Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Page 29

Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Page 29
www.fjardarposturinn.is 29 Fimmtudagur 20. desember 2012 Dýr rekstur Rekstur björgunarsveitar er gríðarlega dýr. Tækjabúnaður er mikill sem sífellt þarf að endur­ nýja, farartæki eru dýr og sér­ hæfð og þau þarf líka að endurnýja. Nýr fullkominn bún­ að ur bætist stöðugt við enda reynt að nýta nýjustu tækni sem nýtist við björgun. Til að mögu­ legt sé fyrir Björgunarsveit Hafnar fjarðar að vera viðbúin og tilbúin í útköll reiðir hún sig á stuðning bæjarbúa og fyrir­ tækja sem m.a. veita starfs­ mönn um sínum möguleika á að fara úr vinnu með engum fyrir­ vara. Félagar úr Björg unarsveit Hafn ar fjarðar ákalla bæj ar búa og hvetja þá til að kaupa jóla tré og flugelda af sveit ­ inni og styðja þannig við sveitina svo hún geti hjálpað öðrum – jafnvel þér! Með sporhund til aðstoðar Sporhundur sveitarinnar Perla hefur staðið í ströngu undan­ farnar vikur og mánuði. Grunnþjálfun er lokið, þ.e.a.s. hún þekkir verkefnið sem ætlast er til að hún vinni og er áköf í að leysa það. Þjálfunin er því komin á næsta stig, útkalls­ þjálfun. Nú er hún þjálfuð við mismunandi aðstæður, innan­ bæjar sem utan, í öllum veðrum og aldur sporanna og lengd er mis jöfn. Ætlunin er að láta Perlu þreyta útkallspróf snemma árs 2013. Margir hafa aðstoðað með því að ganga sporin fyrir tíkina en þjálfun sporhunda er mikið og tímafrekt starf. Perla var flutt inn á vormánuðum frá Banda ríkj­ unum og varð hún tveggja ára í júní. Kristín Sigmarsdóttir sér um þjálfun Perlu og munu þær þreyta útkallsprófið saman sem teymi. Stór hópur tilbúinn Sveitin er með nokkra út kallslista og þegar mikið liggur við er 130 manna listinn notaður. Við helstu útköll er um 60 manns á útkallslista en mjög er mismunandi eftir eðli útkalla hversu marga þarf að senda og hverja. Auk þeirra sem eru á útkallslista eru fjölmargir sem leggja sveitinni lið við sérstök tækifæri, m.a. í flugeldasölunni en þar eru dæmi um einstaklinga sem hafa verið við flugeldasölu í yfir 30 ár! Tilbúin í útkall Björgunarsveitarfólk kallar á þína aðstoð! Hvar kaupir þú flugelda? Stór hópur björgunarsveitarfólks er ávallt viðbúinn að bregðast hratt við útkalli til að hjálpa öðrum í neyð og bjarga verðmætum. Á þetta fólk hefur reynt í óveðri, við eldgos, sjóslys, jarðskjálfta og þegar fólk hefur týnst eða lent í háska. Alltaf hefur verið hægt að treysta á sjálfboðaliðana sem hlaupa frá störfum sínum til þess að hjálpa öðrum. Björgunarsveit Hafnarfjarðar er ein af þessum öflugu sveitum sem ávallt er viðbúin. Jólatrjáasalan sem nú stendur yfir og flugeldasalan sem hefst eftir jól eru stærstu fjáröflunarleiðir sveitarinnar og með því að við, bæjarbúar beinum viðskiptum okkar til þeirra, getum við tryggt starf þeirra sem kostar háar upphæðir. Flugeldasalan verður opin: Föstudaginn 28. desember ................. kl. 12 ­ 22 Laugardaginn 29. desember .............. kl. 10 ­ 22 - Flugeldasýning við höfnina ............. kl. 20.30 Sunnudaginn 30. desember ................. kl. 10 ­ 22 Gamlársdag .......................................... kl. 10 ­ 16 Jólatrjáasalan er opin: til 23. des ............kl. 10­21.30 Sveitin hefur á ný fengið sporhund sér til hjálpar. Flugeldasala björgunarsveitarinnar er lífæð starfsins – Bæjarbúar! Leggjum okkar skerf af mörkum.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.