Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.04.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 02.04.2009, Blaðsíða 2
Ég hlustaði á ræðuna hans Davíðs Odds - sonar. Ekki veit ég hvort mér kom eitthvað á óvart það sem hann sagði en lélegir þóttu mér aulabrandararnir. Davíð er eldklár en mér finnst hann fara orðið illa með. Hins vegar undraðist ég hjörðina. Hjörðina sem hló og klappaði í hvert sinn sem Davíðs svo lítið sem andaði á milli setninga. Gat ég ómögulega skilið frétta - flutning „stór“blaðanna sem einblíndu á þá sem gengu út og hneyksluðust. Undir yfir hálftíma ræðu gengu fundarmenn hreint til verks svo minnti á dolfallna áheyrendur undir þrumuræðum Hitlers. Það kom mér á óvart og hélt að svona væri ekki til lengur. Sjálfstæðisflokkurinn á hins vegar heiður skilið að gefa öllum kost á að hlusta á allar ræður þingsins á heimasíðu sinni. Ræða Hafnfirðingsins Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur fyrir varaformannskjör var allt önnur og af persónulegri nótum. Held ég að margir geti tekið undir hennar orð þegar hún gagnrýndi rógburð og ósmekklegar sögusagnir. Vonandi að mótmælendur gæti hófs og láti fjölskyldur og heimili fólks í friði, hvort sem viðkomandi heitir Davíð eða Þorgerður Katrín. Var ræða hennar valin ræða þingsins af Málfundafélaginu Óðni en á þeim tímapunkti var hópurinn í salnum ekki orðin hjörð eins og nokkru síðar er Davíð fékk orðið. Viðbrögð salarins var mikið hógværari en hún reyndi heldur ekki að slá sér upp á aulabröndurum eins og Davíð. Var þó staðið upp fyrir henni í ræðulok og klappað lengi. Henni var líka launað með 80,6% greiddra atkvæða í varaformannskjöri. Og talandi um heimasíður flokkanna. Vilji flokkarnir miðla til fólksins og ekki síst heyra skoðanir fólksins mega þeir taka til hendinni og endurbæta síður sínar. VG sýnir t.d. fjölmiðlum myndir af frambjóðendum síðustu kosninga. Guðni Gíslason 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 2. apríl 2009 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Pálmasunnudagur 5. apríl Fermingar kl. 10.30 og kl. 14 Prestar: sr. Kjartan Jónsson og sr. Gunnþór Þ.Ingason Kantor: Guðmundur Sigurðsson. Kór: Barbörukórinn í Hafnarfirði. Sunnudagaskóli á sama tíma í Strandbergi Kyrrðarstund með kristinni íhugun þriðjudaga kl. 17.30 í umsjá Sigríðar Hrannar Sigurðardóttur. TÖLVUHJÁLPIN Tek að mér vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 860-7537 Hádegistónleikar í dag „Mozart og ástin“ er yfirskrift hádegistónleika Hafnarborgar þar sem Antonía Hevesi fær sópran - söng konuna Þóru Einarsdóttur með sér. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa í um klukkustund. Ókeypis. Menningarstyrkir veittir Í dag kl. 17 veitir Hafnarfjarðarbær styrki til menningarstarfsemi og húsverndar. Verða veittir 14 styrkir til menningarviðburða og einn styrkur til húsverndar. Athöfnin fer fram í Gúttó við Suðurgötu og eru allir velkomnir. Opið hús hjá SVH Í kvöld kl. 20 verður opið hús hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar þar sem veiðimenn mæta til að hnýta „drápstól“ næsta veiðitímabils. Allir velkomnir. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - mynda safn Íslands Beitiskipið Potem kin (1925) eftir Sergei M. Eisenstein. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - mynda safnið kvikmyndina Whales of August (1987) í leikstjórn Lindsay Anderson. Ný sýning í Hafnarborg Á laugardaginn kl. 15 verður opnuð sýning á verkum Guðrúnar Kristj - áns dóttur í Hafnarborg. Sýn ingin ber yfirskriftina Veðurskrift. Guðrún er þekkt fyrir áhrifamikli verk sem túlka íslenska náttúru og nátt - úru sýn á frumlegan hátt. Á sýn - ingunni verða innsetningar, málverk og ljós myndir sem fást við síbreyti - leg form og kvika náttúru landsins. Sýningin Veðurskrift skiptist í þrjá kafla Veðurlag, Veðursögur og Veðurskrif stofur. Víðistaðakirkja pálmasunnudagur 5. apríl Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30 Fermingarguðsþjónusta kl. 14 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Barnaguðsþjónusta kl. 11 Fer fram í loftsal kirkjunnar. Skemmtileg og fjölbreytt stund fyrir alla fjölskylduna. www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Auglýsingasími: 565 3066 Dansað í Hraunseli föstudaginn 3. apríl Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum leikur fyrir dansi. Dansað er í Hraunseli, Flatahrauni 3, kl. 20.30 - 24. Mikið fjör og mikið gaman. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl. 20 Upplýsingar á www.febh.is og í síma 555 0142 Kannabis - ræktun í einbýlishúsi 900 kannabisplöntur teknar á einni viku Lögreglan stöðvaði umfangs - mikla kannabisræktun í ein - býlishúsi við Brekkuás sl. föstudag. Við húsleit fundust um 300 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Talið er að þarna hafi staðið yfir ræktun í einhvern tíma. Tveir karlar voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Sá eldri er um fertugt en hinn er nokkru yngri. Stór hluti hússins var undirlagður af þessari starf - semi. Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnu - verkefni lögreglu og tollyfir - valda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Þess má geta að fyrr í síðustu viku fundust um 600 kannabis - plöntur á ýmsum stigum rækt - unar í húsi hér í bæ og var karl á þrítugsaldri yfirheyrður. Ekk - ert lát virðist vera á uppljóstr - unum fíkniefnalögreglunnar. SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 mánud. og miðvikud. kl. 17-19 Sími 867 2273

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.