Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2012 Fjörukráin og Hótel Víking óskar öllum viðskiptavinum, sem og öllum landsmönnum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Minnum á skötu og jólahlaðborðið á Þorláksmessu, eldhúsið opið frá klukkan 12.00 til 22.00. Verð 3.700,- per mann. Víkingastræti 1-3 220 Hafnarfjörður Tel.: 565-1213 Fax: 565-1891 vikings@fjörukrain.is www.fjörukrain.is Þrír sunnudagar aðventunnar eru liðnir. Sá fjórði framundan. Við höfum vonandi flest notið aðventunnar og haft tækifæri til að undirbúa okkur fyrir komandi hátíð. Mörg félög hafa haldið aðventu- og jólafundi, til þess að horfa fram til þess mikla erindis sem jólin eiga við okkur. Það ríkir eftirvænting á aðventunni – það líður að tíðum, líður að helgum tíðum – þá kemur Guð til okkar sem barn í jötu með huggun kærleiks síns. Heilög návist hans gefur okkur lifandi von. Það lífssvið sem barnið í Betlehem lauk upp með komu sinni í þennan heim er bjart. Þrátt fyrir það finnast skuggar víða í veröldinni. Við leiðum hugann að því hvað það er margt á hverri tíð sem getur villt mönnum sýn. Hugsanlega hafa þeir ekki laðast að ljósinu, heldur dregist að dimmu sem veldur miskunnar- og vægðarleysi. Við búum okkur undir að horfast í augu við ljósið Hans sem kemur til okkar á jólum í mynd vanmáttugs barns til þess að vera ljós heimsins. Það sem blasir við í barninu í jötunni og boðskap helgra jóla birtir innsta eðli tilverunnar. Jesús vísar okkur veg til lífs og elsku. Í Markúsarguðspjalli segir: „Greiðið veg Drottins, gerið beinar brautir hans“. Það getum við gert með því að hlusta á Orðið hans, festa það í hug og hjarta svo að það geti umbreytt okkur. Íhugunarefni aðventunnar vekja okkur til umhugsunar um stöðu okkar gangvart þeim frelsara sem kom, kemur og mun koma. Leynd- ardómur kristinnar kirkju felst í því að hún er samfélag manna sem hafa falið sig hinum hógværa, sterka, góða vilja, þegið í trú náð hins krossfesta og upp- risna. Aðventan líður hratt. Í boðskap hennar erum við minnt á nauðsyn iðrunar og endurmats, minnt á að gleyma ekki hag þeirra sem búa við bágindi og liðsinna þeim. Aðventuljósin minna okkur á ljómann sem skín í myrkrinu fyrir miskunn Guðs. Menn þrá að fegurð ríki á jólum og myrkrið hörfi á braut. Það var þó ekki fjarri á fyrstu jólunum og kom fram í lævísi og grimmd Heródesar. Það er það heldur ekki nú. Þótt hátíð ljóss og friðar sé í vændum er ekki alls staðar friðvænlegt í heiminum. Myrkrið hefur enn ekki tekið við ljósinu þó að það verði um síðir undan að láta. Jesús Kristur er ljós heimsins sem gleggst kemur fram andspænis öllu því myrkri sem í heiminum er. Hann er ljós heimsins þó að menn bregðist honum og sinni ekki sem skyldi sannleiks- og kær leiks- kröfu hans; sýni ekki þann kjark og það kærleiksþrek sem þarf til að lifa í ljósinu hans bjarta. Það verður ekki metið á okkar sjónarsviði, hve þýð ingarmikil áhrif það hefur að geta lifað í ljósi hins krossfesta og upprisna Drottins. En Kristur og kærleikskraftur hans vísa veginn fram og greiða braut að ríki hans. Jötubarnið sem jafnframt er hinn krossfesti frelsari upprisinn og nálægur á við okkur stöðugt erindi til þess að lýsa upp næturhúm og skugga. Mætti ljósið hans vera yfir okkur, jólin verða okkur gleðirík og fögnuður þeirra fylgja okkur um ársins hring. Sr. Þórhildur Ólafs Sr. Þórhildur Ólafs, settur prestur í Hafnarfjarðarkirkju: Hátíð Helena best í körfubolta Hafnfirðingurinn Helena Sverrisdóttir hefur verið valin körfu knattleikskona ársins og Jón Arnór Stefánsson körfu- knattleiksmaður ársins 2012 af Körfuknatt leikssambandi Íslands. Helena er nú á sínu öðru ári hjá Good Angels Kosice frá Slóvakíu en liðið er lang sterk- asta lið Slóvakíu og leikur í Meistaradeild Evrópu. Áður lék hún fjögur ár með TCU há skólanum í Banda ríkjunum. Helena varð fyrsta konan frá Íslandi sem spilar í Meistara- deild Evrópu á síðustu leiktíð og er lið hennar um þessar mundir efst í sínum riðli í þeirri keppni. Helena lék með landsliðinu á Norðurlandamóti kvenna og var hún valin í úrvalslið móts- ins. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.