Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 16.04.2009, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 16. apríl 2009 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Kl.10:00-20:00 Straumur Í Goðafræðamiðstöð Víkingahrings- ins í Straumi er Haukur Halldórsson myndlistamaður að vinna risastórar veggmyndir úr Goðafræðinni. Víkinga- hringurinn hefur gefið út nokkrar bækur um goðafræði og galdra og eru þær til sölu á staðnum auk listrænna minja- gripa og listaverka. Umhverfi Straums er fagurt og eru gestir hvattir til þess að fara í gönguferð um nágrennið, fjöruna og hraunið og endilega að taka með sér nesti og njóta þess í salarkynnum Straums. Kl. 10:30 Gönguferð á Helgafell með Ferðafélagi Íslands Skemmtileg fjölskylduganga á þetta fallega fjall með fróðleik um jarðfræði og sögu. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 10. Einkabílar. Lagt af stað frá Kaldárseli kl. 10:30. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Kl.11:00-17:00 Byggðasafn Hafnarfjarðar – Frítt í söfnin í Hafnarfirði! Opið í fimm húsum safnsins. Pakkhúsinu, Sívertsenshúsinu, Beggubúð, Siggubær og Bungalóinu. Leiðsögn um sýningar í eftirtöldum húsum: Pakkhúsinu og Beggubúð kl. 14:30, í Sívertsenshúsinu kl.15:30 og í Bungalóinu kl. 16:00 KL.11:00-17:00 Hafnarborg – Frítt í söfnin í Hafnarfirði! Guðrún Kristjánsdóttir sýnir málverk, ljósmyndir og myndbandsverk auk þess sem umfangsmikil innsetning sem fæst við síbreytileg form og kvika náttúru Íslands ásamt áhrifum veðurs á land og menn verður til sýnis. Kl.13:00 og 14:00 Álfagönguferðir Sigurbjörg Karlsdóttir verður með tvær álfagönguferðir. Farið verður frá Byggðasafninu í Hafnarfirði kl. 13 og aftur kl. 14. Hver ferð tekur um 45 mínútur. Verð 500 krónur fyrir fullorðna en ókeypis fyrir börn í fylgd með full- orðnum. Kl.14:00-17:00 Hótel Hafnarfjörður Opið hús frá 14 -17. Heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi. Kíktu við og líttu á þetta glæsilega hótel á besta stað. Kl. 15:00-18:00 Fjörukráin og Hótel Víking Hægt verður að kynna sér þetta skemmtilega þemaveitingahús og hótel þar sem víkingar ráða ríkjum. Tilboðs- verð á veitingum m.a. kaffi og kleina á 400 krónur. Kl. 16:00 Hvernig ferðuðust Íslendingar fyrir tíma bílsins? Kynnist þarfasta þjóninum hjá Íshestum, komið með í klukkutíma hestaferð. Verð 2000 krónur á mann. Léttar veitingar til sölu. G ra fí sk a V in n u st o fa n - 5 5 2 0 7 0 0 – Hátíð ferðaþjónustunnar í Hafnarfirði S K E M M T I L E G D A G S K R Á F Y R I R A L L A F J Ö L S K Y L D U N A 1 8 . A P R Í L 2 0 0 9 Fríkirkjan Sunnudagurinn 19. apríl: Sunnudagaskóli kl. 11 Fermingarguðsþjónusta kl. 13 Verið velkomin í Fríkirkjuna! www.frikirkja.is Íslendingar fengu 6 gull, 5 silfur og 8 brons á Norður - landa mótinu í skylmingum með höggsverði, sem fram fór í Örebro í Svíðþjóð um páskana. Hilmar Örn Jónsson úr FH sigraði í flokki U15 og Viktor Ingi Guðmundsson úr FH varð þriðji. Þórdís Ylfa Viðarsdóttir úr FH sigraði í flokki U15 stelpna en hún sigraði félaga sinn úr FH Aldísi Eddu Ingvars dóttur í úrslit - um. Gunnar Egill Ágústsson úr FH sigraði í U18, stráka en hann varð annar í U21, karla. Ragnheiður Guðjónsdóttir úr FH sigraði í U21, kvenna og Guðjón Ingi Gestsson úr FH, faðir Ragnheiðar endurheimti Norður landa meist aratitil sinn í garpaflokki (40+). Ragnar Ingi Sigurðsson keppti ekki að þessu sinni og var í hlutverki landsliðsþjálfara. Alls fengu FH-ingar 5 gull, 3 silfur og 4 brons. Sigursælt skylmingafólk FH átti 5 af 6 gullum Íslending á NM í skylmingum Íslenski keppnishópurinn. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í SV - kjördæmi verða í félagsheimili flokksins í Hafnarfirði að Norðurbakka 1a, laugardaginn 18. apríl kl. 14 - 15.30 og ræða við gesti yfir kaffibolla og meðlæti. Allir velkomnir. Stjórnir Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði Frambjóðendur í Hafnarfirði

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.