Prentarinn - 01.07.1982, Page 11

Prentarinn - 01.07.1982, Page 11
flutningur á vélum og tækjum til bóka- gerðar var að magni til 157% meiri 1981 en 1980. f dollurum talið jókst hann hins vegar um „aðeins" 70%, sem sýnir að verulegt magn af skrani hefur verið flutt inn á síðasta ári. Á tímabil- inu janúar til júní í ár hefur verið flutt 18% minna til landsins af vélum og tækjum miðað við sama tímabil í fyrra. Hins vegar jókst verðmæti þessa inn- flutnings um 24% í dollurum talið, sem sýnir að skranið sem flutt var inn árið 1981 var flutt inn fyrri hluta ársins! Dýrustu tækin sem flutt voru inn 1981 voru setningarvélar, en að öðru leyti samanstendur innflutningurinn aðallega af prentvélum og bókbands- vélum. Geta greitt hærri laun Þær tölur sem ég hef nú dregið sam- an sýna fram á að prentiðnaður og bókagerð stendur vel að vígi og engin merki sjáanleg um samdrátt, a. m. k. ef hagskýrslur eru skoðaðar. Hér er þó blaðamarkaðurinn undanskilinn. Það má líta svo á að innflutningur á prent- -pappír sé, ef aðrar upplýsingar eru ekki fyrir hendi, nokkuð áreiðanlegur mælikvarði á umsvif í prentiðnaði. Þau umsvif fara vaxandi með hverjum mán- uði sem líður. Og ef hlutfall innflutn- ings á bókum og blöðum af innflutningi á prentpappír er skoðað kemur einnig í ljós að það fer lækkandi, en ekki hækkandi eins og væri ef erlend prent- un færi í vöxt. Annar mælikvarði á umsvifin er ofangreindur innflutningur á vélum og tækjum. Hann sýnir líka verulegan vöxt í íslenskri bókagerð. Þessar upplýsingar eru afar athyglis- verðar í ljósi alls tals um minnkandi þjóðarframleiðslu og minni iðnaðar- framleiðslu. Þær sýna glögglega fram á að atvinnurekendur geta engan veginn vísað í þjóðhagsspár jafnframt umræðu um launamál bókagerðarmanna. Þeir hafa alla möguleika á að greiða veru- lega hærri laun. Þurrir talnadálkar ljúga ekki — eða hvað? - óhs. Heimildir: Hagskýrslur íslands II 75 og II 76 Hagtíðindi 1980-1982 Hagstofa íslandsl Hildur Thor- oddsen Látinn félagi Oliver Guðmundsson, prentari fæddist 10. janúar 1908 í Ólafs- vík. Oliver hóf prentnám í ísa- foldarprentsmiðju 17. janúar 1925 og lauk þar prófi. Félagi í HÍP varð Oliver 23. júlí 1923. Oliver vann lengst af í ísafoldar- prentsmiðju og Prentsmiðjunni Leiftur, en var þó um tíma í Vík- ingsprent. Oliver lést í Reykja- vík eftir langvarandi veikindi 29. ágúst 1982, 74 ára að aldri. Ný heimilisföng Þeir sem ekki hafa fengið síð- asta Prentara eru beðnir um að láta skrifstofuna vita. Pá eru þeir sem breytt hafa um heim- ilisföng beðnir um að tilkynna það á skrifstofuna. PRENTARINN 4.2. 82 11

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.