Prentarinn - 01.07.1982, Side 15
Námsráðstefnur eru haldnar árlega
á vegum sambandsins. Kvennaráð-
stefna var haldin á síðasta ári í Kram-
fors í Svíþjóð og í nóvember nk. verð-
ur háð æskulýðsráðstefna í Finnlandi.
Þessar ráðstefnur eru oft einskonar
vinnuþing, þar sem hin ýmsu mál eru
krufin til mergjar, en síðan tekin fyrir
í stjórninni eða á ársfundunum.
Nýr samningur hjá Finnum
Pentti Levo formaður finnskra bóka-
gerðarmanna sagði að nýr samningur
hefði verið undirritaður í mars sl. til
3ja ára. Það markverðasta í honum er
að orlofsálagið, sem var 10% hækkar í
60%, en fer í 70% 1984. 5 vikna
sumarleyfi er hjá bókagerðarmönnum
í Finnlandi og nú náðust fram 4 dagar
í viðbót við 6 daga vetrarleyfi sem þeir
höfðu áður, svo þeir hafa núna alls 7
vikna orlof, 5 vikur á sumrin og 2
vikur á vetrum.
UTOPIA og Liber System
Á ársfundinum var samþykkt tillaga
um samstarf UTOPIA-verkefnisins
og Liber System í Svíþjóð.
UTOPIA-verkefninu var komið á
fót fyrir forgöngu NGU fyrir um ári
síðan. Það er unnið í samvinnu
vísindamanna við Datalogisk Institut
Árhúsaháskóla, Tekniska Högskolans
og Arbetslivscentrum í Stokkhólmi.
Þeir reyna í samráði við fulltrúa félag-
anna á Norðurlöndum að setja saman
þær kröfur sem gera verður til hinna
nýju prentformatækja, þar sem öll
grafísk vinna, myndir og texti, fer
fram á skermum.
Liber System er sænskt ríkisfyrir-
tæki, dóttur-fyrirtæki Liber-útgáfunn-
ar sænsku og vinnur það að því að
koma á fót og framleiða síðan fyrir
heimsmarkaðinn dagblaðakerfi fram-
tíðarinnar, en það á að vera komið á
markaðinn innan tveggja ára. Þetta
fyrirtæki álítur það vera nauðsynlegt
að hafa samvinnu við prentiðnaðar-
menn, en það myndi vera alger nýj-
ung á þessu sviði í heiminum. Tals-
verðar umræður urðu um þessa fyrir-
huguðu samvinnu við Liber System og
voru þarna mættir Morten Kyng sem
vinnur við Tækniháskólann í Árósum
og Bjarne Nielsen, tæknilegur fulltrúi
DT-F, en þeir vinna báðir við
UTOPIA-verkefnið. Bjarne sagði
m. a. „að samningurinn við Liber
System markaði tímamót vegna þess,
að við fengjum ekki eingöngu tæki-
færi til að bera fram óskir okkar og
kröfur við framleiðslu tækjanna, held-
ur hefðum við möguleika á því allan
þróunarferilinn, að grípa inn í og
segja, að við óskuðum ekki eftir að
tækin væru gerð samkvæmt uppá-
stungu seljenda.“
Aðalhugsunin á bak við þessa sam-
vinnu er sú, að með því að þróa ný og
fullkomin tæki í samvinnu við þá sem
eiga að nota þau myndu Norðurlönd
kannski sigra í þeirri grimmu sam-
keppni sem nú á sér stað á
heimsmarkaðnum og um leið koma
fram þeim sjónarmiðum okkar varð-
andi tæknibreytingarnar sem við telj-
um æskilegust.
Stjórnarkjör
Arild Kalvik var endurkjörinn for-
maður Nordisk Grafisk Union til eins
árs. Ennfremur voru endurkjörnir
Stig Nilsson, formaður sænska fé-
lagsins, sem ritari og Henning Bjerg,
formaður danskra prentara, sem
gjaldkeri. Stjórnin er að öðru leyti
skipuð: Áke Rosenquist, Svíþjóð;
Pentti Levo, Finnlandi og Jörn Niels-
en, Danmörku.
Frá íslandi mættu: Svanur Jóhannes-
son, Ársæll Ellertsson og Ólafur
Björnsson.
— Sv. Jóh.
LO-skólinn í Helsingor
PRENTARINN 4.2 '82
15