Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.05.2012, Síða 8

Fjarðarpósturinn - 16.05.2012, Síða 8
8 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. maí 2012 vettvangur fyrir skoðanaskipti bæjarbúa Hafnfirska fréttablaðið Hafnarfjarðarkirkja og Víði­ staðakirkja hafa tekið up samstarf um helgihaldið á upp­ stigningardag, sem hefur verið helgaður eldri borgurum undan­ farna áratugi. Nú munu þessar tvær kirkjur hafa eina sam­ eiginlega guðsþjónustu fyrir eldri borgara í sóknunum. Að þessu sinni fer guðsþjón ustan fram í Víðistaðakirkju. Prestarnir þrír munu allir þjóna við guðsþjónustuna á fimmtudaginn og sr. Bernharður Guðmundsson prédikar. Gaflarakórinn, kór Félags eldri borgara í Hafnarfirði, syng ur undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur við undirleik Arngerðar Maríu Árnadóttur. Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimili Víðistaða kirkju eftir messu. Rútuferð verður frá Hafnar­ fjarðarkirkju kl. 13.15, frá Sól­ vangi kl. 13.25, frá Hjallabraut 33 kl. 13.35 og frá Hrafnistu kl. 13.45. Segja prestarnir þennan við­ burð bera vitni um aukna sam­ vinnu milli safn aðanna hér í Hafn ar firði, sem á vafalaust eftir að birtast á fleiri sviðum safnað­ ar starfsins í náinni fram tíð. Sameiginleg messa á degi eldri borgara Sr. Bragi J. Ingibergsson Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir Sr. Þórhallur Heimisson Góðir Íslendingar! Skilum landinu okkar ósködduðu bæði til lands og sjávar til afkomenda okkar. En hvernig? Með því að kjósa okkur verðugan forseta sem vill feta í fótspor okkar ástsæla Ólafs Ragnars Grímssonar, í einu og öllu. Við getum ekki ætl ast til að Ólafur einn Íslend ing a standi vörð um auðlindir lands ins okkar, full­ veldi þess og menn­ ingu. Allt þetta glatast með inngöngu í ESB. Styðjum því með gleði og glæsibrag við bakið á öðrum glæsi legum þjóð höfðingja. Jón Lárusson vill taka við hinum erfiðu byrð­ um, sem hvíla á herðum Ólafs og leysa dæmið á sama hátt og Ólafur hefir afrekað að gera í þeim ólgusjó sem steðjar að íslenskri þjóð. Ólafur þarf að fá frið til að sinna eigin fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Hugsum mál okkar vandlega þá er við stígum inn í kjörklefann, því nú er ábyrgðin okkar að gera alveg kórrétt. Jón Lárusson segir; börnin okkar eru framtíð Íslands, vernd um þau fyrir því að þurfa að gegna herþjónustu sem næst liggur fyrir að verði næsta plága og önnur hætta sem að Evrópu aðild verður, ef þjóðin stendur ekki saman um að vernda sig. Þá er traustur vel menntaður og sterkur maður sá skjöldur sem þjóðin þarf að eiga. Og það er einmitt hinn reyndi yfirrann sóknar lög reglu­ maður Jón Lárus son. Þá væri stigið gæfu spor á okkar dýr­ mætustu eign Íslands ins okkar. Höfundur er bátasmiður, bifvélavirki og formaður Framtíðar Íslands. Kjósum Jón Lárusson Garðar H. Björgvinsson Alveg er þetta dæmigert - þetta er alltof einstrengingsleg túlkun hjá þér sagði annar en hinn sagði ekki rekur mig minni til að hafa gert svona bindandi samning og hljómaði dálítið eins og stjórn­ málamaður. Þetta voru tveir starrar í garðinum hjá mér að svara þeirri ásökun minni að þeir stæðu aðeins við þann hluta samningsins að koma og þiggja matinn sem ég léti í dallinn þeirra en ekki við þann hluta sem snéri að því að syngja fyrir mig í staðinn. Annars er gaman að sjá til þeirra mata sig því sumir eru svo frekir að þeir reka aðra starra af veggnum sem skálin með matnum er á meðan þeir nærast. Það merkilega við það er að það er í raun nóg til handa öllum sem mæta þegar ég set mat í skálina. Það minnir dálítið á mannfólkið. Það var líka athyglisvert að horfa á fugl ana í Grímsnesinu kvöldið eftir voðaverkin í Osló og Útey s.l. sumar. Þessi tún­ bleðill sem fylgir sumarbú staðn­ um sem ég átti þá er ekki stór og yfirleitt ekki margir fuglar á stjái þar en þetta kvöld voru þeir óvanalega marg ir og það skrýtna var að þeir voru allir af sitt hvorri tegundinni. Það hafði ég aldrei séð áður. Eins og þeir væru að segja að við getum lifað í sátt þótt ólík séum. Það var líka boð­ skapurinn í uppruna legum texta lagsins sem Katrín Jakobsdóttir mennta mála ráð herra söng ásamt þúsundum ann arra í Osló 26. apríl s.l. Lagið samdi Pete Seeg er um 1970 og heitir á frum­ málinu „My Rain bow Race“. Í text an um legg­ ur hann áherslu á að við eigum þessa plá netu, bláan him ininn, sjó inn sem sleik ir strend ur allra heims álfanna og hina frjó sömu