepptu svo við HK sem varð efst í A-riðli og endaði leikurinn 1-0 fyrir Hauka. Fyrstu Íslandsmeistarar Hauka 4. fl. karla fyrsti Íslandsmeistari Hauka í knattspyrnu í 11 manna liðum Íslandsmeistarar Hauka í 4. flokki karla. Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 www.fjardarposturinn.is 3Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 18. september 2008 Sunnudagurinn 21. september, 18. sd. e.tr. Guðsþjónustu kl. 11 Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason Organisti og kantor: Guðmundur Sigurðsson Kór: Barbörukórinn í Hafnarfirði Fermingarfræðsla Fermingarfræðsla hausthóps í safnaðarheimilinu Strandbergi kl. 10-12. www.hafnarfjardarkirkja.is Sunnudagurinn 21. september Sunnudagaskóli kl. 11 Messa kl. 11 Predikunarefni gildin í lífinu og fjárkreppa nútímans. Foreldrar hvattir til að koma ásamt fermingarbörnunum. Prestur sr. Bára Friðriksdóttir, tónlistarstjóri Helga Þórdís Guðmundssdóttir og kór Ástjarnarkirkju styður sönginn. Fundur á eftir með foreldrum fermingarbarna. Kaffi, ávextir og spjall á eftir. Gönguhópur kvenna mánudaga kl. 20.15 Gengið um sóknina, spjall á eftir í safnaðarheimili. Foreldramorgunn þriðjudaga kl. 10-12. Sr. Bára Friðriksdóttir ræðir um nokkur þroskaskref barna kl. 10.30. Ganga fyrir almenning þriðjudaga kl. 11 Gengið frá og að Ástjarnarkirkju undir stjórn Bjargar Gunnarsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir. Stúlknakórsæfing mánudaga kl. 15.15 Stelpur 10 ára og eldri velkomnar. Kór Ástjarnarkirkju æfir miðvikudaga kl. 19.30 www.astjarnarkirkja.is Arna Eyjólfsdóttir, hársnyrtir Eygló Guðjónsdóttir, hársnyrtir 10 % afsláttur út september af klippingu Alls sóttu 43 um stöðu for - stöðu manns Hafnarborgar sem auglýst var fyrr í sumar, 31 kona en aðeins 12 karlar. Sextán umsækjenda eru búsettir í Hafn - arfirði. Skv. heimildum Fjarðarpóstins voru 7 ein stakl ingar skoðaðir nánar, 5 konur og 2 karlar. Mælt var með Rakel Halldórsdóttur, fram kvæmda stjóra Safnaráðs en hún dró umsókn sína til baka og var Ólöf Kristín Sigurðardóttir ráðin en hún er deildarstjóri fræðslu deildar Listasafns Reykja víkur. Ólöf er M.A. í list og stjórnun frá School of the Art Insti tute í Chicago og B.A. í lista sögu og heimspeki frá Há - skóla Íslands. Ólöf Kristín mun hefja störf 1. október nk. en hún tekur við starfinu af Pétrúnu Pétursdóttur sem gegnt hefur starfinu frá stofnun safnsins fyrir 25 árum síðan. Nýr forstöðumaður Hafnarborgar Ólöf Kristín Sigurðardóttir ráðin Bridge vetrar - starfið hafið Vetrarstarf Bridgefélags Hafn - arfjarðar hófst á mánudaginn í Hraun seli, Flatahrauni 3 með mitchell-tvímenningi á átta borðum, sem sem forsvarsmenn félagsins fögnuðu og töldu gefa góð fyrirheit um komandi vetur. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: N-S 1. Harpa Fold Ingólfsdóttir- Brynja Dýrborgardóttir - 194 2. Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson - 192 3. Skeggi Ragnarsson - Kristján B. Snorrason - 191 A-V. 1. Dröfn Guðmundsdóttir - Hrund Einarsdóttir - 210 2. Erla Sigurjónsdóttir - Sigfús Þórðarson - 196 3. Kristín Þórarinsdóttir - Helga Bergmann - 169 Næstu þrjá mánudaga eru einskvölda tvímenningar og eru byrjendur sérstaklega hvattir til að mæta. Spilamennska hefst kl. 19.00 stundvíslega. Svipmyndir frá Gaflaradeginum L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Krakkarnir spreyttu sig m.a. á því að teikna og lita og höfðu gaman af.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.