Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Blaðsíða 25

Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Blaðsíða 25
www.fjardarposturinn.is 25 Fimmtudagur 20. desember 2012 Húseigandi Strandgötu 50 var Beinteinn Bjarnason, útgerðar­ maður og síldarspekúlant eins og í mínu minni var talað um, hann átti líka fiskverkunarhús sem voru í næsta nágrenni. Beinteinn var reffilegur og ávallt vel­ klæddur gekk um með gráan hatt og gráar legghlífar sem voru spennt ar með svartri ól undir skóna, hann ók um á drossíu G­11 og númer á húsi hans á Hverfisgötu var númer 11, þetta var tákn um stöðu hans í bæjar lífinu, hann var einn af brodd­ borgurum þess tíma. Beinteinn hafði engin afskipti af leiguliðum á Strandgötu, um þau sá aðstoðarmaður og verkstjóri hans að öllu leyti. Beinteinn var með skrifstofu á götuhæð að norðanverðu, tvö herbergi sem náði þremur gluggum að framanverðu. Íbúar á götu hæð Á götuhæð var inngangur á norðurenda hússins þar bjó Þórður Bjarnason bókari ásamt ásamt konu sinni Valgerði og fjórum börnum, Viðari, Hrafn­ hildi, Bjarna og Jóhannesi. Þórður vann hjá bróður sínum Lofti Bjarnasyni sem rak mikla útgerð í firðinum. Þessi fjöl­ skylda var góður granni þó sam­ skiptin væru ekki eins náin og milli fjölskyldna á efri hæðinni. Íbúar á efri hæð Að norðanverðu bjuggu hjónin Bjarni Guðmundsson kenndur við Nýjabæ í Krýsuvík ásamt konu sinni Sigríði Helgadóttur frá Melshúsi og börnunum Hall­ dóri, Kristínu, Guðrúnu, Þóri, Birnu Helgu og Auði. Íbúðin var tvö herbergi og náði þrem gluggum á framhlið hússins. Í suðurenda hæðarinnar bjó faðir minn Jóhannes G. Einarsson og móðir mín Ásbjörg Ásbjörns­ dóttir og börnin, María Petra, Jón Kr. Vilhjálmur, ég, Ingibjörg og Bjarni. Þessi íbúð var svipuð að stærð og hin íbúðin, tvö herbergi, með þrem gluggum að götuhlið og tveim gluggum á suðurgafli. Þessar tvær fjölskyldur höfðu eitt eldhús sameiginlega. Þar var ein Rafha­eldavél með þremur hellum og bakaraofn, einn gluggi var á eldhúsinu til austurs og þar á móti sá í útgerðarhús Beinteins. Borðskápur var undir glugga sem Nýjabæjar­ fjölskyldan hafði, á veggnum beint á móti var smíðuð borðplata fyrir okkar fjölskyldu. Lítil köld geymsla var útfrá eldhúsi sem báðar fjölskyldurnar nýttu, þetta var stigauppgangur sem var lítið notaður nema á þvottadögum. Sameiginlega voru 3­4 skápar sem voru undir borði. Diska og borðbúnað höfðu fjölskyldurnar inni hjá sér þar sem matast var. Inngangur til efri hæðar var frá miðri framhlið, þetta var rúmur uppgangur með einum glugga. Um tíma voru leigð út tvö herbergi án aðstöðu í eldhúsi. Annað herbergið var með inn­ gangi frá stigauppgangi, um tíma bjuggu þar Guðlaug Sveinsdóttir og sambýlismaður hennar Pétur. Hitt herbergið var í norðurenda hússins við stigauppgang til rissins með glugga sem vísaði til norðurs, þar var vinnukona Beinteins með aðsetur, ásamt sam býlismanni sínum. Eitt snyrti herbergi með salernisskál, baðkari og vask, einn gluggi var á herberginu sem sneri til austurs. Á háalofti voru svo geymslur fyrir alla íbúa hússins. Í skúr fyrir utan húsið var þvottahús fyrir alla íbúana. Þá voru engar þvottavélar, öllum þvotti var nuddað á þvottabretti og síðan skolað í köldu vatni. Vatn til þvottarins var hitað upp í potti sem var kynntur upp með spýtukubbum. Það var talað um þvottadaga enda fór heill dagur í þetta. Maður hugsaði aldrei um þrengsli þrátt fyrir að fjöldi íbúanna á efri hæð hafi verið um 20 manns þegar mest var. Samveran Þegar