Prentarinn - 01.07.1982, Page 3

Prentarinn - 01.07.1982, Page 3
Ríkisstjórnin er verkfæri í höndum atvinnurekenda - Bráðabirgðalögin eru lögleiðing á þjófnaði úr vösum verkafólks Þaö heyrir orðið frekar til undantekninga að sá dagur renni upp að ekki sé vegið að lífskjörum verkafólks. Þessi vasaþjófnaður stjórnvalda á sér eingöngu stað úr vösum verkafólks og skýringin er ugglaust sú að verkafólk er eini hópurinn í þjóðfélaginu sem lætur bjóða sér þessa svívirðu æ ofaní æ. Verkalýðshreyfingin virðist vera með uppdráttarsýki og engan veginn fær um að verja hagsmuni verkafólks. Ákvarðanir þinga og funda hreyfingarinnar eru að engu hafðar. Þegar til kastanna kemur þá taka þeir sem í forsvari eru sér einræðisvöld og gefa hreinlega skít í þessar ákvarðanir og hagsmuni verkafólks. Með bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar og þeim afleiðingum sem þau hafa haft voru síð- ustu samningar að engu gerðir og stoðunum undir frjálsa samningsgerð kippt burt. Helstu og alvarlegustu afleiðingar laganna eru þess eðlis að þær bitna þyngst á þeim lægst launuðu: Enn frekari skerðing verðbóta kemur til 1. desember nk., vöruverð og þjónusta öll hækkar o. s. frv. Þeim sem betur mega sín í þjóðfélaginu er ævin- lega hlíft, bráðabirgðalögin eru fyrst og fremst sett til að verja og auka gróða hinna efnameiri undir yfirskini þjóðarkreppu og væntanlegs atvinnuleysis. Lögin fela í sér gamalkunnar ráð- stafanir í efnahagsmálum, ráðstafanir sem aldrei hafa skilað árangri fyrir heildina, enda ekki til þess ætlast. Þjóðfélaginu er bókstaflega stjórnað af og í þágu atvinnurekenda. Engu breytir þó í ríkisstjórnum sitji flokkar sem telja sig starfa í þágu verkafólks, efnahagsstjórnin miðast alltaf við þarfir hinna ríku. Ef í þessu landi væru stjórnmálaöfl sem hefðu hagsmuni verkafólks að leiðarljósi hefði verið gripið til annarra aðgerða í efnahagsmálum í gegnum árin, a. m. k. hefðu komið fram um það tillögur. Hvorugt hefur átt sér stað undanfarin ár, þrátt fyrir Alþýðuflokk og Alþýðubandalag sem eru ævinlega að nudda sér utaní verkafólk með þeim eina merkjanlega árangri að verkalýðs- hreyfingin er orðin steingeld stofnun í höndum fjandsamlegra stjórnmálaflokka, m. a. íhaldsins, málsvara kaupmannastéttarinnar og afætulýðs- ins undir forustu súkkulaðifurstans. í jafn fámennu þjóðfélagi og við búum í hlýtur allur undirstöðuatvinnurekstur að þurfa að vera samfélagseign, í stað þess að arður hans fari allur í vasa einkaaðila. Hvaða vit er í því t. d. að ríkið skuli standa undir öllu sem útgerðarmenn geta teiknað upp sem halla og hafa svo ekki einu sinni rétt til að fylgjast með því hvernig þær ómældu milljónir sem er ausið í þennan eigna- rekstur eru notaðar eða hvort þær eru notaðar í atvinnufyrirtækin. Gjaldeyriseyðslu verður að miða við framleiðslu og til þess að það sé hægt verður að vera samfélagsleg stjórnun á innflutn- ingi til landsins. Ótal önnur atriði mætti benda á sem raunhæfar lausnir á efnahagsmálum þjóð- arinnar og eru þær allar fólgnar í því að samfé- laginu sé stýrt með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi í stað þess að láta allt leika lausum hala í því augnamiði að einkaframtakið geti matað krókinn. - mes. prentarinn ■ MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA Prentarlnn málgagn Félags bókageröarmanna • Útgefandl FBM Hverfls- götu 21 • Rltstjórl Magnús Elnar Slgurösson • Ljóssetnlng, prentun, fllmu- vlnna og bókband Prentsmlöjan ODDI hf • Letur Tlmes og Vega • Hönnuður blaðshöfuðsins Þórleifur V. Friðriksson. PRENTARINN 4.2.'82

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.