Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.11.2008, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 27.11.2008, Blaðsíða 15
Úrslit: Handbolti Karlar: HK - FH: 32-28 Veszprém - Haukar: 34-25 Akureyri - Haukar: 22-34 Körfubolti Konur: Haukar - Keflavík: (miðv.d) Haukar - Hamar: 76-73 Karlar: Haukar - Breiðablik: 83-75 Næstu leikir Körfubolti 28. nóv. kl. 19.15, Hveragerði Hamar - Haukar (úrvalsdeild karla) 29. nóv. kl. 16, Ásvellir Haukar - Valur (úrvalsdeild kvenna) Íþróttir Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 27. nóvember 2008 www.fjardarposturinn.is 15 Jólamarkaður opnaður í Firði Opnaður verður jóla mark - aður í Firði annari hæð þar sem BT var áður með verslun. Þar verða seldar ýmsar gjafavörur, spil, jólakort, pappír og leik - föng á mjög góðu verði. Þetta eru gamlar og nýjar vörur í bland og flestir ættu að geta fund ið eitthvað við sitt hæfi. Opnað verður á laugar dag - inn og verður opið alla daga til jóla. Risaskor í bridge Sveit Drafnar Guðmunds - dóttur náði risaskori á síðara kvöldi hraðsveitakeppninnar með 696 stig, sem dugði henni til sigurs, en næst komu Guðni Ágústsson, 630 stig og Harpa Fold með 587 stig. Með Dröfn í sveit voru Ás geir Ásbjörns - son, Hrund Einars dóttir og Hrólf ur Hjaltason. Loka staðan varð þessi, miðl ungur 1152: 1. Dröfn Guðmundsdóttir 1277 2. Guðni Ágústsson 1255 3. Hulda Hjálmarsdóttir 1197 4. Harpa Fold Ingólfsdóttir 1146 5. Erla Sigurjónsdóttir 1126 Þann 1. desember hefst aðal - sveitakeppni félagsins og verður spilað 1. og 8. des. og síðan haldið áfram eftir ára - mót. Spila ðir verða tveir leikir á kvöldi. Hægt er að skrá sveit - ir hjá Erlu s. 659 3013 og Þórði s. 862 1794. Selfoss vann bæjarkeppnina Bæjarkeppni milli Hafnar - fjarðar og Selfoss var haldin 22. nóv. sl. og var þetta í 63. skiptið sem helstu bridge - meist arar bæj anna leiddu saman sagnaspjöld sín en fyrst var keppt 1946. Í hálfleik bauð bæjarstjórinn spilurum í 100 ára afmæliskaffi í hið glæsi - lega og nýuppgerða Bungalow, og var almenn og mikil ánægja með þá samverustund. Keppninni lauk annars með sigri Selfyssinga 105-77. • • • • • • Jólagjöf Byrs til samfélagsins í ár er að gefa öllum börnum sem fæðast á árinu 2008 kr. 5.000 í fram tíðarsjóð. Þetta er í fyrsta sinn sem heilum árgangi er boðið að þiggja slíka jólagjöf. Góð fjárhagsleg heilsa Byr hefur um nokkurt skeið kynnt reglubundinn sparnað sem for sendu góðrar fjárhagslegrar heilsu hjá einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum. Jólagjöf Byrs er hluti af því þjóðarátaki og er henni ætlað að minna á gildi sparn að ar hjá öllum aldurs hóp um. Það er von Byrs að jóla gjöf in auðveldi þeim síðar meir að til einka sér sparnað sem sjálf sagðan lífsstíl. Gildi sparnaðar mikið Þá er einnig vonast til þess að jólagjöfin stuðli að því að gera reglubundinn sparnað að bæði skemmtilegu og þroskandi sam - starfsverkefni barna og nánustu aðstandenda þeirra. Gildi þess er mikið, sér í lagi fyrir möguleika barnanna til að fóta sig af öryggi í fjármálum síðar á ævinni. Þá auð - veldar sparnaður þeim að verða læs á fjármál, en kannanir sýna að þeir unglingar sem náð hafa góð - um tökum á fjármála læsi misstíga sig mun síður fjárhagslega. Engar kvaðir eða skuldbindingar Foreldri eða forráðamaður þarf aðeins að stofna sparnaðar reikn - ing hjá Byr, sem er verðtryggður Fram tíðarsjóðsreikningur bund - inn til 18 ára aldurs og að fullu tryggð ur hjá Tryggingarsjóði innistæðu eigenda. Gömul hefð er fyrir slíkri gjöf hjá Byr, áður SPH, sem hef ur allt frá árinu 1931 gefið börn um kost á að eign ast verð tryggðan sparnað í fæð ingargjöf. Jólagjöf til samfélagsins Stuðningur við samfélagslega tengd verkefni er einnig rót gró inn hjá Byr en á undanförnum ár um hefur því verið sleppt að senda út hefðbundna jólakveðju og þeim fjármunum sem sparast með því móti veitt til góðra mál efna. Á undanförnum jólum hef ur verið stutt við geðheil brigði og standa vonir til þess að jóla gjöfin í ár hljóti jafn góðar viðtökur og á síðustu árum. Þeir foreldrar eða forráðamenn sem vilja þiggja jólagjöfina fyrir hönd barnanna sinna geta fengið nánari upplýsingar í útibúum eða á heimasíðu Byrs fram til 28. febrúar nk. Geta fengið 5 þúsund kr. sparnað í jólagjöf Byr býður öllum börnum sem fæðast á árinu 2008 að eignast framtíðarsjóð Jólahandbókin í næstu viku! Jólahandbókin verður í Fjarðarpóstinum í næstu viku þar sem hafnfirskar verslanir kynna vörur sínar og þjónustu fyrir jólin. – Verslaðu jólagjafirnar í Hafnarfirði í ár! Verslunar- og þjónustuaðilar eru hvattir til að panta pláss tímanlega á auglysingar@fjardarposturinn.is Hálfdán Kristjánsson Alhiða flutningar 896 7730 kaldeyri@simnet.is  Valgeir Helgi nýr formaður FUJH Valgeir Helgi Bergþórsson var kjörinn formaður Félags ungra Jafnaðarmanna í Hafnarfirði og Júlía Margrét Einarsdóttir var kjörin varaformaður. Á aðalfundi félagsins voru samþykktar ályktanir um að Hafnarfjarðarbær fari af stað með uppbyggingarverkefni fyrir atvinnulaust ungt fólk og kröfðust þau þess einnig að stað - inn yrði vörður um velferðarkerfi það sem Samfylkingin hafi byggt í kringum ungt fólk undan farin 6 ár. Þá var samþykkt ályktun þar sem hvatt var til að boðað verði til alþingiskosninga á vor mánuðum. Saga Hauka í 20 ár Nýlega ákváðu Haukar að rita framhald 60 ára sögu félagsins, þ.e. frá 1991-2011. Ritstjóri hefur verið ráðinn Hall grímur Indriðason, frétta - maður, og starfar hann með rit - nefnd sem skipuð hefur verið. Ráð gert er að bókin komi út á 80 ára afmæli félagsins árið 2011. Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.