Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.11.2008, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 27.11.2008, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 27. nóvember 2008 1983-2008 ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR SÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR.IS AUGLÝSING UM SKIPULAG TILLAGA AÐ BREYTTU DEILISKIPULAGI MIÐSVÆÐIS VALLA, TJARNARVALLA 13 Í HAFNARFIRÐI Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 18. nóvember 2008, að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi miðsvæði Valla, Tjarnarvalla 13 í Hafnarfirði, skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í að bygging verði á einni hæð í stað 2-4 hæða. Hámarks byggingarmagn verði 1068 m² í stað 5340 m². Nýtingarhlutfall verði að hámarki 0.4 í stað 2.0 og að bílastæði verði innan lóðar. TILLAGA AÐ BREYTTU DEILISKIPULAGI MIÐSVÆÐIS VALLA, TJARNARVALLA 2 Í HAFNARFIRÐI Skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 19. nóvember 2008, að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi miðsvæði Valla, Tjarnarvalla 2 í Hafnarfirði, skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í að gróðureyju fyrir grenndargáma sem staðsett er miðsvæðis á bílastæði Tjarnarvalla verði breytt í nýja lóð Tjarnarvelli 2. Á lóðinni verði 5x12 m byggingarreitur fyrir pylsuvagn og bílastæði. Nýtingarhlutfall nýju lóðarinnar verði 0.14. Grenndargámasvæði verði fært til norðurs með aðkomu frá bílastæði Tjarnarvalla. Deiliskipulögin verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 28. nóvember 2008 - 29. desember 2008. Hægt er að skoða deiliskipulagstillögurnar á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is/skipulag_og_framkvaemdir/skipulag Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 12. janúar 2009. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingarnar teljast samþykkir þeim. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar FUNDARBOÐ Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005 - 2025, Öldutúnsskóla Deiliskipulag fyrir Öldutúnsskóla Breyting á deiliskipulagi Kinna, leikskólalóð við Öldugötu Mánudaginn 1. desember 2008 verður haldinn kynningarfundur vegna breytinga á: Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025, Öldutúnsskóla Deiliskipulagi fyrir Öldutúnsskóla Breytingu á deiliskipulagi Kinna, leikskólalóð við Öldugötu Fundurinn verður haldinn í fyrirlestarsal Lækjarskóla. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að mæta á fundinn. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar Ekki eru margir mánuðir liðnir síðan íbúar Hafnarfjarðar kusu á móti stækkun Álvers ins í Straumsvík. Sem betur fer voru margir sem áttuðu sig á mikil vægi þessa frábæra fyrir tækis og mikil vægi þess fyrir Hafn ar fjörð. Enn og aftur kemur þetta fyrirtæki og hjálpar heimilum í Hafn arfirði þegar á bjátar. Nú þegar krepp ir að, þá sýna stjórnendur fyrir - tækisins hversu mikils þeir meta starfs menn sína og styðja við bakið á þeim þegar mest á reynir. Því miður kusu fleiri en færri á móti stækkun Álversins í Straums - vík. Það sem sló mig mest í allri umræðunni um stækkunina var, hversu margir Hafnfirðingar höfðu ekki kynnt sér sögu fyrir - tækisins og vissu ekki um allan kraftinn og upp bygg ingu Hafn - ar fjarð ar sem fyrir tæk ið kom með í bæ inn. Um ræð - an snérist um hvort börn í barna vögn um myndu verða fyrir mengun er þau svæfu úti á svölum, um - ræðan snérist ekki um nein áþreifanleg vís - inda leg sannindi. En, enn og aftur kem ur þetta vel rekna hafnfirska fyrirtæki til skjalana þegar mest á reynir og illa árar. Stendur á bak við sitt starfsfólk og reynist bæjar félag inu styrk stoð á erf iðum tímum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Alcan fyrirtæki til fyrirmyndar Guðrún Jónsdóttir Aðalfundur VG í Hafnarfirði verður haldinn miðvikudaginn 3. desember n.k. kl. 20 í anddyri veislusals Hauka að Ásvöllum. Dagskrá • Venjuleg aðalfundarstörf • Gestur fundarins Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. Félagar eru hvattir til að fjölmenna Stjórnin Um síðustu helgi voru skemmd - ir unnar í iðnaðar hverf inu á Hval eyrarholti. Á Hvaleyrar - braut var brotist inn í bíl og úr honum stolið ýmsum verð mæt - um. Rúða var brotin í bifreið sem stóð í Brekkutröð og rúður brotn ar í tveimur fyrirtækjum í Eyrar tröð. Bifreið sem stóð í Granda tröð hafði verið rispuð með oddhvössum hlut og þrjár rúð ur í henni verið brotnar. Flestar skemmdirnar voru unn ar seinni part dags og því ekki ólíklegt að einhver búi yfir upp - lýsingum um skemmdarverkin. Er sá hinn sami beðinn um að hafa samband á lögreglustöðina í síma 444 1140. Skemmdarverk á Hvaleyrarholti Útfáfutónleikar í Hafnarborg í kvöld Í tilefni af aldarafmæli Hafnar - fjarðarkaupstaðar hefur hljóm - diskurinn Aldarblik verið gefinn út en hann hefur að geyma mörg af ástsælustu einsöngslögum Íslend inga, m.a. Draumalandið, Maístjörnuna, Sjá dagar koma, Ég bið að heilsa, Á Sprengisandi og Í fjarlægð. Í kvöld kl. 20.00, verða útgáfu tónleikar í Hafnar - borg. Flytj endur verða Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Ágúst Ólafsson barítón og Ástríður Alda Sig - urðar dóttir píanóleikari. Einnig kem ur fram Kór Flens borgar - skól ans og úrval hafnfirskra hljóð færaleikara. Aðgangur er ókeyp is og verður hljóm disk - urinn til sölu á staðnum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.