Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 16.04.2009, Blaðsíða 2
Hver á að leysa vandamál þjóðarinnar? Kosn ingarnar framundan setja fólk í aðra stöðu en í fyrri kosningum. Nú er stór vandi að leysa, fjármagnið er mjög takmarkað og enginn trúir þegar stjórmálamenn lofa upp í ermarnar á sér. Nú er tími úrlausna. Hverjir geta raðað saman púsluspilinu þannig að rétt mynd fáist. Þegar fjölskyldan raðar saman púsluspili reynir hver og einn að finna lausn sem passar við heildarmyndina. Það þýðir lítið að horfa á og segja eftir á að ég hefði gert þetta öðruvísi. Það þýðir lítið að vera með yfirlýsingar, aðeins bein hjálp og samvinna kemur að gagni. Þetta mættu stjórnmála - menn læra. Kannski er það vegna samstarfsleysis sem peningaöflin náðu yfirvöldum og enginn sá hættuna. Það þýðir lítið að kalla úlfur, úlfur. Aðeins má vara við aðsteðjandi raunverulegri hættu. Það þýðir lítið að segja eftir á, ég kallaði úlfur, úlfur. Framundan er tími sam - starfs, samstarf stjórnmálaflokkanna og samstarf stjórn mála manna og „sérfræðinga“ af hvaða tagi sem er. Ég trúi ekki á patentlausnir frekar en skyndigróða. Ég sé engan einn eða engan einn flokk sem ræður við að leysa vanda þjóðarinnar. Ég hef ekkert meiri trú á nýju fólki heldur en reyndu og þeim sem hafa „lent“ í vitleysunni. Þeir reyndu hafa reynslu sem má nýta og þeir nýju hafa kraftinn sem má virkja. Þjóðin þarf að finna sameiginlega leið að lausn vandamála okkar. Unga fólkið þarf að geta haldið húsnæði sínu, ekki aðeins með því að lengja í hengingarólinni. Unga fólkið, jafnt sem aðrir þarf að sjá sólina framundan. Það þarf að kortleggja vandann en ástæðulaust er að mála skrattann á vegginn og drepa alla von. Þjóðin hefur lifað miklu erfiðari þrengingar. Stundum hefur hún misst mikið en alltaf horft fram á veginn og leyst málin. Það getur hún. Við þurfum stjórnmálamenn í forystu sem þora að vinna með fólki í öðrum flokkum, þora að vinna þvert á alla hagsmunahópa. Nú er tækifæri fyrir alvöru leiðtogahæfileika. Guðni Gíslason. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. apríl 2009 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudaginn 19. apríl, 1. sd. e. páska Fermingarmessa kl. 10.30 Prestar: Sr. Kjartan Jónsson og sr. Gunnþór Þ. Ingason Kantor: Guðmundur Sigurðsson. Kór: Barbörukórinn í Hafnarfirði. Sunnudagaskóli á sama tími í Strandbergi Kyrrðarstund með kristinni íhugun þriðjudaga kl. 17.30 í umsjá Sigríðar Hrannar Sigurðardóttur. TÖLVUHJÁLPIN Tek að mér vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 849-6827 Hnýtingarkvöld Í kvöld, 16. apríl, kl. 20 verður síð - asta Opna hús vorsins hjá Stanga - veiði félagi Hafnarfjarðar. Það er hnýt ingar kvöld og eru félagar hvattir til að mæta með hnýtingartólin. Stofnun félags frístundamálara Undirbúningsnefnd að stofnun félags frístundamálara hefur nú lokið störfum og boðar til formlegs stofnfundar í kvöld, fimmtudags - kvöld á Kaffi Reykjavík kl. 20. Allir þeir sem fást við að mála eru velkomnir. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - mynda safnið The Untouchables (1987) í leikstjórn Brian De Palma. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - mynda safnið When a Woman As - cends the Stairs (1960) eftir japanska kvikmyndagerðarmanninn Mikio Naruse. Keiko starfar sem barmær eða nokkurs konar geisha en er að verða full gömul fyrir starfið. Hún verður því annað hvort að giftast eða opna eigin bar. Húsmæðraorlof Húsmæðraorlof Hafnarfjarðar til - kynn ir að enn eru nokkur sæti laus í Suðurlandsferðina sem farin verður dagana 25.-29. maí. Nánari upp - lýsingar gefur Kristín s. 555 3129. Þrastartónleikar Karlakórinn Þrestir, ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur verður með vortón - leika í Víðastaðakirkju á sunnu - daginn kl. 16 og í Hafnarborg 22. apríl kl. 20. Að auki verða tónleikar í Grafar vogskirkju á laugardag kl. 16 og Neskirkju 23. apríl kl. 16. Undirleikari er Jónas Þórir og stjórnandi er Jón Kristinn Cortez. Víðistaðakirkja sunnudagurinn 19. apríl Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestur: Bragi J. Ingibergsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11 Fer fram í loftsal kirkjunnar. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Erla leikur á horn á fram - haldsprófs - tónleikum Leikur eigin tónsmíð Á laugardaginn kl. 20 verða tónleikar í Tónkvísl, Hall steins - sal (gamla íþróttahúsinu við Lækjarskóla). Erla Axelsdóttir leikur á horn verk eftir W.A. Mozart, L. van Beethoven, F. Strauss, P. Dukas og eigin tónsmíð. Meðleikari hennar á píanó verður Ástríður Alda Sigurðar - dóttir ásamt strengjakvartett og blásarakvintett. Kennari hennar er Emil Friðfinnsson. Tónleikar Erlu eru hluti af framhaldsprófi hennar frá Tón - listarskóla Hafnarfjarðar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 mánud. og miðvikud. kl. 17-19 Sími 867 2273 TRÖNUHRAUNI 10 - SÍMI 565 3232 www.fjardarbon.is - fjardarbon@fjardarbon.is Er Fjarðarpósturinn besti auglýsingamiðillinn fyrir Hafnarfjörð? Hafnfirðingar lesa sitt blað og þar ná auglýsingar til lesendanna. Þurfir þú að ná til Hafnfirðinga – Hafðu þá samband! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s auglýsingasími: 565 3066 auglysingar@fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.