Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.04.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 02.04.2009, Blaðsíða 3
Ísaga hefur opnað afgreiðslu á gasi við Grandatröð. Þar hefur fyrirtækið verið með hylkjaviðhald en á 5-10 ára fresti eru gashylkin sandblásin, prófuð og máluð. Að sögn Þórðar Þorbergssonar, sölu - manns hefur fyrirtækjum í málmiðnaði fjölgað mikið í bænum og ætti það að vera fagnaðarefni að þurfa ekki til Reykjavíkur eftir gasi en um 17 gastegundir eru í boði. Auk gass til iðnaðar selur Ísaga própangas fyrir heimili og ferðalögin. Aukin gasþjónusta í bænum Málmiðnaður og vélaverkstæði blómstra í Hafnarfirði Ásgeir Magnússon og Þórður Þorbergsson starfsmenn Ísaga. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 2. apríl 2009 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Fríkirkjan Pálmasunnudagur Fermingarguðsþjónustur kl. 11 og 13 Sunnudagaskólinn fellur niður vegna ferminga. Verið velkomin í Fríkirkjuna! www.frikirkja.is Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066 auglysingar@fjardarposturinn.is L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Sl. laugardag hélt Æsku lýðs - deild Sörla í fyrsta sinn keppni í Smala fyrir börn, unglinga og ungmenni. Mjög góð þátttaka var í Smalanum. Ungt fólk á öllum aldri tók þátt. Reynsla knapana í hestamennsku, var frá örfáum mánuðum upp í margra ára reynslu. Ýmis ógleym an leg tilþrif sáust á keppnis vellinum öllum til mik - illa skemmtunar. Það var ekki annað að sjá og heyra að knöpum, áhorfendum og síðast en ekki síst hestunum hafi fundist virkilega gaman af að taka þátt í Smala. Smalinn er spennandi og skemmtileg keppnisgrein fyrir alla hestamenn. Ekki er gert kröfur um hreinleika gang teg - unda eða stillingu. Greinin ger - ir miklar kröfur til, fimi og hraða og skyn hestsins fyrir ábend ingum. Þau eru einmitt þau atriði sem mikilvægust eru í smalamennsku og því hefur þessi keppnisgrein hlotið nafn sitt Smali. Í Smala er riðin skilgreind braut, þ.s. annars vegar hún er afmörkuð með ýmsum gerðum af hliðum, sem reyna á stjórnun og fimi. Keilur afmarka hliðin og geta þær dottið ef ekki er farið vel og vandlega í gegnum þau. Hins vegar er brautin opn - ari þar sem hægt er að ríða mjög hratt, jafnvel hleypa á stökk. Ræðst árangur knapans af brautartíma og felldum keil um. Það sem er gerir Smalann ein af skemmtilegustu keppnis - grein í hestamennskunni er að allir geta tekið þátt. Það þarf aðeins að redda sér einhverjum hesti og tolla á baki. Brautin er hins vegar þannig byggð upp að árangur er háður getu og þjálfunarstigi hests og knapa. Í flokki polla og barna sigraði Brynja Kristinsdóttir á Fiðlu, Ágúst Inig Ágústsson á Erta varð annar og Kristín Helga á Sól þriðja. Í flokki unglinga og ungmenna sigraði Ásta Björnsdóttir á Ísaki, Sga Mellbin á Ási varð önnur og Hanna Rún Ingibergsdóttir á Lendu þriðja. „Smali“ ný skemmtileg keppni Einn hinn ungu keppenda í brautinni. L jó s m .: S ig rí ð u r T h . E ir ík s d ó tt ir

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.