Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2009, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 16.04.2009, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. apríl 2009 Komdu á æfingu! www.haukar.is HEILSUFÆÐI Lærðu að þekkja sjálfan þig Ókeypis námskeið í Deiglunni Deiglan, atvinnu- og þróunar - setur Hafnar fjarðarbæjar býður upp á námskeið og fróðleik fyrir þá sem misst hafa vinnuna og má vinna dagskrá vikunnar á www.hafnarfjordur.is Eitt af námskeiðunum sem í boði er nú er námskeið fyrir þá sem vilja efla sjálfa sig til framtíðar. Námskeiðið nefnist „Lyklar að sjálfsþekkingu - kraftur til framtíðar“ og er Jón Bjarni Bjarnason leiðbeinandi. Á námskeiðinu eru kynntir þeir grundvallarþættir sem eru undir staðan að persónugerð hvers manns og geta skýrt hvers vegna við gerum hlutina á þann hátt sem við gerum þá. Námskeiðið er í fimm hlut - um, 2,5 tími hver og hefst á mánu daginn. Skráning er í síma 517 7878 og hjá brynhildur @hafnarfjordur.is Ofurölvi eftir innbrot Nýliðin páskahelgi fór vel fram í Hafnarfirði en nokkur mál komu þó til kasta lögregl - unnar. Brotist var inn í bíl við Álfaskeið og úr honum stolið hljómflutningstækjum. Brotist var inn í Iðnskólann en öryggis - vörður sá til þjófanna er þeir hlupu á brott og skildu þýfið eftir utan við skólann. Þá var stol ið fartölvu úr einni kirkju bæj ar ins en starfs maður kirkj - unnar var eigandi tölvunnar. Talið er að þjófurinn hafi skriðið inn um glugga. Brotist var inn í fyrir tæki við Stapahraun og stolið skiptimynt. Þá var brotist inn í veitingastað í bæn um og stolið áfengi. Þjóf urinn var svo fljótur að svolgra í sig áfenginu að hann fannst ofur ölvi utan við veitinga stað inn og var hand - tekinn. Hann var einn ig skorinn á höndum eftir að hafa brotið rúðu í veitinga staðn um.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.