jörð. Pete bendir á að við leys um ekki ágreiningsmálin með því að drepa andstæðinga okkar. Text­ anum lýkur hann með því að hvetja til þess að börn un um sé sagt að enn sé ekki um seinan að læra það að okkur ber að deila með samferðarmönnum okkar því sem okkur hefur áskotn ast í lífinu. Boðskapurinn kemur ekki á óvart því Pete Seeg er var bandarískt söngva skáld og mjög iðinn við að syngja söngva gegn stríði og óréttl æti s.s. „If I had a hammer“ eða „Where have all the flowers gone“. Í Fréttablaðinu fyrir skömmu birtist greinarstúfur eftir Toshiki Toma prest inn flytjenda í tilefni Fjöl menn ingarþings sem haldið verður í haust. Í greininni segir hann m. a. frá konu af erlendum uppruna sem var nýskilin og leitaði til hans. Hann greiddi götur hennar og taldi að þar með væri málinu lokið af hans hálfu aðeins til að reka sig á að það sem hún raun verulega þarfnaðist var að fá að tala við einhvern sem gæfi sér tíma til að hlusta á hana. Hann lýkur greininni með því að fagna því frumkvæði Reykja­ víkur borgar að kalla saman um sextíu innflytjendur til að undir­ búa Fjölmenningarþingið í haust og hvetur fleiri sveitar félög til að gera slíkt hið sama. Í Fjarðarpóstinum birtist ekki fyrir svo löngu frétt um að hér byggi fólk sem ætti uppruna að rekja býsna víða um heiminn. Við erum því í raun fjöl menning­ ar samfélag þótt Gaflararnir séu væntanlega fjölmennastir. Sjálf u r er ég fyrir tiltölulega stuttu síðan fluttur hingað þótt það hafi nú verið á „stefnuskránni á kjör­ tímabilinu“ um skeið svona eins og gerist stundum hjá stjórn­ málamönnum okkar. Spurningin er því hvort ekki sé orðið tíma­ bært að fólk í Hafnar firði að frum kvæði bæjarstjórnar hittist til að undirbúa hafnfirska full trúa fyrir þetta Fjöl menningaþing og tali saman? Höfundur er kennari við Mennta skólann við Hamra hlíð. Er ekki tími tilkominn að tala saman? Í tilefni fjölmenningardagsins 12. maí s.l. Björn Bergsson Bjartir dagar framundan Lista­ og menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin í tíunda skiptið dagana 31. maí ­ 3. júní og er lokadagurinn á Sjó manndaginn. Á dagskránni verða fjölbreyttir tónleikar, mynd listarsýningar, fugla skoð­ un, sögusýningar, leik skóla list, opið á vinnustofum listmanna og fleira. Á Björtum dögum er sem fyrr lögð áhersla á að sem flestir skapi hátíðina og taka skólar, leikskólar, veitingahús og verslanir þátt auk hinna mörgu listamanna og menningar stofn­ ana sem fylla bæinn lífi og list á þessum bjartasta tíma ársins. Kannabis­ ræktun í fjöl­ býlis húsum Kannabisræktanir eru nú í auknum mæli settar upp í fjölbýlishúsum. Í þeim er oft að finna 20­100 kannabisplöntur en undir starfsemina er lagt rými sem telur u.þ.b. 20­50 fm. Sá sem að þessu stendur hverju sinni býr ýmist í íbúðinni eða notar hana eingöngu fyrir rækt­ unina. Iðulega er lagt í mikla vinnu og kostnað til að fela ræktunina og því getur reynst erfitt að greina ummerkin um hana. Oftast er um leiguíbúðir að ræða og verða þær ósjaldan fyrir miklum skemmdum vegna raka, hita, festinga á ræktunar­ búnaði og annars frágangs. Ef íbúar í fjölbýlishúsum verða varir einhverra ummerkja um hugsanlega kannabisræktun skal tilkynna þær grunsemdir til lögreglu. Minnt er á fíkniefna­ símann 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í bar­ áttunni við fíkniefna vand ann. Safnabókin Komin er út í þriðja sinn Safna bókin ­ Iceland Museum Guide, þar sem er að finna skrá yfir söfn, setur og sýningar, nokkrar höfuðkirkjur, þjóð garða og valin hús úr húsa safni Þjóð­ minjasafnsins. Hugmyndin með Safna bók­ inni er að auðvelda ferða mönn­ um að finna menningar lega af þrey ingu vítt og breitt um landið og fá á einum stað upp­ lýsingar um staðsetningu, opn­ unartíma og hvað einstakir staðir hafa uppá að bjóða. Bækurnar eru tvær, ein á ensku og önnur á íslensku. Bók unum er dreift á söfn, upplýsinga mið­ stöðvar, hótel og N1 stöðvar. Safnabókin sér um uppfærslu á ferðaþjónustusíðu ja.is sem nefnist Já Iceland Travel guide og er slóðin www.i.ja.is og á smá forritið MyIceland sem er nú fáanlegt í snjallsíma. Öll opin söfn á vegum ríkisins eru þátt­ takendur í bókinni, nánast öll opinber söfn og mikill meirihluti einkasafna og setra. Vörubílar, trailerar, gámaflutningabílar og kranabílar Getum útvegað mold, sand og annað fylliefni Einnig gröfur ef óskað er Vörubílastöð Hafnarfjarðar • sími 555 0055 • vbh@vortex.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.