Prentarinn - 01.07.1982, Page 8
Félag bókagerðarmanna hefur sagt upp kaupliðum síðasta
samnings miðað við 1. október 1982. Þessi ákvörðun var
tekin í framhaldi setningar bráðabirgðalaga
ríkisstjórnarinnar, sem eru kaupránslög og vega auk þess
að hinum frjálsa samningsrétti.
Um kaupránslögin
í framhaldi af þessari ákvörðun hef-
ur staðan verið rædd fram og til
baka á fundum í félaginu og er
greinilegt að fólk er afar óánægt
með þessar aðfarir stjórnvalda á
lífskjörin. Nú er nokkuð Ijóst að
FBM er eina verkalýðsfélagið sem
hefur sagt upp kaupliðunum og
vissulega þrengir það nokkuð
stöðuna að önnur félög ætla að
taka þessu eins og hverjum öðrum
sjálfsögðum hlut. Þennan ræfil-
dóm verkalýðshreyfingarinnar
ætla nú atvinnurekendur að not-
færa sér og hafa þeir mótmælt lög-
mæti uppsagnar FBM og auk þess
hótað félaginu málsókn. Tíminn
einn getur leitt í Ijós hvernig þeim
málum lyktar, en Ijóst er að verka-
lýðshreyfingin verður að fara að
taka sig saman í andlitinu ætli hún
ekki að verða algerlega viljalaust
verkfæri í höndum atvinnurekenda.
Blaðamaður Prentarans fór á stúf-
ana nokkru eftir setningu bráða-
birgðalaganna og spurði nokkra fé-
lagsmenn um afstöðu þeirra til
bráðabirgðaiaganna og viðbragða
verkalýðshreyfingarinnar og fara
svörin hér á eftir.
Auðvitað vilja menn
halda sínu
Margrét S. Guðmunds-
dóttir, aðstoðarmaður
í Odda:
Ég hef nú lítið velt þess-
um hlutum fyrir mér.
Auðvitað vilja menn
halda sínu. Það er alltaf
ráðist á þá sem verst eru
settir. Best verður auð-
vitað ef hægt er að fá
skerðinguna til baka án
verkfalla, en ég myndi
auðvitað standa með
öðrum ef til þess þyrfti
að grípa.
&
Ég missti hana
alveg . . .
Ómar Óskarsson, setjari
í Prentrún:
Ég er alveg búinn að
missa trú á því að stjórn-
málaflokkarnir viti nokk-
uð hvernig hægt er að
vinna bug á verðbólg-
unni. Hitt er svo annað
mál að ég hef ekki trú á
baráttuhug félags-
manna til að knýja á um
leiðréttingu. Ég missti
hana alveg sl. haust. Þá
var engin ástæða til að
bakka með verkfallið.
8
PRENTARINN 4.2.'82