Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 16.04.2009, Blaðsíða 8
Málefni sparisjóðsins BYRs hafa verið mjög til umræðu að undanförnu og hafa stofn fjár - eigendur bæði á höfuðborgar - svæðinu og á Akureyri boðað til funda vegna áhyggna af gangi mála þar á bæ. Spari sjóðurinn á við vanda mál að stríða eins og flestar fjár mála stofnanir um þess ar mundir og hefur óskað eftir ríkis aðstoð. Áður en SPH sameinaðist SV og SPK var þetta sjálf seignar - stofnun og þeir sem nú kallast stofn fjáreigendur hétu þá ábyrgðar menn enda held ég að þeir hafi ekki lagt til neina beina fjármuni til sparisjóðsins. Það sem ég skil ekki er hvernig hægt var að selja sjálf seignar - stofnun. En skýringanna er að að leita í nýjum lögum um sparisjóði sem Framsóknarflokkurinnn undir forustu þáverandi við - skiptaráðherra, Valgerðar Sig - urð ardóttur, setti á sínum tíma og áttu að verja sparisjóðina frá yfirtöku banka og fjármála - manna sem þeim tengdust. En inn í þessi lög voru sett ákvæði sem heimiluðu stofn fjáreig - endum sparisjóðanna að breyta þeim í hlutafélög ef 90% þeirra samþykktu það. Þetta ákvæði varð til þess að ýmsir fjármála - menn/fjárglæframenn tóku að ásælast sparisjóðina vegna þeirra digru sjóða sem þar var að finna og voru ýmist varasjóðir til að tryggja rekstur þeirra eða sjóðir sem nota átti til menningar og líknarmála. Þessi nýju lög Framsóknar urðu þannig til þess að slátra spari sjóð unum í stað þess að vernda þá. Það er því komið fyrir spari sjóðunum eins og það sem varð SÍS og kaupfélög - unum og öðrum fyrir tækjum á þeirra vegum, eins og t.d. Samvinnu tryggingum að bráð. Fégræðgin hefur sigrað á nýjan leik. Tveir ágætir hafnfirskir kratar kölluðu bylt inguna í SPH á sínum tíma „þjófnað um hábjartan dag“, og fengu bágt fyrir. En mér sýnist að þessi fullyrðing þeirra eigi við nokkur rök að styðjast. Við almennir viðskiptamenn sparisjóðsins í allt að fimmtíu ár, höfum áhyggjur af gangi mála. Hvað verður um BYR? Fer allt til fjandans og þar með spariféð okkar smælingjanna, eða mun ríkisjóður hlaupa undir bagga? Höfundur er fv. flugumferðastjóri. Logndrífa í stað Byrs? Hermann Þórðarson 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. apríl 2009 DEIGLAN Hvað er í Deiglunni? Fjölbreytt dagskrá í hverri viku – námskeið, erindi, útivist… Fylgstu með á hafnarfjordur.is eða komdu í kaffi. www.hafnarfjordur.is Deiglan er opin alla virka daga kl. 09.00 – 12.00. Atvinnu- og þróunarsetur Hafnarfjarðarbæjar Menntasetrinu við Lækinn F A B R I K A N Kjörskrá/Kjörfundur Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram eiga að fara 25. apríl 2009, liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Álftaness, Bjarnastöðum frá og með 14. apríl 2009 til kjördags. Samkvæmt a-lið 1. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sbr. a-lið ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 16/2009, skal taka á kjörskrá alla þá sem skráðir voru með lögheimili í sveitar-félaginu skv. íbúaskrá þjóðskrár fjórum vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. mgr. 1.gr. sömu laga. Kjörfundur hefst klukkan 9 árdegis og lýkur klukkan 22:00. Kosið verður í Álftanesskóla. (Gengið inn um aðalinngang við tengibyggingu.) Íslendingar búsettir erlendis skemur en í 8 ár eru einnig á kjörskrá og eins Íslendingar búsettir erlendis lengur en 8 ár, enda hafi þeir sótt um það til þjóðskrár. Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarétt við alþingiskosningar. Athugasemdir við kjörskrá skulu berast bæjarstjórn en leiðréttingar á kjörskrá má gera til kjördags. Bæjarstjóri Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti sl. þriðjudag að fara í atvinnuátaksverkefni í sam - vinnu við Skógræktarfélag Ís - lands. Skógræktarfélag Íslands hef - ur fengið úthlutað fjárm un um frá ríkinu til fram kvæmd ar á atvinnuátaki til að mæta þreng - ingum á vinnu markaði. Hjá Hafnarfjarðarbæ var átakinu tekið fagnandi og hefur verið ákveðið að fara í verkefni sem snúa að stígagerð og gróð - ur setningu í upplandi Hafnar - fjarðar. Reiknað er með að a.m.k. 30 manns geti fengið vinnu við verkefnið sem hefst á vor dög - um. Stígagerð og gróðursetning Ríki og bær styrkja skógræktarfélag í atvinnuátaki L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Bæjarstjórar planta í bæjarlandinu - ekki í atvinnuátaki. Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Kúplingar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.