Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.11.2008, Blaðsíða 13

Fjarðarpósturinn - 27.11.2008, Blaðsíða 13
www.fjardarposturinn.is 13Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 27. nóvember 2008 Strandgata 55 220 Hafnarfjörður Iceland Tel: 565-1213 Fax: 565-1891 vikings@fjorukrain.is Öðruvísi stemning syngjandi víkingar og valkyrjur Hljómsveit Rúnars Þórs og sérstakur heiðursgestur er Gylfi Ægisson, sem syngur flest af sínum bestu lögum. Gylfi verður með myndlistarsýningu á Hótel Víking í nóvember og desember. Syngjandi jólasveinar og Grýla veislustjóri. DANSLEIKIR Í NÓVEMBER OG DESEMBER • Skötuhlaðborðið á þorláksmessu • Jólahlaðborðin í nóvember og desember • Þorrablótin hefjast svo á bóndadaginn í janúar • Árshátíðarpakkar handa fyrirtækjum og einstaklingum • Leikhúspakki, matur og leikhús Það verður mikið um dýrðir í Hafnarfjarðarkirkju á sunnu - daginn er nýtt 25 radda orgel í þýskum rómantískum stíl verður vígt. Þýskur orgelsmiður og heims - frægur sérfræðingur í þýskum orgel um 19. aldar, Christian Scheffl er smíðaði orgelið eftir uppskrift hins stórmerka orgel - smiðs rómantíska tímans, Wil - helms Sauer. Sauer orgel eru sér - hönnuð með tónlist nítjándu aldar í huga, t.d. Mendelssohn, Lizst og Reger og þykja einstak - lega hljómfögur. Orgelið var sérstaklega smíðað inn í Hafnar - fjarðarkirkju og hefur upp setn - ing þess staðið yfir síðustu mán - uði og nú er verið að leggja lokahönd við málun á því. Guðmundur Sigurðsson, org - an isti í Hafnarfjarðarkirkju er yfir sig hrifinn af orgelinu og segir að efst í huga sér sé aðdáun á afburða handverki og tónhönnun og þakklæti fyrir að mega taka þátt í svona ævintýri. „Hljómgæðin eru langt um - fram væntingar og kollegar mín - ir sem prófað hafa orgelið eru yfir sig hrifnir. Málararnir hafa unnið kraftaverk við að gera útlit orgelsins glæsilegt og það fellur einstaklega vel að kirkj unni. Kirkjugestir munu heyra mikla hljómfegurð og tón sem fellur vel að kirkjunni en orgelið er há rómantískt og hefur silkimjúkan tón auk þess að geta hljómað mjög kröftuglega,“ segir Guð - mundur og aðdáunin á orgelinu leynir sér ekki í máli hans. Tæplega 2000 handsmíðaðar pípur eru í orgelinu en upp skrift - in að orgelinu er frá sama tíma og kirkjan var smíðuð og má því segja að leitað hafi verið upprunans. Hátíð á sunnudag Hátíðarmessa verður kl. 11 á sunnudaginn þar sem sr. Sig - urður Sigurðarson, vígslubiskup prédikar og vígir orgelið en með honum þjóna til altaris báðir prestar kirkjunnar, sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heim isson. Mikið verður um dýrð ir, kórasöng og hljóðfæra - leik auk þess sem Guðmundur Sig urðs son leikur á hið nýja orgel. Vert er að geta frum - flutnings á nýju tónverki fyrir kór og orgel, „Haf“ eftir Huga Guðmundsson og nýrrar útsetningar Smára Ólasonar á fornum íslenskum tónlistararfi. Hátíðartónleikar Kl.17 sama dag verða hátíðar - tónleikar þar sem heimsþekktur orgelleikari, Stefan Engels frá Leipzig leikur á hið nýja orgel. Allir eru velkomnir, jafnt á hátíðarmessuna kl. 11 og tón - leikana kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Orgelhátíð á sunnudag Nýja orgelið hreint meistarastykki! Enn var verið að mála orgelið þegar þessi mynd var tekin en allt verður tilbúið á sunnudaginn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Skátar bera Friðarljósið í kirkjur Á sunnudaginn verður Frið - ar ljósið frá Betlehem af hent í Víði staðakirkju kl. 11 og í Frí - kirkjuna kl. 13. Það eru skátar í Hraunbúum og gildisskátar sem dreifa ljósinu. Friðarljósið er ljós friðar og vináttu, frelsis og sjálfstæðis, samkenndar og sam ábyrgðar. Ljósið er fyrir þá sem þjást og eru einmana og fyrir hjálpsemi í verki. Það er af hent sem gjöf. Boðskapur þess er „Friður á jörðu“. Eldri skátar komu með það til lands - ins árið 2001 frá Austurríki. Friðar ljósið á Íslandi er nú varð veitt hjá nunnunum í Karmel klaustrinu í Hafnarfirði. Í kvöld verður ljósið afhent fulltrúa Bandalags íslenskra skáta og St. Georgsgildanna við athöfn í Skátalundi við Hval - eyrarvatn en þaðan fer það í dreifingu um allt land. Sunnudaginn 7. desember verð ur farið í Hafnar fjarðar - kirkju kl. 11 og í Ástjarnar kirkju kl. 20. Einnig verður farið með ljósið í grunnskóla bæjarins. Þeir sem áhuga hafa á því að nálgast loga frá ljósinu geta komið í skátaheimilið Hraun - byrgi við Hjallabraut. Nánari upplýsingar um Friðarljósið er að finna á slóðinni: http://stgildi.hraunbuar.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.