Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Síða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2012
Ég var krakki þegar við leik
félagarnir byrjuðum að vinna á
bryggjunni í Hafnarfirði. Ætli ég
hafi ekki verið 12 ára gamall. Man
að pabbi hringdi niður á kontór til
Jóns og spurði hvort launin gætu
staðist, jú þetta var
lægsti taxti sem var 80%
af fullorðinslaunum.
Þetta slagaði hátt í laun in
hans pabba í bankan um.
Strákarnir í vestur
bæn um í Hafnarfirði
voru duglegir, hörku
duglegir, þó svo við
værum krakkar. Unnið
var til sjö að kveldi og
laug ardaga frameftir
degi. Við þvoðum lestarborðin,
stíuklampa, steisklampa ofl, sem
kom upp með troginu þegar leið á
löndun. Þetta var alltaf svona á
sumrin en skóli á veturna. Það var
oft að við fengum vinnu um páska
og í jólafríum, alltaf gott að fá aur.
Í bænum sást varla fólk á ferli,
allir voru að vinna í Bæjarút gerð
inni, nema í hádeginu og kvöld
matnum, þá flykktust konurnar í
stígvélum og hvítu jökkunum
heim til að elda oní karlana og svo
til baka. Á sunnudögum var svo
þrjú bíó í Bæjarbíó. Lífið var ein
falt.
Togari seldur úr bænum
Árin liðu í vesturbænum og
alltaf fórum við bræðurnir með
launaumslögin til mömmu á
föstudögum, ekki þurfti ég pening
þangað til ég fór til tannlæknis í
Reykjavík, Eiríkur tannlæknir í
Hafnarfirði var með fótknúin bor.
Þetta var í þá tíð að unglingar
fengu sumir falskar tennur í ferm
ingargjöf.
Svo gerðist eitthvað, aflinn
minnk aði, togarinn Maí varð
þung ur í rekstri og deilur stóðu um
Bæjarútgerðina. Eitt sinn las ég
svo í blaðinu að búið væri að selja
togarann norður, það var alvarlegt
fannst mér unglingnum. Sú saga
flaug um bæinn að bæjarfull
trúarnir höfðu verið svo vitlausir
að láta veiðafærin með án þess að
verðleggja þau sérstaklega. Manni
fannst eitthvað vera að þessu öllu.
Maður hafði alltaf haldið að þetta
væri það sem bjargaði Íslandi og
okkur frá fátæktinni. Í þá tíð var
stagað í sokka, skyrtukrögum
snúið við ef slitnuðu, engu hent og
aldrei tekið lán, það var enginn
peningur til. Epli voru um jólin og
útlenskt var framandi. Þá var sko
kreppa.
Síðan komu nýjar veiðireglur
og Maí fékk kvótann, sem Hafn
firðingar höfðu unnið fyrir. Ég
ímynda mér að mörg sjávarplássin
hafi lent í því sama, að missa
fiskvinnsluna frá sér meira eða
minna, með einum og öðrum
hætti. Sum staðar er þó enn
vinnsla í landi en ótraust og oft rétt
til að það sé lífvænlegt í mörgum
plássum. Mörg pláss hafa selt frá
sér kvótana með loforð
um að landað yrði í
plássinu. Það hefur
verið illa efnt af
útgerðarmönnum.
Við kunnum og
getum þetta
Mér gremst að til sé
kvótakerfi, þar sem
hægt er að taka af þorp
unum aldagamlan rétt til
að geta lifað í plássinu,
að lifi brauðið sé tekið af okkur í
nafni hagræð ingar í vinnslu. Svo
er okkur boðið uppá álver í
staðinn. Það er eitthvað að, þegar
bæjarfull trú arnir ætla enn og aftur
að hafa vit fyrir okkur. Björg inni
hefur verið rænt frá þorpunum,
með hjálp bæjarstjórna, ríkis
stjórna að frum kvæði útvegs
manna. Álver duga ekki, þau eru
tál sýn. Sam félagslegt tjón er ekki
metið því það er ekki verið að
reikna svo leiðis hluti. Höfnin,
göturnar, frystihúsin, skólarnir og
húsin sem fólkið fjárfesti í standa
tóm. Það var ekki reiknað hvað
það kostaði samfélagið að taka
burtu sjálfs björgina. Sagði ekki
forsætis ráðherra Davíð Oddsson
að það þyrfti að aðstoða fólk í
fámennum byggðarlögum að
flytjast suður? Honum fannst það
raunhæft. En okkur?
