Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Qupperneq 12

Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Qupperneq 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. apríl 2012 CrossFit Hafnarfjörður stóð fyrir styrktarmóti um helgina fyrir kepp endur á Evrópumóti í CrottFit í maí. Mótið gekk mjög vel og var stemningin í húsinu frábær að sögn Helgu Guðmundsdóttur. „Þetta var mót til styrktar keppendum sem eru að fara að taka þátt í Evrópuleikunum í CrossFit og safnaðist ágætis peningur upp í þann kostnað. Bæði frá mótinu, bjórtunnu lyft­ unum og svo var grill um kvöld ið sem var í alla staði frábært.“ Á mótinu var keppt í ein­ staklingskeppni, bæði í opnum flokki og unglingaflokki. Keppt var í þremur mismunandi „wodum“ eða æfingum. Í unglingaflokki drengja var í fyrsta sæti Stefán Otto Krist­ insson, í öðru sæti Bruno Rafael Martinho Caspáo og í þriðja sæti Daði Jónsson. Í unglinga­ flokki stúlkna var í fyrsta sæti Sigurlaug Rún Jónsdóttir og í öðru sæti Sigrún Helga Hannes­ dóttir. Í opnum flokki karla var í fyrsta sæti Yngvi Steindórsson, öðru sæti Guðmundur Stefán Guðmundsson og þriðja sæti Valgeir Pálsson. Í opnum flokki kvenna var í fyrsta sæti Hildur Magnúsdóttir, öðru sæti Lilja Guðrún Róbertsdóttir og í því þriðja Þórunn Arnardóttir. Deildu vinningnum með öðrum keppendum Í bjórtunnulyftum sigraði Hildur Magnúsdóttir einnig, með 20 lyftur og í karlaflokki var jafnt á milli Valgeirs Pálssonar og Viðars Utley, en þeir náðu báðir 35 lyftum. Þeir deildu svo innihaldi kútsins með öllum keppendum og meðlimum CrossFit Hafnar­ fjarðar í grillinu um kvöldið við mikinn fögnuð. Fræðsluráð Hafnarfjarðar óskar eftir tilnefn­ ing um til viðurkenningar fræðsluráðs árið 2012. Tilnefningar þurfa að berast til Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Linnetsstíg 3 eða á netfangið magnusb@hafnarfjordur.is fyrir 7. maí nk. Viðurkenning fræðsluráðs er veitt skólum/stofn­ unum og starfsfólki á fræðsluþjónustu bæjarins fyrir farsælt skólastarf í samræmi við reglur ráðs­ ins. Nánari upplýsingar er að fá á vef bæjarins www.hafnarfjordur.is Sviðsstjóri fræðsluþjónustu Hafnarfjarðar Viðurkenning FræðSluráðS Bjórtunnulyftur og crossfit Yngvi Steindórsson Sigurlaug Rún Jónsdóttir Föstudaginn 30. mars, í lok þemaviku Hraunvallaskóla, var nemendum, starfsfólki og for­ eldrum tilkynnt að Hraunvalla­ skóli væri formlega orðinn þátttakandi í verkefninu Heilsu­ eflandi grunnskólar. Í vetur hefur starfsmannateymi í Hraunvallaskóla unnið að undirbúningi verkefnisins og í vor er áætlað að við taki teymi sem samanstendur af fulltrúum kennara, matreiðslumeistara, hjúkr unarfræðingi, skólastjórn­ enda, nemenda og foreldra. Teymið mun ákveða hvaða þætti verkefnisins skuli leggja áherslu á næsta skólaár. Í heilsueflandi skólum fer fram skólastarf í anda heilsu­ eflingar þar sem markvisst er unnið að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda og starfsfólks. Landlæknisembættið (áður Lýð heilsustöð) vinnur að því, í samstarfi við aðra, að stuðla að og efla grunnskóla til að starfa í anda heilsueflandi skóla. Unnið er í samræmi við við­ miðunarreglur Alþjóða heil­ brigð is málastofnunarinnar um heilsueflingu og forvarnir fyrir skóla. Í verkefninu Heilsueflandi grunnskólar er lögð sérstök áhersla á að vinna með átta lykil þætti skólastarfsins þ.e. nem endur, mataræði og tann­ heilsu, heimili, geðrækt, nær­ samfélag, hreyfingu og öryggi, lífstíl og starfsfólk. Miðað er við að það taki fjögur ár að fara í gegnum alla þættina. Hraunvallaskóli heilsueflandi grunnskóli Tveir nemendur skólans af hjúp ­ uðu skilti um heilsueflandi leik­ skóla. Það er óhætt að segja að fólk hafi fjölmennt í gönguferðina um Hraunin að Lónakoti. 55 manns mættu og nutu stór­ brotinnar fegurðar svæðisins á göngunni og fræddust um sögu og búskaparhætti ábúenda í árhundruð. Reynir Ingibjartsson var leiðsögumaður í ferðinni, en hann er höfundur bókarinnar 25 gönguleiðir á höfuðborgar­ svæðinu og vinnur nú að þriðju bók sinni í þessari ritröð og hún fjallar um Reykjanesið. Þrjú félög stóðu að viðburðinum, þ.e.a.s. Hraunavinir, Fugla­ og náttúruverndarfélag Álftaness og Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla. Göngufólkið hreppti afbragðsgott veður og gerðu góðan róm að ferðinni. Fróðleikur á fæti í Lónakoti Hópurinn naut góðrar leiðsagnar sunnan Straumsvíkur. Lj ós m .: K ris tin n G uð m un ds so n Líflegt var í þemavikunni. Eldri og yngri nemendur unnu saman. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.