Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Page 4

Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Page 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. apríl 2012 Fjarðarpósturinn, bæjarblað Hafnfirðinga vettvangur fyrir skoðanaskipti bæjarbúa • www.fjardarposturinn.is Sjálf stæðis­ menn skipta aftur um mann Það getur verið skemmtilegt að fylgjast með pólitíkinni. Eins og menn vita kjósum við fólk til að sitja í bæjarstjórn sem fer með stjórnun bæjarins í umboði kjósenda. Bæjarstjórn skipar svo ráð og nefndir og fyrir kemur að þessi ráð skipa nefndir. Hins vegar skipa stjórn málaflokkarnir ekki nefndir í umboði bæjarins þó slíkt megi halda við lestur fund­ argerðar umhverfis­ og fram­ kvæmdaráðs 18. apríl sl. en þar er fjallað um byggingar nefnd vegna framkvæmda í Kapla­ krika. Þar stendur: „Nið urstaða fundar: Sjálf stæðis flokk urinn skipar Sigurð Þor varðarson í byggingarnefndina í staðinn fyrir Valdimar Svav ars son.“ Stutt er síðan Sigurði og Gunnari Svavarssyni var skipt út fyrir Valdimar og Margréti Gauju Magnúsdóttur. Mikill kurr var meðal sjálfstæðismanna með þessa aðgerð og virðist Valdimar oddviti hafa þurft að láta undan þrýstingi sinna manna og vék hann því úr byggingarnefndinni . „Besta sýningin á stórhöfuðborgarsvæðinu“ ✩✩✩✩ Jón Viðar Jónsson - DV „Ævintýrin gerast enn“ ✩✩✩✩ Elísabet Brekkan- Fréttablaðið „Ég mæli eindregið með þessari sýningu“ ✩✩✩ Dr. Gunni - Fréttatíminn Ævintýri Múnkhásens Miðasala í síma 565 5900 og á www.midi.is Næstu sýningar Fimmtudaginn 26. apríl kl 18.00 Laugardaginn 28. apríl kl 14.00 Uppselt Sunnud. 29. apríl kl 14.00 Fimmtudaginn 3. maí kl 18.00 Sunnudaginn 6. maí kl 17.00 Laugardaginn 12. maí kl 14.00 Laugardaginn 19. maí kl 14.00 Skannaðu QR kóðann til að sjá sýnishorn úr Múnkhásen. Í Gafl araleikhúsinu við Víkingastræti Skipulags­ og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að framlengja frest til að skila inn tillögum í hugmyndasamkeppni um Dvergslóðina um einn mán­ uð eða fram til 2. maí næst­ komandi. Meginmarkmið hug­ mynda samkeppninnar er að fá fram sjónarmið og tillögur um þróun svæðisins sem síðar verða útfærðar nánar á síðari stigum þegar farið verður út í það að vinna deiliskipulag að reitnum. Svæðið hefur mikla sögulega skírskotun, en tré­ smiðjan Dvergur var ein þeirra fyrstu húsa sem rafvædd voru á Íslandi árið 1904. Gögn á síðu bæjarins Hægt er að nálgast öll gögn um samkeppnina á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, en í keppn­ is lýsingu kemur m.a. fram að gert sé ráð fyrir að sú upp bygg­ ing eða breyting sem verður á svæðinu verði í góðu samræmi við umhverfið og endurheimti eða taki mið af þeim einstaka karakter sem er í byggðinni við Hamarinn og auki gæði mið­ bæjarins í heild. Lóðin býður upp á ótal möguleika s.s. fyrir íbúðir, stofnanir, útivistarsvæði eða blandaða notkun. Allir geta tekið þátt Hugmyndasamkeppni er leið beinandi um skipulagsgerð á svæðinu en sérstök dómnefnd mun velja fimm áhugaverðustu tillögurnar og verða þær kynnt­ ar opinberlega í tengslum við afmæli bæjarins þann 1. júní næstkomandi. Tillögum má skila inn til þjónustuvers Hafn­ ar fjarðar við Strandgötu 6, eða í afgreiðslu Skipulags­ og bygg­ ingarsviðs að Norðurhellu 2. Sigríður Björk Jónsdóttir, for­ maður skipulags­ og byggingar­ ráðs hvetur íbúa Hafnarfjarðar og aðra áhugasama til að skila inn tillögum á fjölbreyttu formi, enda sé hér um hug mynda­ samkeppni að ræða sem allir geta tekið þátt í. „Það er vonandi að sem flestir taki þátt og nýti þetta tækifæri til að hafa áhrif á þróun byggðar í miðbæ Hafnarfjarðar.“ Framtíðaruppbygging á Dvergsreitnum Skilafrestur framlengdur til 2. maí Horft að Dvergshúsinu frá Grundartúni við Austurgötu. Skipulagssvæðið. Séð yfir svæðið áður en Dvergur var byggður. Lj ós m yn d í e ig u B yg gð as af ns in s Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Landsbankinn styður FH Guðrún S. Ólafsdóttir, útibússtjóri Landsbankans og Lúðvík Arnarsson, varaformaður knattspyrnudeildar FH handsöluðu 2 ára styrktarsamning sl. þriðjudag. Sagði Lúðvík samninginn mjög mikilvægan fyrir starfið og ánægjulegt að ganga til samstarfs við Landsbankann á ný. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju Dómkórinn í Reykjavík miðvikudaginn 2. maí kl. 20 Á efnisskránni eru íslensk kórlög m.a. eftir Báru Grímsdóttur, Önnu S. Þorvaldsdóttur ásamt mótettum eftir Duruflé og Bruckner. Stjórnandi er Kári Þormar Aðgangseyrir er kr. 1500 en ókeypis er fyrir börn og ellilífeyrisþega. Miðasala við innganginn og aðeins er tekið við reiðufé.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.