Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2012 Það verða tíma­ mót um þessi ára­ mót er nágranna­ sveitarfélögum okk­ ar fækkar um eitt. Álftanes verður ekki lengur sjálf­ stætt sveitarfélag er það verður innlimað í Garðabæ, eða sameinað eins og fínna þykir að kalla það. Bæjarstjórn Garðabæjar tekur við stjórnartaumunum og íbúar Álftaness verða að bíða næstu sveitar­ stjórn ar kosninga til að sjá hvort „þeirra“ fólk komist að í bæjarstjórninni. Fjarðar póst inum hefur verið dreift í hús á Álfta nesi undanfarin ár en á því verður líklega breyting enda hefur blaðinu ekki verið dreift í Garðabæ. Síaukinn kostnaður við útgáfuna án nokkurra auglýsingatekna af svæðinu réttlætir ekki þessa auknu dreifingu en búast má við að enn fjölgi í Hafnarfirði á næstu árum. Fjarðarpósturinn er nú kominn á sitt 30. afmælisár en fyrsti Fjarðarpósturinn kom út 29. september árið 1983. Er Fjarðar­ pósturinn því með langlífari bæjarblöðum. Blaðamarkaðurinn hefur breyst mikið frá því fyrir 30 árum síðan og samkeppnin grimm og mikið um undirboð sem hefur haldið auglýsingaverði fyrir neðan vel­ sæmis mörk. Ýmsum blöðum hefur á þessum rúmum 29 árum verið dreift í hús í Hafnarfirði, nær öll hafa keppt með ódýrum auglýsingum og öll hafa lagt upp laupana. Lækkandi tekjur blaðanna hafa kostað margan blaðamanninn vinnuna og það sést og markaðsöflin ráða meiru og meiru og mörk auglýsinga og efnis hefur orðið óljósara en fyrr. Fjarðarpósturinn hefur reynt að halda þessu vel aðskildu og selur t.d. almennt ekki fyrirtækja­ eða vörukynningar. Hlutfall auglýsinga hefur þó aukist enda hefur það verið eina leiðin til að mæta hækkandi kostnaði við aukið upplag og aukinn annan kostnað. Öllum þeim sem lagt hafa lið á árinu sem er að líða eru færðar bestu þakkir, greinarhöfundum eru þökkuð skrifin, hinum almenna bæjarbúa sem hefur hringt, sent tölvupóst eða komið til skila ábendingum er sérstaklega þakkað og auglýsendum er þakkað ánægjulegt samstarf. Án þeirra væri svona útgáfa ekki möguleg. Sem betur fer hafa sífellt fleiri áttað sig á auglýsingamætti bæjarblaðanna, ekki síst þeirra sem fest hafa sig í sessi eins og Fjarðarpósturinn sem á sér gríðarlega tryggan lesendahóp. Árið hefur verið viðburðarríkt, aldrei hafa fleiri blaðsíður verið í Fjarðarpóstinum á einu ári og auglýsingasalan er meiri en nokkru sinni fyrr. En upplagið er nú um 70% meira en þegar núverandi rekstrar­ aðilar tóku við Fjarðarpóstinum fyrir um 11 árum og þá var aðeins helmingur blaðsins prentaður í lit og hvert blað var mun minna en meðalblað er í dag. Ritstjóri og útgefendur Fjarðarpóstsins óska lesendum sínum og viðskiptamönn­ um gleðilegrar jólahátíðar og þakka samstarfið á árinu sem er að líða. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn HelgiHald í söfnuðum Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði Ástjarnarkirkja Hafnarfjarðarkirkja Víðistaðakirkja www.astjarnarkirkja.is www.hafnarfjardarkirkja.is www.vidistadakirkja.is Prestur: Sr. Þórhildur Ólafs. Aðfangadagur jóla, 24. desember Aftansöngur kl. 18 Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Barböru kórinn syngur. Einsöngvari: Auður Guðjohnsen. Miðnæturguðþjónusta kl. 23.30 Karlakórinn Þrestir syngur. Stjórnandi: Jón Kristinn Cortez. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Jóladagur, 25. desember Hátíðarmessa kl. 14 Organisti: Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn syngur. Einsöngvari: Þóra Björnsdóttir. Hátíðarguðsþjónusta á Sólvangi kl. 14 Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja Gamlársdagur, 31. desember Aftansöngur kl. 18 Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Barböru kórinn syngur. Einsöngvari: Ásgeir Eiríksson. Nýársdagur, 1. janúar Hátíðarmessa kl. 14 Ræðumaður: Gunnlaugur Sveinsson, gjaldkeri sóknarnefndar. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Barböru kórinn syngur. Einsöngvari: Örvar Már Kristinsson. Helgihald um jól og áramót Aðfangadagur jóla, 24. desember Aftansöngur kl. 17 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur. Barna- og unglingakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð Steingrímsson barítón. Óbó: Matthías Nardeau Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson Miðnæturguðþjónusta kl. 23.30 Flensborgarkórinn syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Organisti: Árni Heiðar Karlsson. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Jóladagur, 25. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur. Einsöngur: Anna Jónsdóttir sópran Prestur: Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir Gamlársdagur, 31. desember Aftansöngur kl. 17 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Helgihald um jól og áramót Aðfangadagur jóla, 24. desember Fjölskyduguðsþjónusta kl. 16 Áslaug Fjóla Magnúsdóttir syngur einsöng Helga Þórdís Guðmundsdóttir annast undirleik Prestur er sr. Kjartan Jónsson Aftansöngur kl. 18 Helga Þórdís Guðmundsdóttir leikur á píanó frá kl. 17.30 Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur einsöng Hátíðartón sr. Bjarnar Þorsteinssonar verður flutt Prestur er sr. Kjartan Jónsson Jóladagur, 25. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur Prestur er sr. Kjartan Jónsson Eldriborgarastarf hefst í kirkjunni 17. janúar kl. 14 Gleðileg jól! Hafnfirska fréttablaðið Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn www.issuu.com/fjardarposturinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.