Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Page 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. apríl 2012
CrossFit Hafnarfjörður stóð
fyrir styrktarmóti um helgina
fyrir kepp endur á Evrópumóti í
CrottFit í maí.
Mótið gekk mjög vel og var
stemningin í húsinu frábær að
sögn Helgu Guðmundsdóttur.
„Þetta var mót til styrktar
keppendum sem eru að fara að
taka þátt í Evrópuleikunum í
CrossFit og safnaðist ágætis
peningur upp í þann kostnað.
Bæði frá mótinu, bjórtunnu lyft
unum og svo var grill um
kvöld ið sem var í alla staði
frábært.“
Á mótinu var keppt í ein
staklingskeppni, bæði í opnum
flokki og unglingaflokki. Keppt
var í þremur mismunandi
„wodum“ eða æfingum.
Í unglingaflokki drengja var í
fyrsta sæti Stefán Otto Krist
insson, í öðru sæti Bruno Rafael
Martinho Caspáo og í þriðja
sæti Daði Jónsson. Í unglinga
flokki stúlkna var í fyrsta sæti
Sigurlaug Rún Jónsdóttir og í
öðru sæti Sigrún Helga Hannes
dóttir.
Í opnum flokki karla var í
fyrsta sæti Yngvi Steindórsson,
öðru sæti Guðmundur Stefán
Guðmundsson og þriðja sæti
Valgeir Pálsson. Í opnum flokki
kvenna var í fyrsta sæti Hildur
Magnúsdóttir, öðru sæti Lilja
Guðrún Róbertsdóttir og í því
þriðja Þórunn Arnardóttir.
Deildu vinningnum með
öðrum keppendum
Í bjórtunnulyftum sigraði
Hildur Magnúsdóttir einnig,
með 20 lyftur og í karlaflokki
var jafnt á milli Valgeirs
Pálssonar og Viðars Utley, en
þeir náðu báðir 35 lyftum. Þeir
deildu svo innihaldi kútsins
með öllum keppendum og
meðlimum CrossFit Hafnar
fjarðar í grillinu um kvöldið við
mikinn fögnuð.
Fræðsluráð Hafnarfjarðar óskar eftir tilnefn
ing um til viðurkenningar fræðsluráðs árið
2012.
Tilnefningar þurfa að berast til Skólaskrifstofu
Hafnarfjarðar, Linnetsstíg 3 eða á netfangið
magnusb@hafnarfjordur.is fyrir 7. maí nk.
Viðurkenning fræðsluráðs er veitt skólum/stofn
unum og starfsfólki á fræðsluþjónustu bæjarins
fyrir farsælt skólastarf í samræmi við reglur ráðs
ins. Nánari upplýsingar er að fá á vef bæjarins
www.hafnarfjordur.is
Sviðsstjóri fræðsluþjónustu Hafnarfjarðar
Viðurkenning
FræðSluráðS
Bjórtunnulyftur og crossfit
Yngvi Steindórsson
Sigurlaug Rún Jónsdóttir
Föstudaginn 30. mars, í lok
þemaviku Hraunvallaskóla, var
nemendum, starfsfólki og for
eldrum tilkynnt að Hraunvalla
skóli væri formlega orðinn
þátttakandi í verkefninu Heilsu
eflandi grunnskólar.
Í vetur hefur starfsmannateymi
í Hraunvallaskóla unnið að
undirbúningi verkefnisins og í
vor er áætlað að við taki teymi
sem samanstendur af fulltrúum
kennara, matreiðslumeistara,
hjúkr unarfræðingi, skólastjórn
enda, nemenda og foreldra.
Teymið mun ákveða hvaða
þætti verkefnisins skuli leggja
áherslu á næsta skólaár.
Í heilsueflandi skólum fer
fram skólastarf í anda heilsu
eflingar þar sem markvisst er
unnið að því að efla og stuðla að
velferð og góðri heilsu nemenda
og starfsfólks.
Landlæknisembættið (áður
Lýð heilsustöð) vinnur að því, í
samstarfi við aðra, að stuðla að
og efla grunnskóla til að starfa í
anda heilsueflandi skóla.
Unnið er í samræmi við við
miðunarreglur Alþjóða heil
brigð is málastofnunarinnar um
heilsueflingu og forvarnir fyrir
skóla. Í verkefninu Heilsueflandi
grunnskólar er lögð sérstök
áhersla á að vinna með átta
lykil þætti skólastarfsins þ.e.
nem endur, mataræði og tann
heilsu, heimili, geðrækt, nær
samfélag, hreyfingu og öryggi,
lífstíl og starfsfólk. Miðað er við
að það taki fjögur ár að fara í
gegnum alla þættina.
Hraunvallaskóli heilsueflandi grunnskóli
Tveir nemendur skólans af hjúp
uðu skilti um heilsueflandi leik
skóla.
Það er óhætt að segja að fólk
hafi fjölmennt í gönguferðina
um Hraunin að Lónakoti. 55
manns mættu og nutu stór
brotinnar fegurðar svæðisins á
göngunni og fræddust um sögu
og búskaparhætti ábúenda í
árhundruð.
Reynir Ingibjartsson var
leiðsögumaður í ferðinni, en
hann er höfundur bókarinnar 25
gönguleiðir á höfuðborgar
svæðinu og vinnur nú að þriðju
bók sinni í þessari ritröð og hún
fjallar um Reykjanesið. Þrjú
félög stóðu að viðburðinum,
þ.e.a.s. Hraunavinir, Fugla og
náttúruverndarfélag Álftaness
og Félag áhugamanna um sögu
Bessastaðaskóla. Göngufólkið
hreppti afbragðsgott veður og
gerðu góðan róm að ferðinni.
Fróðleikur á fæti í Lónakoti
Hópurinn naut góðrar leiðsagnar sunnan Straumsvíkur.
Lj
ós
m
.:
K
ris
tin
n
G
uð
m
un
ds
so
n
Líflegt var í þemavikunni. Eldri
og yngri nemendur unnu saman.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n