Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.04.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 02.04.2009, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 2. apríl 2009 Dansinn er einn af fjöl - mörgum þáttum í starfi Félags eldri borgara í Hafnarfirði og nýtur hann sí vaxandi vinsælda. Á morgun, föstudag munu félagar úr Félagi harmonikku - unnenda á Suðurnesjum, leika fyrir dansi. Dansað verður svo næst síðasta vetrardag, 22. apríl og lokadansleikur vorannar verður 15. maí og mun Þor - valdur Hall dórsson leika og syngja af sinni alkunnu snilld á báðum þeim dansleikjum. Dansinn dunar Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna alþingiskosninganna 25. apríl 2009 Utankjörfundaatkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna hinn 25. apríl 2009 fer fram á skrifstofu sýslumannsins í Hafnarfirði Bæjarhrauni 18, 3. hæð sem hér segir: • Alla virka daga til og með 8. apríl frá kl. 9.00 til 15.30 • Laugardagana 4., 11. og 18. apríl frá kl. 10.00 til 12.00 • Sunnudagana 5. og 19. apríl frá kl. 13.00 til 15.00 • Alla virka daga frá þriðjudeginum 14. apríl til föstudagsins 24. apríl frá kl. 09.00 til 19.00 Eftirtalda daga er lokað: Skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Á kjördag verður opið frá kl. 10.00 - 12.00. Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði manns, sem er lögráða, um hagi kjósandans og þarf að hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 16.00 þriðjudaginn 21. apríl nk. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en laugardaginn 4. apríl. Hafnarfirði 13. mars 2009 Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Guðmundur Sophusson ÁLFTANES GARÐABÆR HAFNARFJÖRÐUR Það var fróðlegt að fylgjast með landsfundum Sjalf stæðis - flokksins og Samfylkingarinnar um helgina 28. og 29. mars s.l. Davíð Oddsson kvaddi með skömm - um og grófu gríni en fékk ávítur frá Geir Haarde fyrir bragð - ið. Í „Endurreisnar - skýrslu“ Sjálf stæðis - manna segir m.a. „Frjálst mark aðs - kerfi er án vafa besta og skyn samlegasta leið in í atvinnu lífinu“. Já, einmitt það. Hvern ig fer það sam an við að við halda lokuðu einokunarkerfi eins og kvóta kerfinu? Þrátt fyrir að skoðana kannanir bendi til þess að yfirgnæfandi meiri - hluti þjóð ar innar sé á móti kvóta kerfinu í núverandi mynd virð ist enginn stjórnmála flokk - ur nema Frjálslyndir hafa það á stefnuskrá sinni að breyta því. Bjarni Benediktsson sigraði í for mannskjöri Sjálfstæðis - manna og Þorgerður Katrín verður áfram varaformaður. Ekki veit ég hvort það er gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að báðir forystumennirnir komi úr sama kjördæminu, en vissulega gleður það okkur hér í „Krag - anum“. Á mynd sem birtist á forsíðu Frétta blaðsins 30. mars stillir Bjarni sér upp í anda Richards Nix ons fyrr um forseta USA og vona ég svo sann arlega að það boði ekki stefnu í anda þess manns. Betur færi nú á því að Bjarni tæki frænda sinn og al - nafna til fyr ir myndar í þeim efn - um. Jóhanna Sigurðar dóttir var kos in for maður SF eins og vitað var fyr ir fram og lofaði að vera áfram til 100 ára aldurs í anda ömmu sinnar! Það er eins gott fyrir Samfylk inguna því Jó hanna er límið sem heldur þess um sundurleita flokki sam - an. En á óvart kom að Dagur B. Egg ertsson skyldi leggja Árna Pál Árna son. Jóhanna vill taka til í ríkisfjármálunum og „sýna að hald og forgangsröðun sem byggði á réttlæti og og velferð fyrir alla en ekki suma“. Ég er hræddur um að hún amma hennar Jóhönnu væri ekki ýkja hrifin af því „réttlæti“ sem snýr að öldr uðum og öryrkjum sem kemur hvað grimmast fram í þeim aðferðum sem gilda hjá Trygg inga - stofnun Ríkisins sem lotið hefur stjórn flokkssystkina Jó - hönnu frá upphafi. Væri ekki rétt að byrja þar Jóhanna? Sam fylkingin heldur fast við ES stefnu sína þrátt fyrir að í yfir lýsingum um þau mál rekist hvað á annars horn t.d. um auðlyndir þjóð arinnar. Sam fylkingin vill eins og Framsókn halda í hið rang láta kvótakerfi. Ef svo færi nú að lokum að við yrðum aðilar að ES með óbreyttu kvótakerfi þá er það augljóst mál að kvótagreifarnir væru ekki lengi að selja kvót ann hæstbjóðenda í ES. Hrædd ur er ég um að amma Jóhönnu hefði ekki verið hrifin af því. VG heldur sig á varlegu nót unum og Steingrími fer bara vel að leika Geir Haarde. Nú bíðum við bara spennt eftir kosningunum og sjáum svo til hvernig fer. Höfundur er fv. flugumferðarstjóri. Að loknum landsfundum Hermann Þórðarson Sitjandi f.v. Hanna Friðjónsdóttir, Kolbrún Leósdóttir og Erla Ólafs - dóttir. Standandi f.v. Jóhann Smári Jóhannsson, Edda Júlía Þrá ins - dóttir, Sigríður Kristín Skarphéðinsdóttir, Margrét Guð munds dóttir, formaður og Gísli Engilbertsson. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n VINSTRI GRÆN www.vg.is Vinstri græn opna kosningaskrifstofu í Hafnarfirði laugardaginn 4. apríl. Opið hús í Strandgötu 11 frá 14-16 Allir velkomnir. VINSTRI GRÆN Í HAFNARFIRÐI Hafnfirðingar 60 ára og eldri Munið kynninguna á félagsstarfinu í Hraunseli Flatahrauni 3 nk. mánudag 16.30 - 18.30. Heitt á könnunni. Félag eldri borgara í Hafnarfirði

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.