Prentarinn - 01.07.1982, Qupperneq 4

Prentarinn - 01.07.1982, Qupperneq 4
Lýsing við umbrot og skeytingu Vinnuvernd Ljósaborð • Kaupið Ijósaborð með stig- lausri stillingu á Ijósstyrk. Þannig er hægt að stilla þau eftir kröfum starfsmannsins sjálfs og verkefnisins. • Varist að Ijósgjafinn getur gefið frá sér óþægilegan hávaða. • Sumar gerðir Ijósaröra hafa meiri tilhneigingu til að gefa flöktandi Ijós en önnur. Flökt kemur einnig þegar þau eldast. Neonljós hafa lengri lífstíma (ca 20.000 klst.) og flökta ekki þrátt fyrir lítið Ijós- magn. Flökt kemur fyrst fram á endum röranna, þá er ágætt að breiða yfir endana. • Til varnar hitageislun ættu Ijósaborðin að vera útbúin með loftræstingu. • Annar valkostur við mynda- seríuna sem fylgir hér er að borðið sé útbúið þannig að hægt sé að slökkva og kveikja á hlutum þess. • Glerplatan verður að vera þannig úr garði gerð að hún endurkasti sem minnstu Ijósi. Staðsetning loftljósa og/eða borðsins verður að taka mið af þessu. • Borðið sjálft verður að vera hægt að stilla þannig að hent- ugastar vinnustellingar verða fundnar í hvert skipti. Bak- verkir og hálsrígur eru afar óþægilegir vinnusjúkdómar, svo ekki sé talað um vöðvabólgu í öxlum! Valkostir • Við staðlað umbrot á t. d. dagblöðum og vikuritum eða bókum, er hægt að hafa still- anleg vinnuborð án Ijósa. Þá er borðið gjarnan með gler- plötu, og málað í Ijósgrænum lit (endurkastsstig 60%). Um- brotsörkin er úr möttum pappír til að draga úr endur- kastshættu. # Þá hefur á seinni árum verið þróað sk. Projectalinerkerfi. Það samanstendur af filmu, Ijóskastara og linsu. Fyrst er útbúið mót af umbrots- forminu, tekin af því mynd og negatívunni síðan varpað á vinnuborðið. Kúnstin felst í því að halla sér ekki fram, því þá koma jú skuggar! Loftlýsing • Ljósstyrkur í vinnusal skal vera u. þ. b. 500 lux og still- anlegur eftir þörfum. • Ljóminn (luminans) á að vera mikill og jafn. Vinnusalur er því málaður í Ijósum litum. Einkum ber að varast að starfsmaður við Ijósaborð hafi dökkan vegg gegnt sér. Einhæfni í lýsingu og litavali ber að forðast. • Hentugt er að láta loftljósin vísa í hlutföllunum 1:2 upp í loftið, sem er þá málað í Ijós- um lit. Þannig verður hættan á endurkasti af glerplötum í borðum minni. Skermurinn er úr heilu, gráleitu og þrí- strendu akrylplasti. Neðra borð Ijósastæðanna ca. 2,1 m frá gólfi og ca 1 m frá hliðum vinnuborðanna. Þau verður að vera hægt að slökkva hvert fyrir sig. Vanalegar aðstæður við retússeringarvinnu. Til þess að komast hjá endurkasti af filmu- bútnum hefur starfsmaðurinn slökkt loft- Ijósin. Sterkt Ijósið í borðinu gerir það að verkum að erfitt er að greina götin í filmunni. (Augað aðlagar sig að sterkara Ijósinu). Hér hefur yfirborð Ijósaborðsins verið þakið, að undanskildum filmubútnum. Nóg er að klippa út litaða pappírsörk (gráa eða græna). Loftljósin hafa verið kveikt. Nú getur starfsmaðurinn séð öll götin í filmunni sem ekki var hægt að greina við fyrri lýsingaraðstæður. 4 PRENTARINN 4.2.'82

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.