Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 16.04.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. apríl 2009 Allt frá hruni bankanna hefur Samfylkingin unnið að því að byggja velferðarbrú til að hjálpa heimilunum í landinu yfir tíma - bundna erf ið leika. Brú in saman stendur af mörgum mark viss - um aðgerð um sem allar hafa það að mark miði að styðja skuldsett heim ili í gegnum tíma bil sam - dráttar. Rík isstjórn Jó - hönnu Sig urðar dóttur hefur hækkað vaxta - bætur um tals vert, lækkað greiðslu byrði verð - tryggða lána um 10-20%, lækk - að greiðslu byrði gengistryggðra lána um 40-50% og gert fólki kleift að frysta allar afborganir í allt að 3 ár, eða greiða aðeins vexti eða verðbætur. Sam fylk - ingin vill að greiðslubyrði fólks sé löguð að greiðslugetu þess. Kraftmikil verðmætasköpun er lykillinn að skjótri endur reisn og bættum lífskjörum. Þess vegna verður að skapa þær forsendur að atvinnulífið geti náð vopnum sínum á nýjan leik og skapað störf fyrir fólkið í landinu. Samfylkingin vill ráð - ast í bráðaaðgerðir strax í bygg - ingar iðnaði, nýsköpun og sprota fyrirtækjum, sem fela ekki í sér óábyrga skuldasöfnun sem draga harðindin á langinn. Lausn in til lengri tíma felst svo í aðild að ESB og upptöku nýs gjald miðils. Yfirlýsing um að - ild ar við ræð ur mun strax veita krón unni skjól og auka traust er - lendra lána stofn anna sem neita nú íslensk - um fyrir tækj um um láns fé. Sam fylkingin er eini flokk urinn sem vill hefja viðræður um aðild að ESB strax eftir kosn ingar og bera samn inginn sem fyrst undir þjóðaratkvæði. Sam fylkingin mun tryggja hags muni atvinnu - lífsins og heim il anna í samn - inga viðræðum við ESB. Við munum ekki gefa eftir mikil - væga grund vallar hags muni ís - lensks sjávar útvegs og land - búnaðar. Í því felst að aðild breyti í engu for ræði okkar yfir auðlindum þjóð ar inn ar. Sam - fylk ing in telur að besta leiðin áfram fyrir fyrir tækin og heimilin í landinu séaðildar við - ræður við ESB. Þá strax mun krónan styrkjast og vextir lækka vegna bættra lána kjara erlend is. Atvinnulífið fær þá lang þráða viðspyrnu og störf um fjölgar. Höfundur skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar. Besta leiðin áfram Magnús Orri Schram Ögmundur Jónasson, heil - brigð is ráðherra er öflug rödd Vinstri grænna í ríkisstjórn. Hann tók við heilbrigðis ráðu - neyt inu eftir búsáhalda bylt - inguna og hefur sann - ar lega látið hend ur standa fram úr erm - um. Þegar ný ríkis - stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við ríkti mikil reiði í samfélaginu og hér í Hafnarfirði var reiðin ekki síst vegna ákvarð - ana Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, fyrr ver - andi heil brigð is ráð - herra Sjálfstæðisflokksins, um að leggja St. Jósefsspítala niður í núverandi mynd án samráðs við þá sem málið varðaði. Samráð um aðgerðir Frá því Ögmundur Jónasson tók við lyklavöldum í heil - brigðisráðuneytinu hefur hann látið verkin tala. Nauðsynlegt hef ur verið að ná fram hag ræð - ingu, en það er ekki sama með hvaða hætti það er gert. Í stað einhliða ákvörðunar fyrri ráð - herra hefur Ögmundur kallað alla hlutaðeigandi að borðinu og unn ið að hagræðingu í samráði við þá sem málið varð ar. Sparn - að ar að gerð irnar sem voru unn ar á þennan hátt og snúa að St. Jós efs spítala og öðr - um Kraga sjúkra hús - um koma í veg fyrir stór felldar upp sagnir. Vinnu brögðin sem þar voru viðhöfð hafa ein kennt alla vinnu Ög mundur Jónasson ar, heil - brigðis ráðherra við að ná fram sparnaði og hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðis þjónustu fyrir alla Dagdeildargjöld sem komið var á 1. janúar 2009 af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, fyrrverandi heil - brigðisráðherra Sjálfstæðis - flokks ins hafa verið afnumin. Nú verandi heilbrigðisráðherra hefur einnig gefið út reglugerð sem beinir lyfjanotkun í ódýrari lyf auk þess sem þar er komið sér staklega til móts við barna - fjölskyldur og atvinnulaust fólk. Í byrjun apríl undirritaði heil - brigð isráðherra og forstjóri Hrafn istuheimilana svo samn - ing um rekstur 20 rýma fyrir aldraða sem þurfa á skamm - tímavistun að halda og um rekst ur 30 dagdeildarrýma. Við Vinstri græn viljum tryggja jafnan aðgang að góðri heil brigðisþjónustu, grunn - heilsu gæslu og menntun. Við viljum efla heimaþjónustu og heima hjúkrun og snúa frá frek - ari einkavæðingu og aukinni gjald töku í velferðarkerfinu. Á að eins örfáum vikum hefur Ögmundi Jónassyni, heilbrigð - is ráðherra tekist að færa okkur nær því norræna velferðar sam - félagi sem við viljum búa við. Trygg um að þeirri vinnu verði framhaldið í kjörklefanum 25. apr íl næstkomandi. Höfundur er bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Hafnarfirði. Samráð um velferð Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir RAFRÆNIR GREIÐSLUSEÐLAR Frá og með 1. maí 2009 verða greiðsluseðlar frá Hafnarfjarðarbæ aðeins sendir út rafrænt í heimabanka bæjarbúa. Seðlarnir birtast í Íbúagáttinni á heimasíðu bæjarins www.hafnarfjordur.is þar sem hægt verður að skoða þá. Þeir sem óska eftir að fá áfram heimsendan greiðsluseðil eða fá aðstoð við innskráningu eða notkun íbúagáttarinnar vinsamlegast hafið sam - band við Þjónustuver bæjarins í síma 585 5500, póstfangið hafnarfjordur@hafnar fjordur.is eða netspjallið á www.hafnarfjordur.is Lífsins tré fermingarbarnanna Fermingarbörn í Hafnar fjarð - ar kirkju hafa fengið að vinna að listaverki samhliða fermingar - fræðslunni. Mósaiklistakonan Alice Olivia Clarke sem á stúlku sem er að fermast nú um þessar mundir kom með hugmynd að þessu verkefni með krökkunum að búa til lífsins tré. Í samstarfi við sókn - ar prest varð úr að Alice hannaði lífs ins tré sem hafði skírskotun í keltneskan kross. Fermingar - börn sem þess óskuðu fengu að gera laufblöðin á tréð og röðuðu litum saman að eigin ósk. Nú er tréð mótað en unnið hefur verið hratt að verkinu en fermingarbörn næstu ára geta bætt við laufblöðum svo tréð dafnar á næstu árum þar til veggpláss leyfir ekki meira. Alice með nokkrum fermingarbarnanna við verkið. Listamaðurinn og presturinn við lífsins tré. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.