Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Síða 24
24 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2012
Nú nálgast hátíðirnar og það stendur
einhvers staðar að öll dýrin í skóginum eigi
þá að vera góð hvort við annað. Höfum þá
í huga að góð framkoma og kurteisi við alla
eru eiginleikar, sem setja manninn framar
dýrunum. Það þykir sjálfsagt að
þiggja tillitssemi, en það er því
miður ekki alltaf svo ef að á að
veita hana. Það er ætíð þess virði
að hafa gullnu regluna í huga um
að gera öðrum það, sem maður
vill njóta sjálfur. Það, sem ég vil
hér kalla kurteisi sem samnefnara,
er ræktun ákveðinna venja/gilda/
reglna, sem menn hafa komið sér
saman um að séu mikilvægar
fyrir þá sjálfa og samfélagið.
Þannig er kurteisi og framkoma milli
manna og hópa undirstaða menningar
samfélaga og undirstaða laga og reglna.
Venjan byrjar heimavið
Íslendingar geta verið óagaðir og heimtu
frekir og ekki virðist það batna svo mjög
með árunum eða hvað? Venjur skapast
fljótt á unga aldri. Höfum í huga að það
sem ungur nemur gamall temur. Það vísar
ekki á gott að ungdómurinn sé jafn óhlýðinn
og agalaus og raun ber oft vitni. Það sést í
van virðingu af ýmsum toga t.d. skemmdar
verkum á eignum þ.m.t veggjakroti, sem
eykst stöðugt, ofbeldi eins og að ráðast á
fólk og svo er átölum gjarnan mætt með
stæri læti og fingurmerkjum. Þetta byrjar
auðvitað heimavið í uppeldinu, þegar
aðstandendur hafa ekki það sem rétt er fyrir
hinum yngri, góða siði, sem þeir viðhafa ef
til vill ekki nægilega vel sjálfir. Þannig vilja
þeir fullorðnu gjarnan vera þeir verstu í
þessum efnum. Leiðbeiningin og mannvitið
sitja of oft á hakanum. Vonum samt að allir
verði sem friðsælastir á jólunum.
Alþingi
Þetta þing, sem nú situr, hefur einkennst
af átökum, ósamvinnufýsi, þröngsýni og
fordómum stjórnvalda. Ekki hefur nefnd
kurteisi þvælst fyrir mörgum þing mann
inum, heldur því miður hroki og
yfirlæti. Afleiðingin er, eins og
víða hefur verið drepið á, að
virðing Alþingis mælist nú mun
lægri en nokkru sinni fyrr í sögu
þess. Skal það engan undra.
Lausnirnar á vandamálum
fólksins
Almenningur hefur auðvitað
orðið fyrir vonbrigðum að á nú
næstum heilu kjörtímabili hafi
ekki enn verið tekið á helstu
baráttumálum hans, þ.e. skuldastöðu hans,
atvinnumálum og lægri opinberum álögum.
Hægri grænir, flokkur fólksins, kemur því
fram á tímum mikilla og stórra vandamála,
sem ekki skulu nefnd fleiri hér, þótt risa
vaxin séu og setja þjóðina í mikla hættu.
Nauð syn breyttra viðhorfa, framkomu og
aðgerða er mikil sem aldrei fyrr. Enginn
hinna stjórnmálaflokkanna virðist hafa
nokkra hugmynd um hvernig þeir eigi að
snúa sér. En með ítarlegri ígrundun á verk
efnunum hefur Hægri grænir lagt fram
prak tískar lausnir, lausnir sem ganga upp, á
þessum vandamálum og þörf landsins fyrir
góða kosningu hans í vor er því mikil. Ef að
hann kemst ekki til nægilegra áhrifa og nær
að koma stefnuskrá sinni að, þá finnst mér
einsýnt að illa mun fara fyrir þjóðinni og ég
er ekki viss um að skógurinn verði þá svo
aðlaðandi fyrir alla, sem í honum búa.
Komum því þeirri skipan á að við gerum
öðrum það, sem við viljum sjálf búa við.
Ég óska öllum gleðilegra jóla og árang
urs ríks nýs árs.
Höfundur er fyrrv. forstjóri.
Hugleiðing á jólaföstu
Kjartan Örn
Kjartansson