Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Qupperneq 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2012
Hamborgarhryggur er vinsæll
jólamatur á íslenskum heim
ilum. Jón Örn Stefánsson í
Kjötkompaníinu gefur hér
lesendum Fjarðarpóstsins góð
ráð við eldamennskuna sem á
að tryggja vel heppnaða jóla
máltíð. Jón Örn og félagar hafa
sérhæft sig í að bjóða eingöngu
fyrsta flokks kjöt og fullunnar
vörur.
Hamborgarahryggur
2,5 kg hamborgarhryggur frá
Kjötkompaní.
Aðferð:
Hryggurinn er soðinn rólega í
ca 60 mínútur, gott er að nota
kjarnhitamæli og sjóða hrygg
inn í 65°C í kjarna síðan er
vatnið tekið frá og gljáinn og
ananashringir sett á hrygginn og
hann bakaður í 72°C í kjarna
Karmellugljái
1 bolli sykur
½ bolli vatn
¼ bolli rjómi
2 msk. rauðvín
Aðferð:
Sykur og vatn hitað saman á
pönnu, látið sjóða þar til syk
urinn er orðinn ljósbrúnn á lit,
þá er rjóma og rauðvíni bætt
sam an við.
Rauðvínssósa
150 g smjör
½ tsk. pipar
1½ l soð af hamborgar
hryggnum
1 bolli rauðvín
1 bolli rjómi
Kjötkraftur
2 tsk. púðursykur
Smjörbolla (ca 110 g hveiti/
75 g smjör)
Aðferð:
Soðið af hryggnum er sett í
pott, bætið rjóma, rauðvíni og
kryddi saman við og þykkið
með smjörbollu.
Waldorfsalat
Hráefni:
4 stk. græn epli
1 stk. sellerístöngull
30 g majones
50 g sýrður rjómi
2½ dl rjómi
15 stk. ca. blá vínber
2 msk nýkreistur appelsínusafi
2 msk flórsykur
Aðferð:
Majones og sýrðum rjóma er
hrært saman. Síðan er rjóminn
þeyttur og blandað saman við
ásamt vínberjum. Eplin og
sellerí skorið í teninga og
bland að saman við, þetta er síð
an bragðbætt með flórsykri og
appelsínusafa.
Sl. föstudag opnaði Frumherji
nýjan prófstað fyrir almenn
ökupróf í Hafnarfirði, en þar
hefur ekki verið boðið upp á
ökupróf í 27 ár, eða síðan 1985.
Nýi prófstaðurinn er við Dals
hraun 5, þar sem ný skoð
unarstöð Frumherja er einnig til
húsa. Innréttað hefur verið sér
stakt rými í næsta húsi við
skoð u narstöðina fyrir skrifleg
próf, en afgreiðslan fer fram í
skoð unarstöðinni fyrir bæði
skrifleg og verkleg próf.
Með þessu vill Frumherji
stytta leið Hafnfirðinga, Garð
bæinga og nágranna í ökupróf
og bæta þjónustuna við íbúa
svæðisins.
Prófað verður einn dag í viku,
á föstudögum, fyrst um sinn.
Skrifleg próf verða kl 8.15 og verkleg próf frá kl 9.15. Hægt er
að panta í próf í síma 570 9070.
Ökupróf á ný í Hafnarfirði
Hefur ekki verið hægt að taka próf á bíl í Hafnarfirði í 27 ár!
Fyrsti nýbakaði ökumaðurinn í Hafnarfirði, Ragnheiður
Skúladóttir, ásamt kennara sínum, Hauki Vigfússyni (t.h.), og
Óskari L. Högnasyni prófdómara (t.v.)
Skötuveisla á Þorláksmessu
Boðið verður upp á sterka og milda skötu, tindabikkju,
skötustöppu, saltfisk, plokkfisk, síldarrétti, hamsa, hnoðmör,
hangiflot og meðlæti. Að sjálfsögðu verða einnig soðnar
kartöflur, rófur, smjör, rúgbrauð og jólagrautur í boði.
Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 555 1810
Húsið opnað kl. 11.30
Hólshrauni 3, Hafnarfirði • 555 1810
www.veislulist.is
Verð aðeins kr. 3.500,-
©
2
01
2
Fj
ar
ða
rp
ós
tu
rin
n
Uppskrift í boði Kjötkompanís
Karmellugljáður hamborgarhryggur
Jólakveðja,
Jón Örn Stefánsson
Álfagarðurinn í Hellisgerði
gefur út bókina, „Álfheimar
Hellisgerðis – Leiðsögn um
hulda heima“. Bókin, eins og allt
sem tengist Álfagarðinum, er
fjölskylduverkefni, því textinn er
eftir Ragnhildi Jónsdóttur,
ríkulega myndskreytt af dóttur
hennar Sirrý Margréti Lárus
dóttur. Eiginmaður Sirrý Mar
grét ar, Smári Pálmarsson sá um
útlit og umbrot en þau eru bæði
grafískir hönnuðir. Lárus Vil
hjálmsson eiginmaður Ragnhildar
og synir þeirra Ragnar og Ástráð
ur, sjá um dreifingu og fleira.
Bókin byggir á álfagöngum
Ragnhildar um Hellisgerði. Þarna
er gefin einstök sýn í heim sem er
flestum okkar hulinn. Við fáum
að kynnast daglegu lífi í álf
heimum og gægjast inn í samfélag
náttúruveranna. Í Hellisgerði búa
margar verur af mörgum ólíkum
tegundum og er þeim gerð skil í
bókinni í máli og myndum. Aftast
í bókinni er kort af Hellisgerði þar
sem merkt er inn hvar verurnar
búa. Kortið er einnig hægt að
nota fyrir huglægt ferðalag um
hina huldu heima.
Allar verurnar hafa sín skilaboð
að gefa okkur mannverunum.
Álfagöngurnar um Hellisgerði
hafa verið afar vinsælar af bæði
Hafnfirðingum og ferðamönnum
víða að úr heiminum. Ragnhildur
hefur farið þessar göngur í fylgd
æskuvinkonu sinnar huldu kon
unnar Púldu og vinkonu þeirra,
álfkonunnar Ömbu síðastliðin tvö
sumur.
Í fyrra gaf Álfagarðurinn út
bókina „Hvað þarf til að sjá álf?/
What does it take to see an elf?“
eftir álfinn Fróða sem býr í
Hellis gerði. Sú bók er sennilega
fyrsta bók eftir álf sem kemur út í
mannheimum.
Álfagarðurinn er opinn eins og
Jólaþorpið fram að jólum kl.13
18 á laugardaginn og kl. 1322 á
Þorláks messu og þar má nálgast
bæk urnar og handverk og list
muni. Bækurnar eru einnig í sölu
í helstu bókabúðum landsins.
Nán ar á www.alfagardurinn.is og
á facebook.
Leiðsögn um hulda heima
Sirrý Margrét, Ragnhildur og Smári.
Lj
ós
m
.:
G
un
nl
au
gu
r R
ög
nv
al
ds
so
n
Fjölbreytt úrval af paté og öðrum forréttum má fá í Kjötkompaní.