maður hugsar til baka eru aðeins góðar minningar í mínum huga, þetta var eins og ein stór fjölskylda . Húsmæðurnar skiptu á milli sín eldun á Rafha­ eldavélinni og þó hellurnar væru aðeins þrjár var aldrei ágrein­ ingur. Á þessum tíma var alltaf hádegismatur, allir komu heim að borða á milli kl.12­13. Hvers­ dags var soðning á borðum t.d. þverskorin ýsa, saltfiskur og kartöflur með hamsafeiti útá. Það kom líka á borð annað fisk­ meti sem fór eftir framboði hverju sinni, söltuð skata, kinnar, rauðmagi. o.fl. Á miðvikudögum var eitthvert kjötmeti t.d. kjötsúpa og á sunnudögum potta steik. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið svipað á heimilum almennt. Það er raunar ótrúlegt að öll þessi eldamennska hafi gengið svona snurðulaust og í mikilli sátt með aðeins þessar þrjár hellur. Yngsti bróðir minn er fæddur þarna. Ég man vel eftir þeim degi, það var mikill um gangur og erill. Einn daginn þegar ég kom heim úr skólanum var fullur pottur af sjóðandi vatni á eldavélinni og skömmu síðar var tilkynnt að bróðir væri kominn í heiminn. Á þessum degi eldaði faðir minn kjötfars­ bollur með káli og brætt smjörlíki útá. Einhvern veginn hefur þessi matur alltaf verið í miklu uppá­ haldi hjá mér í gegnum árin. Ég spurði vin minn sem var læknir hvað þeir gerðu við allt þetta vatn sem þeir létu sjóða við svona tækifæri, hann bara brosti og sagði að það væri aldrei notað. Kannski er þetta bara til að undirstrika alvarleika augna­ bliksins. Timburhús Strandgata 50 var forskalað timburhús með sameiginlegu kolakyntu hitakerfi sem eldri maður sá um og kostnaði deilt á íbúana. Ég man ekki eftir að rætt væri sérstaklega um brunahættu nema hvað pabbi kom einu sinni með kaðalhönk og setti undir eitt rúmið í öryggisskyni ef eldur yrði laus eins og hann orðaði það. Það var einhverju sinni að ég var fyrir utan húsið og sé að reiðhjól var uppvið húsið og hugsaði mér að taka það traustataki stutta stund og hjóla einn hring, hjól voru þá ekki í eign nema örfárra og hvert tækifæri notað að komast í hjólatúr. Ég tek hjólið fram og horfi uppí glugga að gá hvort einhver sé að fylgjast með, sé ég þá eldglóð uppundir þakskegginu og hrópa af öllum kröftum eldur eldur, á þessu augnabliki sá ég engan reyk svo þetta hefur verið alveg á fyrsta stigi, sennilega út frá rafmagni. Það var enginn sími svo það var hlaupið í næsta V E I T I N G A S T A Ð U R • Ó S E Y R A R B R A U T 2 • 5 6 5 1 5 5 0 Minnum á okkar geysivinsæla skötuhlaðborð í hádeginu á Þorláksmessu. Í boði verður kæst skata, saltfiskur, plokkfiskur, síld og fl. Verð kr. 3.000,- Með jólakveðju frá starfsfólki Kænunnar Skötuhlaðborð á Þorláksmessu Strandgata 50 árin 1941-1948 Strandgata 50 er þriðja hús frá hægri. Annað hús frá hægri er Strandgata 50 B sem nú er hluti af Fjörukránni. Timburvirkið fyrir framann húsin kallaðist bólverk. Bryggja og fiskverkunarhús sem næst standa tilheyrðu Beinteini Bjarnasyni, lengra burtu eru fiskverkunarhús Einars Þorgilssonar. Sigursveinn H. Jóhannesson Strandgata 50 séð baka til, um það bil fyrir miðri mynd. (tveir skorsteinar) Litli skúrinn við horn hússins er þvottahús fyrir íbúana og við hægra horn þvottahússins er fiskverkunarstöð Beinteins. Auða svæðið baka til varð að herskólakamp á stríðsárunum. Hergirðing lá frá horni fiskverkunarstöðvarhússins og umhverfis auða svæðið. Lengst t.v. var Vélsmiðja Hafnarfjarðar. Strandgata 50 B varð hluti af Fjörukrá. (dúkrista)

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.