Ég veit ekki hvernig þetta gerð
ist, að við hættum að hugsa um
hvað héldi byggðinni uppi
umhverfis landið. Kannski að
spilltir stjórnendur höfðu skipt
með sér gæðunum, Framsóknar
menn áttu landbúnaðinn og Sjálf
stæðismenn fiskinn og svo urðu
menn gráðugir. Ég veit það ekki,
en ég veit að himnarnir hrynja
ekki ef útgerðarmenn verða að
borga gjald af auðlindinni og ég
veit að fólkið sem býr í fámennum
sveitarfélögum umhverfis landið
verður ekki í vandræðum með að
veiða og vinna fisk eins og á öld
um áður. Við kunnum þetta og
get um alveg bjargað okkur, bara
að við fáum að gera það án þess að
björginni verði stolið frá okkur
aftur.
Það þarf að færa aldagamlan
rétt byggðarinnar aftur til fólksins
sem á auðlindina, annars leggjast
fjölmörg pláss niður.
Höfundur er fyrrverandi
sjómaður og berst með
Dögun fyrir uppstokkun laga
um stjórn fiskveiða.
Lífsbjörginni var rænt frá okkur
Ólafur
Sigurðsson
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242
Allan sólarhringinn
Komum heim til
aðstandenda ef óskað erSverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
RAGNAR SCHEVING
ÚTFARARÞJÓNUSTA
ÓLÖF HELGADÓTTIR
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON
ÚTFARARSTJÓRI
FRÍMANN ANDRÉSSON
ÚTFARARSTJÓRI
FJÖLSMÍÐ
LÍKKISTUVINNUSTOFA
Síðan 1993
Stapahraun 5
220 Hafnarfjörður
www.uth.is
uth@simnet.is
565-9775
35 ár
Stolt að þjóna ykkur
Bæjarhrauni 26
Opið til kl. 21 öll kvöld
Símar 555 0202 og 555 3848
www.blomabudin.is
Útfararskreytingar
Við leggjum alúð og metnað í okkar vinnu
kransar, altarisvendir,
kistuskreytingar, hjörtu
Næsta blað
kemur út föstudaginn 4. janúar!
Gríðarlega mikil leðja sest í
botn lónsins ofan við Reyk
dalsstífluna sem endurbyggð
var árið 2005. Þá var miklu
magni ekið í burtu og lónið
dýpkað.
Til að minnka leðjuna er
hleypt úr lóninu með jöfnu
millibili og reynt er að gera það
árlega. Þá flýtur hluti af leðjunni
með vatninu og endurnar kætast
því greinilega er mikið af nær
ingar efnum í henni. Nýlega
tæmdu starfsmenn Hafnar fjarð
ar bæjar lónið og ljós mynd ari
Fjarðarpóstsins fylgdist með.
Reykdalslónið hreinsað
Endurnar komust í feitt er þær grófu í leðjuna
Vatnið fossaði út þegar lokurnar voru dregnar upp.
Guðjón Steinar Sverrisson
verkstjóri skrúfar frá og Björn
Bøgeskov Hilmarsson
yfirverkstjóri fylgist með.
Mörgum fiskum var bjargað úr
þurrum lækjarfarveginum.
Tómt lónið og enn leðja.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Jólagleði eldri skáta við Hvaleyrarvatn
Lj
ós
m
.:
Vi
gn
ir
G
uð
na
so
n